Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 29

Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 29
STJÓRNMÁL miðlum - sem og öll vinnbrögð gagnvart fjölmiðlum. Hann hefur skapað sér ákveðna ímynd í þeim. Hún er örugg - en einnig fjarræn. Hann hefur ævinlega rétta framkomu fyrir framan sjón- varpsmyndavélar, en segir aðeins það sem hann ætlar að segja fyrir- fram - ekkert meira. Fyrir vikið er erfitt að ráða í hann. Eg man ekki eftir neinum sérstök- um afrekum hjá Þorsteini í starfi. Stundum hefur því verið velt upp hvort hann sé of hallur und- ir Kristján Ragnars- son, formann LIU, varðandi stjórnun fiskveiða. Eg held ekki. Hann hefur hins vegar ekki hleypt af stað nauðsynlegri umræðu um kvótakerfið og veiðileyfagjaldið. Hann hefur ekki opnað fyrir nýjar hug- myndir. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. „Ytirvegaður en gárar ekki vatnið.” anna eins og þeir eru klæddir og segja hlutina beint út, tala íslensku, eins og það er stundum nefnt. Páll virðist mjög óhræddur við að segja sína skoðun þótt hún falli fólki ekki í geð. Sem félagsmálaráðherra hefur hann komið skemmti- lega á óvart. Eg átti satt að segja ekki von á miklu frá honum í þessu stjórnarsamstarfi. Aður en hann varð ráðherra gat hann aldrei ílutt ræðu án þess að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn og allt það sem hann stendur fyrir. Þótt aðeins séu liðin tvö ár af kjörtímabilinu virðast við- horf hans, eins og til dæmis gagnvart félagslega hús- næðiskerfinu, eiga meiri samleið með Sjálfstæðisflokkn- um en viðhorf Alþýðuflokksins. Hjá krötunum var það KLÆDDUR Þótt ég teljist ekki til aðdáenda Páis - og sé yfirleitt á annarri skoðun en hann í stjórnmálum - þá virði ég hann fyrir að segja skoðun sín tæpitungulaust og koma til dyranna eins og hann er klæddur. - Guðlaugur Þór Þórðarson Halldór Ásgrímsson hóf sl. haust umræðu á flokks- þingi Framsóknarflokksins um að vel mætti skoða þann kost, ef kvótinn yrði aukinn eins og nú hefur orðið raun- in, að ríkið seldi þennan viðbótarkvóta á markaði - en út- hlutaði honum ekki ókeypis til þeirra útgerðarmanna sem ættu kvóta fyrir. Menn urðu almennt glaðir að það skyldi einhver ráðherra í ríkisstjórninni ljá máls á nýjum hugmyndum varðandi sjávarútvegsmálin. I þessum efn- um mætti Þorsteinn taka sig á. I raun virkar Þorsteinn orðið á mig sem farsæll emb- ættismaður en ekki sem áhugasamur pólitíkus. Eg skil hann á vissan hátt, hann er einu sinni fyrrverandi leið- togi Sjálfstæðisflokksins. Það hlýtur að vera erfitt fyrir hann að taka þátt í leiknum í skugga Davíðs. Einkunn: Eg gef honum tvær og hálfa stjörnu - ekki meira.” PÁLL PÉTURSSON ★★★ Guðlaugur Þór um Pál Pétursson félagsmálaráð- herra: „Páli Péturssyni verður örugglega seint lýst sem nútímalegum stjórnmálamanni! Helstu kostir hans liggja í sterkum persónuleika; hann er harður í horn að taka. Hann telst vera íhaldsmaður með öllum þeim kost- um og göllum sem því fylgir. Hann er kjördæmisþing- maður af gamla skólanum. Eg vil orða þetta þannig að hann sé af ákveðinni „tegund” stjórnmálamanna sem sé að hverfa - og koma líklegast ekki aftur fram á sjónar- sviðið. Það er mikill kostur þegar menn koma til dyr- sjónarmið áberandi að miklu fleiri félagslegar íbúðir væru á Norðurlöndunum og því ættum við að stórauka byggingu slíkra íbúða. Páll virðist vera að skoða alvöru lausnir. Sömuleiðis er Húsnæðisstofnun honum ekki eins heilög kýr og krötunum - þó svo að mér finnist miða allt of hægt hjá honum í að ganga alla leið og leggja Húsnæðis- stofnun hreinlega niður. Hún er óþörf. Páll ætl- aði að taka húsbréfin út úr stofnuninni í apríl sl. en hefur enn ekki komið því í verk - því miður. Þótt ég teljist ekki til aðdáenda Páls - og sé yfirleitt á annarri skoðun en hann í stjórnmálum - þá virði ég hann fyrir að segja skoð- un sín tæpitungu- laust og koma til dyranna eins og hann er klæddur. Einkunn: Eg ætla að vera mjög örlát- ur í stjörnugjöf og gefa honum þrjár stjörnur, mest vegna þess að ég held að honum takist að breyta hús- næðiskerfinu.” H3 Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. „Ekki nútímalegur en talar „íslensku”.” 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.