Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 41

Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 41
400 MANNS EIGA HLUTI Talið er að nærri 400 manns eigi hluti í hestum í gegnum sameignarfélög. Félög hafa verið stofnuð utan um nokkra þekkta graðfola á undanförnum árum. eru ekki trygging fyrir aðgangi að Orra. Eru hryssurnar sérstaklega valdar með tilliti til kynbóta. Þannig sóttu eigendur 40 hryssa um afnot af hlut í Orra í vor en aðeins 10 fengu. Sigurður dvelur við þá hugmynd að leyfa markaðsöflunum alfarið að ráða hvað greitt sé í folatoll. „Það væri kannski réttara að reka þessi félög sem hlutafélög og láta arð- semissjónarmiðið eitt ráða ferðinni. Þá yrði einfaldlega auglýst eftir til- boðum í hlutina 10 og þeim hæstu tekið. Þá færum við að sjá 200-250 þúsund í folatolla og yfir 2 milljónir á ári í stað 600 þúsunda." Sigurður tekur fram að í núverandi fyrirkomulagi felist ákveðin fyrir- hyggja. Hún sé mjög skiljanleg út frá ræktunarsjónarmiði en kannski ekki hægt að standa á henni til lengdar. Þessi mál væru sífellt til umræðu. „Núverandi fyrirkomulag kemur hestinum til góða þar sem hann fær undir sig góðar hryssur og hækkar á arfgengislista eða í Blup-einkunn. Annars fengi hann kannski bara undir sig misgóðar hryssur í eigu forrríkra hestaeigenda." EN ERU HLUTIR í 0RRA FALIR? „Það væri óðs manns æði að selja hlut í Orra á nefndu verði eða á 500 þúsund. Eigandinn getur verið að selja folald á sama verði ár eftir ár. Hluturinn er ævilöng eign og ég efast ekki um að hluthafarnir hafi nú þegar fengið sína peninga margfalt til baka,“ segir Sigurður. HAGKVÆMT F0RM Viðmælendur Frjálsrar verslunar eru sammála um að þetta nýja eignar- og rekstrarform á góðum hestum sé mjög hagkvæmt. Það sé mun léttara fyrir einstaka aðila að eignast hlut í góðum hesti á þennan hátt. Áhættan dreifist og trygging fæst fyrir notkun. Þá séu menn mun betur í stakk búnir að taka erlendri samkeppni. Milljóna- mæringar geti komið hingað og valið hesta eins og sælgæti í hillu meðan hérlendir áhuga- menn horfi bara á. Hérlendir einstakl- ingar eigi ekkert í þá samkeppni nema með stofnun félaga eins og þeirra sem hér er getið. feigurfráFlugumýri ásamt afltvæmum. 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.