Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 26
STJORNMAL
galli. Hann kemur mér ekki fyrir sjónir sem mikill hug-
sjónamaður í pólitík - og það finnst mér afar slæmt.
Hann er ekki maður stórra breytinga og markmiða sem
veit upp á hár hvert hann stefnir
og hvað hann ætlar sér.
Þrátt fyrir alúðlega
framkomu, sem
fleytir mörgum
ansi langt í stjórn-
málum, fínnst
mér eins og að
Guðmundur hafi
lent í hálfgerðum
ógöngum í of
mörgum málum -
og sem hafa ekki
gefið neitt tilefni til
vandræðagangs.
Þetta ber keim af
klaufaskap. Stóra mál-
ið, sem hann brást í,
var gerð hins nýja bú-
vörusamnings. Þar
glutraði hann niður tækifæri til að ná fram meiri sparn-
aði fyrir ríkissjóð og aukinni samkeppni í greininni.
Sama má segja um úreldingu Mjólkurbúsins í Borgar-
nesi. Þar var lokað fyrir möguleika á auknu frjálsræði í
atvinnumálum þjóðarinnar.
Guðmundur Bjarnason, land-
búnaðar- og umhverfisráð-
herra. ,,Afar geðþekkur en
kraftlítill.”
Þá fannst mér hann skorta röggsemi sem umhverfis-
ráðherra þegar byggingu nýs álvers á Grundartanga var
mótmælt í vetur. Þar átti hann að koma sínum sjónar-
miðum að, skýrt og örugglega, og ljúka því máli. Það
var eins og aðrir ráðherrar kláruðu það mál fýrir hann.
Ennfremur lenti hann í basli þegar hann flutti Land-
mælingar upp á Akranes. Umhverfismál eru eitt helsta
hagsmunamál þjóðarinnnar og mér finnst þeim ekki
hafa verið gert nægilega hátt undir höfði undir hans
stjórn. Það eru breyttir tímar í stjórnmálum. Fólk vill
stjórnmálamenn með lausnir - menn sem eru tilbúnir til
að fara í slag, láta bijóta á málum - og framkvæma; full-
vissir um að það muni skila sér síðar. Einkunn: Ég gef
Guðmundi tvær stjörnur. Hann vantar kraft og mark-
mið.”
BJÖRN BJARNASON +*i
Arni um Björn Bjarnason menntamálaráðherra:
„Björn er mjög vinnusamur ráðherra og það er hans
helsti kostur. Sömuleiðis virðist hann mjög nákvæmur
og velta málum mikið fyrir sér. Hann sýnist hafa mikinn
metnað til að standa sig vel sem stjórnmálamaður. Þótt
ég telji nákvæmni í vinnubrögðum honum til tekna þá
finnst mér hann gjarn á að ganga oft of langt í þeim efn-
um og verða fýrir vikið mjög smámunasamur. Smá-
munasemin er raunar hans helsti ókostur.
Ég tel að Birni hafi ekki tekist að nýta sitt ráðuneyti
vel. Hann hefur komið fremur seint fram með hug-
myndir um breytingar. Síðastliðinn vetur kom hann
fram með ffumvarp til laga um Háskólann. Þetta ffum-
varp var ekki samþykkt í þinginu og það þarf að vinnast
töluvert betur. í ljósi þessa velti ég því fýrir mér hvort
hann nái að virkja fólk í kringum sig nægilega vel til
A4 BLAÐ
I menntamálunum finnst mér hins
vegar vera kominn tími til - og það fyrir
löngu - að taka lítið A4 blað og
skrifa niður lista um það hvernig
menn vilji sjá menntakerfið.
Það þarf að stokka þetta kerfi upp.
Þetta hefði ég viljað sjá Björn gera.
- Árni Gunnarsson
Kannski litast
mín afstaða dálítið
af því að ég hafði
miklar væntingar
til Björns þegar
hann byrjaði sem
ráðherra. Nú leitar
sú spurning á mig
hvort Björn sé í réttu
1 áðuneyti. Björn Bjarnason menntamála-
, ráðherra. „Vinnusamur en
Ut frá mörgum smámunasamur.”
greinum hans að
dæma sýnist hann
hafa mestan áhuga á utanríkismálum - og mun meiri en
á menntamálum. Stundum hafa þær vangaveltur komið
upp að hann verði næsti foringi í Sjálfstæðisflokknum,
næsti leiðtogi hans og taki við af Davíð, en ég held að
svo verði ekki. Einkunn: Ég gef honum tvær og hálfa
stjörnu.”
starfa - eða hugsar hann þannig að hann ætli sér að
vinna þetta allt saman sjálfur. Sú spurning vaknar hvort
ekki sé hægt að nýta þetta ráðuneyti betur. í menningar-
málum hefur Björn staðið sig vel. í menntamálunum
finnst mér hins vegar vera kominn tími til - og það fýrir
löngu - að taka eitt lítið A4 blað og skrifa niður lista um
það hvernig menn vilji sjá mennta-
kerfið. Það þarf að byija upp
á nýtt og stokka þetta
kerfi upp. Þetta hefði
ég viljað sjá Björn
gera.
26