Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 18

Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 18
FORSÍÐUEFNI KONUNGU Friðrik Þór Friðriksson hefur gríðarleg völd í íslenskri kvikmyndagerð. Hann á Islensku kvikmyndasam- steypuna sem kemur að gerð alira leikinna íslenskra bíó- mynda um þessar mundir. Fyrirtækið hefur velt tæpum milljarði frá stofnun þess árið 1990. FV-mynd: Geir Ólafsson. KÓNGURINN Á DJÖFLAEYJUNNI Djöflaeyjan er síðasta kvikmynd Friðriks Þórs og staðfest- ir stöðu hans sem konungsins í íslenskum kvikmyndaiðnaði. I þeirri atvinnugrein ber hann ægishjálm yfir alla aðra, enda má segja að ekkert annað fyrirtæki fáist við gerð leikinna ís- lenskra kvikmynda um þessar mundir. Islenska kvikmynda- samsteypan kemur með einum eða öðrum hætti að gerð allra kvikmynda sem er verið að gera á Islandi eða stendur til að gera. Ymist er IK framleiðandi, meðframleiðandi eða leggur fyrirtækjum lið með því að lána þeim tækjabúnað annaðhvort til töku eða eftirvinnslu. Meðal verkefna, sem IK er með í farvatninu á ýmsum stig- um, má nefna næstu kvikmynd Friðriks Þórs sem verður tek- in og unnin á Irlandi nær eingöngu fyrir erlenda aðila. Ari □ jöflaeyjan, kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson, sló aðsóknarmet á síðasta ári en um 70 þúsund manns komu í bíó til að lifa sig inn í líf fólksins í braggahverf- inu. Þetta er besta aðsókn sem íslensk kvikmynd hefur feng- ið í rúman áratug og þarf að leita allt aftur til þess tíma sem stundum er kallaður íslenska kvikmyndavorið til þess að finna hliðstæður. Þá, á árunum 1975-1985 vildu allir sjá íslenskar kvikmyndir og söngva- og gleðimyndin Með allt á hreinu dró til sín 120 þúsund áhorfendur. Gamanmyndirnar Dalalíf og Nýtt líf náðu svipuðum árangri en um 100 þúsund manns komu til að sjá þær. Friðrik Þór Friðriksson var fyrir fáum stœrsta og eina fyrirtækisins á Islandi sem Kristinsson, myndatökumaður, samstarfsmaður og vinur Friðriks til margra ára, hyggst ráðast í gerð kvikmyndar sem heitir Stikkfrí. Júlíus Kemp er að ljúka mynd sem heitir Blossi, Hilmar Oddsson ætlar að gera kvikmynd sem heitir Sporlaust, svo fátt eitt sé nefnt. Allar þessar myndir eru tengdar IK en misjafnlega mikið. Alls eru ellefu leiknar kvik- myndir á ýmsum stigum vinnslu sem Islenska kvikmynda- samsteypan kemur mismikið nálægt. Djöflaeyjan sló aðsóknarmet á íslandi á síðasta ári. ís- lensk kvikmynd hefur ekki fengið svo mikla aðsókn frá því að Með allt á hreinu var sýnd fyrir 14 árum. GETURÐU LANAÐ MER,..? Leiðir til að fjármagna gerð kvikmynda eru einkum þrjár. Hægt er að sækja um slyrki til Kvikmyndasjóðs íslands, Nor- ræna kvikmyndasjóðsins og Evrópska kvikmyndasjóðsins, Eurimages. Allir þessir sjóðir ^ setja ýmis skilyrði fýrir lánveit- ingu, t.d. vilja þeir sjá vilyrði frá öðrum sjóðum, vilja að um- sækjandi sé með tiltekið hlut- TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.