Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 10
GÚSTIGERIR ÞAÐ GOTT í BOSTON
0gúst Gunnarsson
bakari fór til Amer-
íku fyrir nokkrum
árum til þess að reyna fyr-
ir sér í sinni grein. Sumir
hafa eflaust haldið að það
yrði erfitt að hafa ofan af
fyrir sér með bakstri í
Bandaríkjunum þar sem
menn venjast frá blautu
barnsbeini á að borða
bragðlausa, hvita kvoðu
með hnetusmjöri ofan á -
og kalla brauð með áleggi.
En Agúst hafði ekki verið
lengi vestan hafs þegar
hann hafði kennt höfúð-
borgarbúum að meta al-
mennilegt brauð. Það leið
ekki á löngu áður en bak-
aríið, sem hann vann hjá,
var valið það besta, ekki
bara í Washingtonborg
heldur í Bandaríkjunum
öllum. Og það var sjálft
USA today, útbreiddasta
dagblað Bandaríkjanna,
sem birti þennan lista.
En Agúst, eða Gústi
eins og hann er jafnan
nefndur, lá ekki á meltunni
heldur fór í nýja landvinn-
inga. Hann stofnaði, ásamt
tveimur félögum sínum,
fyrirtækið Carberry’s.
Saman opnuðu þeir kaffi-
hús og bakarí í Boston,
einni evrópskustu borg
Bandaríkjanna. Þar kunna
innfæddir að meta alvöru
brauð og bakkelsi, en óvíða
eru betri bakarí í Vestur-
heimi. Þeir félagarnir
fundu húsnæði mitt á milli
háskólanna Harvard og
M.I.T., gamla smurstöð, og
ákváðu að þar skyldu þeir
byrja rekstur á „evrópsku
kaffihúsi“.
Þeir létu það ekkert
stoppa sig þótt fram-
Hjónin Rósella og Gústi á veröndinni.
í Carberrýs stílnum.
TEXTIOG MYNDIR:
Benedikt Jóhannesson
10