Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 44

Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 44
Halldór Briem er hótelstjóri á Hilton hótelinu í höfuóborg Kína, Bejing. Hann kom þangað fyrir fjórum árum og hefur byggt hótelið upp frá grunni. Hann er kvæntur griskri konu. Eftir blaðaviðtal í Grikklandi er hún alþekkt sem griska konan í Bejing. En eftirþetta viðtal erHalldór hins vegar íslenski maðurinn í Bejing Hótelið lætur ekki mikið yfir sér séð að utan. Gæti allt eins verið íbúða- blokk - ef ekki væri skiltinu fyrir að fara. En innandyra tekur við fimm stjörnu lúxushótel. □ egar ég kom hingað fyrir rúm- lega fjórum árum veitti húsið ekki einu sinni skjól fyrir rign- ingu eða roki og manni fannst langt í að það gæti orði mannabústaður," segir Halldór Briem, hótelstjóri á Hil- ton í Bejing. „Þá var ég eini starfs- maðurinn og sá um allt. “ Það er erfitt að hugsa sér þessa fyrstu daga Hall- dórs í Kína þegar maður situr á glæsi- legum veitingastað á hótelinu þar sem þjónarnir keppast við að bæta við nýj- um og girnilegum réttum á hlaðborðið og maður sér að marmaragólfin eru bókstaflega þrifin með flísatöngum. Það er ekki að efa að margir vildu upplifa ævintýralegan feril Halldórs 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.