Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 30

Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 30
Þremenningarnir á þaki heimsins, á tíndi Everest, og flagga Samskipafánanum. Hærra verður ekki komist. Mynd: Auglýsingastofan Gott fólk. Á TOPPINN MEÐ.„? Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskiþa, hefur klifið fiöll. Hann skildi því vel langanir þriggja ungra manna sem vildu ab Samskiþ styrkti þá til þess aó klífa Everest. En hvað ersvona sterkt við ímynd fiallgöngumanna í auglýsingum? rír ungir íslendingar, Hall- grímur Magnússon, Björn Olafsson og Einar Stefánsson stóðu á tindi Everest 21. maí 1997, fyrstir Islendinga. Þjóðin fylgdist vik- um saman með hverju skrefi í leið- angrinum á alnetinu og síðum Morgunblaðsins og í Ríkisútvarpinu og tók á móti köppunum með fagnað- arlátum þegar þeir sneru heim sem þjóðhetjur. Allan tímann voru áhorfendur og aðdáendur rækilega minntir á að þetta ofurmannlega afrek hefði aldrei verið unnið nema með tilstyrk Sam- skipa, Pósts og síma, Morgunblaðs- ins, RÚV, Skátabúðarinnar og Foldu á Akureyri. Þetta voru stærstu „sponsorarnir" eða bakhjarlar leiðangursins, sem kostaði lauslega áætlað 2.5 milljónir á mann, en margir fleiri komu við sögu með beinum eða óbeinum hætti. Langstærsti einstaki styrktaraðili leiðangursins var Samskip sem lagði fram tvær og hálfa milljón í beinan styrk. Sé annar kostnaður beinlínis tengdur verkefninu, s.s. sendingarkostn- aður, aukafargjöld og fleira, talinn með fer upphæðin í 3 milljónir. Aðrir styrktaraðilar fóru margir þá leið að leggja leiðangursmönnum til búnað eða tæki, t.d. Póstur og sími. SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Páll Ásgeir Ásgeirsson 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.