Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 33

Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 33
» ta* um "a”" vfirhamborgarann svo „Hann kemur þegar er klippt yfir í öll þessi mörk og fagnaðarlæti. Það er fyrst og fremst verið að létta mönn- um lundina. Það þarf ekki að segja mönnum hvað getraunimar eru held- ur fyrst og fremst að koma ákveðnum hugblæ og skemmtun yfir á leikinn. Aðalatriðið er að menn hafi gaman af leiknum. Þetta er einnig ágætur tími tO að koma því á framfæri hve skemmtilegt er að spila í getraunum því nú er að hefjast ákveðin vertíð,“ sagði Viktor að lokum. SVEINBJÖRN í STIGANUM Það er auglýsingastofan Komdu á morgun sem hefur veg og vanda af vinnslu og dreifingu auglýsinga fyrir íslenskar getraunir. Sveinbjöm Gunnarsson auglýsingateiknari: „Aðalmálið með þessar auglýsing- ar er að þær, eða svipaðar auglýsing- ar, hafa verið notaðar hér á Norður- löndum í nokkur ár og gefist prýðis- vel. Þetta má kalla samvinnuverkefni því þó þær auglýsingar sem við feng- um séu danskar þá mun hugmyndin vera frá Svíum komin og þar hafa verið notaðar samskonar auglýsing- ar. Þær em líflegar, skemmtilegar og koma mönnum í gott skap. Þær vekja eftirtekt og umtal og þá er tilgangnum náð frá sjónarhóli auglýsingamanns- ins. Heima fómm við svok'tið aðra leið en nágrannar okkar þar sem við keyrðum þær nokkrum sinnum án þess að sagt væri frá hverjum þær væru. Þannig tókst að byggja upp dá- litla eftirvæntingu meðal áhorfenda sem voru orðnir forvitnir um það hvað væri eiginlega verið að aug- lýsa,“ sagði Sveinbjöm milli þess sem hann skipaði sínum mönnum fyrir úr stiganum. EN HVAÐ MEÐ ÍÞRÓTTAANDANN? „Ef menn vilja pæla í dýpri merk- ingu þá er það velkomið. Kannski vantar stundum glaðværðina og skopið í íslenskar auglýsingar og þess vegna vekja þessar athygli. Aðalskila- boðin eru gleðin. Við, sem vinnum í auglýsingum, vitum vel hvað virkar og þessar auglýsingar svínvirka hvað sem líður öllum íþróttanda.“ 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.