Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 37
1967 og fluttu fljótlega í
Fossvoginn sem segja má
að sé heimahverfí Guð-
brands. Þetta er Víkings-
hverfi en Guðbrandur var
ekki virkur í íþróttum sem
unglingur en mun þó hafa
æft körfubolta um hríð með
Víkingi. Skíðaiðkun taldist
einnig til íþrótta í uppvexti
hans og kannski á hann eftir
að verða fastagestur í Hlíð-
arfjallinu.
Guðbrandur fór ekki var-
hluta af þeirri tónlistariðkun
og því tónlistarnámi sem fór
fram á heimilinu en tvö syst-
kini hans eru atvinnumenn í
tónlist, Guðríður er píanó-
leikari en Einar kontra-
bassaleikari. Tónlistaráhugi
foreldranna setti svip á
heimilið og Guðbrandur ólst
upp við mikið dálæti á tónlist
og stöðugar píanóæfingar
systkinanna. Hann lagði litla
stund á hefðbundið tónlist-
amám sjálfur en var þó um
hríð að læra á klarínett.
Hann hefur gott eyra fyrir
tónlist og getur gripið í
píanó eða gítar sjálfum sér
og öðrum til skemmtunar.
Hann var þó aldrei í neinum
bílskúrshljómsveitum eins
og Einar, bróðir hans.
Guðbrandur hlustar mik-
ið á allskonar tónlist og hef-
ur yfirgripsmikla þekkingu á tónlist og
tónlistarsögu. Hann les mikið bæði
fagurbókmenntir og fagrit og veltir
fyrir sér fleiri listgreinum og er óhætt
að segja að listamaðurinn í Guðbrandi
sé stór hluti af honum. Hann er mikill
sælkeri í mat og drykk og fæst sjálfur
við að búa til mat af mikilli innlifun. Að
sögn þeirra, sem reynt hafa, er hann
listakokkur. Af sjálfu leiðir að hann
hefur átt í nokkrum vandræðum með
holdafarið og verið háður breytilegri
kjörþyngd. Hann hefur árum saman
reynt að hætta að reykja, ekki tekist
alveg en beitir nú þeirri aðferð að
reykja ekki í vinnunni.
Gagnvart vinum og nánum skyld-
mennum er Guðbrandur dagfars-
prúður og gamansamur og ljúfur í um-
gengni. Hann er ættrækinn og heldur
ekki íþróttir og hefur til
dæmis engan áhuga á knatt-
spyrnu. Hann kýs að setja
geisladisk með sígildri tón-
list á fóninn fremur en að
horfa á enska boltann. Hann
er þó eins og fleiri ungir
stjórnendur meðvitaður um
nauðsyn þess að hreyfa sig
reglulega og hefur verið
staðinn að því að fara út að
skokka með kunningjunum
en þó fremur að skyldur-
ækni en ástríðu.
Guðbrandur er kvæntur
Rannveigu Pálsdóttur
lækni. Hún er dóttir Páls
Halldórssonar og Ragnhild-
ar Ámadóttur. Þau eiga
saman eina dóttur, Önnu
Katrínu, sem er 10 ára. Hún
dvelst hjá móður sinni sem
um þessar mundir er við
framhaldsnám í heimilis-
lækningum í Eastboume í
Englandi. Þau kynntust í
Menntaskólanum við Sund,
eru jafnaldrar og hafa búið
saman frá 1986.
VINIRNIR
Meðal nánustu vina Guð-
brands eru Aðalsteinn
Sigurgeirsson skógfræðing-
ur, Magnús Tumi Guð-
mundsson jarðeðlisfræðing-
ur og Sigurður Bjömsson
læknir. Þessir þrír hafa verið vinir frá
menntaskólaárum þó samband þeirra
hafi á tíðum goldið langdvala þeima í
útlöndum við nám. Amar Bjamason,
fjármálastjóri hjá Ferðaskrifstofu rík-
isins, er góður vinur Guðbrands.
Einnig mætti nefna Brand Hauksson
verkfræðing en hann hefur dvalist
lengi erlendis og Jóhann Magnússon
rekstrarráðgjafa sem nýlega keypti
stóran hlut í Samsölubakaríi.
Þannig sýnir nærmyndin af Guð-
brandi okkur ungan og vel menntaðan
mann sem er kominn í óskastöðu til
þess að láta að sér kveða og nýta sér
þekkingu sína. Vinnuhesturinn, sæl-
kerinn og stjórnandinn. Þetta em hin-
ir þrír þættir Guðbrands Sigurðsson-
ar.
Guðbrandur hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur
fiski og fiskvinnslu. Þessi áhugi hans var þegar orðinn
brennandi á menntaskólaárunum og þótti raunar ekki
beint hefðbundið áhugamál menntskælings á diskó-
tímanum.
góðu sambandi við foreldra sína og
systkini og er ævinlega boðinn og
búinn að rétta þeim hjálparhönd ef á
þarf að halda.
Guðbrandur er ekki í hefðbundnum
líknarfélögum eða karlaklúbbum svo
vitað sé. Hann hefur tilhneigingu til
þess að láta áhugamál og slíkt víkja
fyrir vinnunni en starf hans tekur allan
tíma sem aflögu er. Hann vinnur af-
skaplega mikið og lengi hefur starfið
falið í sér töluverð ferðalög svo aug-
ljóst er að áhugamál og þess háttar
situr á stundum á hakanum. Guð-
brandur er reglumaður sem hefur
áhuga á útivist og fer í gönguferðir sér
til heilsubótar. Hann hefur gaman af
veiði og stundar stangveiði þegar tími
gefst til sem er reyndar æ sjaldnar á
hinum seinni árum. Hann stundar
37