Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 38
Tíu vetra foringi og hörkugóð fjárfesting, graðfolinn Orri frá Þúfu. Knapi er Gunnar Arnarson. Myndin var tekin á fjórðungsmóti hestamanna á Hellu sl. sumar. Sameignarfélag var stofnað utan um Orra árið 1992. ORRIGERIR BETUR EN Fjárfestingar ígraöfolum eru áhættusamar. Hlutur í Orra frá Þúfu hefur samt að hafa löngum verið stunduð lífleg viðskipti í tengslum við hestamennsku og ganga hest- ar kaupum og sölum fyrir álitlegar fjárhæðir. Þeir, sem stunda ræktun og eiga góðan fola, geta auk þess þén- að á því að selja aðgang að honum, þ.e. hleypt hryssu undir hann. Þessi viðskipti hafa mestmegnis verið stunduð á einstaklingsgrundvelli þar sem hestur er yfirleitt í eigu eins aðila sem ber allan kostnað af rekstri hans og hirðir gróðann eða ber tapið eftir atvikum. En með aukinni eftirspum eftir úrvalshestum, ekki síst erlendis frá, hefur verð þeirra hækkað stöð- ugt. Er svo komið að varla er á færi eins aðila að kaupa slíka gripi eða reka þá. Síðastliðin ár hefur því orðið sú breyting í hestabransanum að stofnuð hafa verið sameignafélög um einstaka hesta og þau nánast verið rekin eins og hvert annað fyrirtæki. Ganga hlut- ir í hestum þá kaupum og sölum og MYNDIR: EIRÍKUR JÓNSSON reikna eigendur út arð af hlutum sín- um á sama hátt og af verðbréfum. Bera þessi sameignafélög yfirleitt nafn hestsins. Eitt þekktasta og jafnframt ábata- samasta dæmið í þessum efnum er sameignafélag sem stofnað hefur verið utan um stóðhestinn Orra frá Þúfu, Vestur-Landeyjum. Þeir, sem keyptu hlut í Orra á sínum tíma, hafa fimmfaldað verðgildi síns hlutar nokkrum árum. En áður en við snúum okkur að gæðingnum Orra frá Þúfu er rétt að skýra hvernig þessi sameigna- félög eru rekin. 38

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.