Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 24
RÁÐHERRAR DÆMDIR! DAVÍÐ ODDSSON ★★★★ Árni um Davíð Oddsson forsætisráðherra: „Davíð hefur ótvíræða leiðtogahæfileika og óvenjulega gott pólitískt nef - eða innsæi í pólitík, eins og það er kallað. Það er mjög mikilvægur eigin- leiki hjá stjórnmálamanni. Hann virðist skynja vel púlsinn í kringum sig. Hann er prímadonna - en hann á líka að vera það, hann er í þeirri stöðu. Mér finnst helsti galli hans vera hversu illa hann þolir gagnrýni og jafnvel mótlæti. Eitt liggur hins vegar fyrir með Davíð; hann er harður í Davíð Oddsson forsætisráð- horn að taka Og það herra. „Miklir leiðtogahæfi- treður honum enginn leikar en þolir illa gagn- um tær Hann hefur ^01' skoðanir og þorir að fylgja þeim eftir. Mín tiliinning er sú að geri einhver eitthvað á hans hlut þá gleymi hann því ekki - og ég er efins um að það sé góður eiginleiki hjá stjórnmálamanni. Hins vegar PRÍMADONNA Davíð hefur óvenjulega gott pólitískt nef - eða innsæi í pólitík, eins og það er kallað. Hann virðist skynja vel púlsinn í kringum sig. Hann er prímadonna - en hann á líka að vera það, hann er í þeirri stöðu. - Árni Gunnarsson sýnist mér hann vera mikill vinur vina sinna - og það er mikilsverður eiginleiki í pólitík. Það er hins vegar galli í fari Davíðs hversu vægðarlaus hann er við menn - ekki ólíkt því sem einkenndi Ólaf Ragnar Grímsson á sínum tíma sem stjórnmálamann. Hann hefur hins vegar stýrt þessari ríkisstjórn vel. Mér finnst Davíð vera hæfur og hann hefur náð því sem margir forsætisráðherrar ná ekki; að sýna ráðherr- um sínum trúnað. Eg man að minnsta kosti ekki eftir neinu atviki varðandi ráðherra Framsóknarflokksins þar sem að Davíð hefur komið í bakið á mönnum. Eink- unn: Eg gef honum tjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rikisstjórn hans nær árangri og er góð.” HALLDOR ÁSGRÍMSSON Guðlaugur Þór um Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra: „Halldór er traustur. Það er hans helsti kostur. Og traustir menn eru ævinlega góðir í samstarfi. Enda hefur það komið á daginn í þessu stjórnarsamstarfi. Hann er ótvíræður leiðtogi Fram- sóknarflokksins og það gef- ur honum sjálfstraust. Eg held að flestir geti verið mér sammála um að hann sé fremur hægur maður. Hann mætti vera líf- legri í framkomu - og það verður ör- ugglega seint sagt um Halldór að hann sé einhver poppari, En það hefur gefist hon- um vel að vera hægur og traustur. Að minu mati eru helstu gallar hans þeir að hann sýnist fremur þungur i skapi - og það virðist vera svo að hann geti pirrast við tiltölulega litla og ómerkilega gagnrýni. I slíkum tilvikum mætti hann sýna meiri lagni. Almennt finnst mér frekar litið hafa reynt á Halldór í ríkisstjórn- inni. Það hefur ekki mikið verið í gangi í utanríkisráðu- Halldór Ásgrimsson ut- anríkisráðherra. „Afar traustur en þarf lítið til að pirrast í skapi.” 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.