Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Side 31

Frjáls verslun - 01.09.1996, Side 31
 Jakob Jakobsson er fyrsti karlmaðurinn í ann heimi sem ber titilinn segir Smörrebrödsjomfru. Danskt smurbrauð í Reykjavík húsið hefur jafnan verið rekið af Dav- idsens fjölskyldunni, nú síðast af Idu Davidsen, sem margir íslendingar kannast við bæði frá heimsóknum í veitingahús hennar í Kaupmannahöfn og vegna þess að hún hefur seinustu tvö árin komið hingað til lands fyrir jólin og kynnt fyrir landsmönnum ýmsa fræga rétti sína á jólahlaðborði á Hótel Borg. JAKOB JAKOBSSON Ungur íslendingur brá undir sig betri fætinum og fór í læri til Idu Dav- idsen og lærði þá göfugu list að útbúa gott og girnilegt smurbrauð. Jakob Jakobsson heitir þessi maður og er hann fyrsti karlmaðurinn í heiminum sem ber titilinn SMÖRREBRÖDS- JOMFRU. Þrátt fyrir að Jakobi hafi boðist ýmis spennandi tækifæri er- lendis ákvað hann að koma til íslands og opna veitingahús í Reykjavík sem hefði á boðstólum fyrsta flokks danskt smurbrauð. Jakob opnaði fyrir nokkrum mánuðum veitingahúsið Jómfrúna í Lækjargötu. Þar er á boðstólum frábært smur- brauð, fjórar til fimm tegundir af sfld, sem hann útbýr sjálfur og er sérlega góð, auk þess er ýmislegt annað gott og gimilegt á matseðlinum. Yið fyrstu kynni virðist matsalurinn vera kaldur og ópersónulegur en hann er langur og mjór. En þegar betur er að gáð þá venst salurinn vel. Við enda hans fjær götunni eru haganlega gerðir gler- veggir sem opnast út á lítið og skemmtilegt torg sem liggur að bakhlið Hótel Borgar. ÚTIUNDIR BERUM HIMNI Þegar gott er veður á sumrin geta gestir Jómfrúarinnar setið úti undir berum himni í ró og næði, þótt í miðri Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um íslenska bisness- veitingastaði í Frjálsa verslun. Reykjavík sé. Gestirnir geta valið um allt að 150 tegundir af smurbrauði, hvorki meira né minna. Auk þess er boðið upp á hlaðborð með ýmsu góð- gæti svo sem hangikjöti, graflaxi og ýmsu öðru. Það er vitaskuld hægt að fá góðan bjór og ýmsar tegundir af snafs. Ég minnist þess ekki að hafa fengið eins gott og vel gert smurbrauð utan Kaupmannahafnar og hjá Jakobi á Jómfrúnni. Jómfrúin við Lækjargötu er tilvalinn staður til að fara með er- lenda gesti á í hádeginu. Þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. Vissulega er hér um danska matargerð að ræða en húsin í Kvosinni eru flest af dönskum uppruna og Reykjavík var jú um all- langan tíma danskur bær. Mestu máli skiptir þó að Jómfrúin er einstakur veitingastaður í Reykjavík og jafnvel þótt víðar væri leitað. Jómfrúin, Lækjargötu 4, sími: 551 0100. 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.