Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 34

Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 34
VEITINGAREKSTUR vandaðan stað að ræða með mat frá Kóreu. „Við höfum verið að byggja upp reksturinn hér. Samkeppnin hefur verið grífurlega hörð við annan veit- ingarekstur því að það eru svo margir veitingastaðir. Okkar sérsvið er kór- eanskur matur og við pössum að gæð- in séu alltaf númer eitt,” segir Kim. ÞOLA MEIRA KRYDD Aðstæður hafa að sjálfsögðu breyst mikið síðustu 15 árin frá því fyrstu □ etta er bara áhugamál hjá mér. Þetta byijaði þegar ég var í Sviss 1972. Þá var ég að vinna mikið í veitingahúsum og hjálpa vin- um mínum. Þá fékk ég áhuga á veit- ingarekstri,” segir Gilbert Yok Peck Khoo, eigandi kínverska veitingastað- arins Sjanghæ við Laugaveg. Gilbert hefur mörg járn í eldinum. Hann rek- ur austurlensku matvöruverslun- ina Kryddkofann auk þess sem hann mun fljót- lega opna sinn þriðja matsölu- stað, Bamboo, í Mjóddinni í Reykjavík. Þar verður um skyndi- bitastað með aust- urlenskan mat að ræða. Gilbert er fæddur og uppal- inn í Malasíu en foreldrar hans eru frá Suður- Kína. Hann kom í fyrsta skipti til Is- lands sem ferðamaður árið 1974, dvaldist hér í nokkra mánuði og fór svo til Englands í verkfræðinám en kláraði það ekki. Hann hafði hitt ís- lenska konu, eignaðist með henni son staðirnir voru settir á laggirnar. Kim segir að Islendingar þoli nú meira krydd en áður, enda fari þeir út að borða í auknum mæli. Staðirnir séu þó allt of margir miðað við mannfjölda en hann á þó ekki von á því að þeim fækki mikið, nýir rekstraraðilar komi alltaf inn í stað þeirra sem hætta. Hann segist lítið hafa hugsað um framtíðina, býst bara við að sam- keppnin haldist svipuð eða aukist lítil- lega. Hann ber þó engan kvíðboga íyr- ir framtíðinni. S9 1975 og flutti alkominn hingað árið 1978. Þá fór hann í íslenskunám við Háskólann, vann í fiski og fór á sjóinn. Hann var kokkur hjá Eimskip þar til hann keypti austurlenska matvöru- verslun við Suðurlandsbraut 6 árið 1982. Þar með var sjálfstæður rekstur hafinn. Reksturinn fór smám saman að vinda upp á sig og stofn- aði Gilbert Kryddkof- ann árið 1983 til að svara eftir- spurn mark- aðarins eftir austurlensk- um krydd- um og mat- vöru og ekki síður til að sjá matsölu- stöðum sín- um fyrir nauðsynlegu hráefni. Árið 1985 var Sjanghæ stofnað og árið 1989 var Asía við Laugaveg stofnað. Gilbert var í mörg ár í samstarfi við Kára Tran, sem nú er eigandi Asíu, en þeir ráku saman báða staðina, Sjanghæ og Asíu, fram til 1993 að þeir skiptu upp rekstrinum. Árið 1995 stofnaði Gilbert Fú Man Chú við Grensásveg. ERFITT AÐ FÁ FJÁRMAGN „Við erum fýrsta ekta kínverska veitingahúsið í Reykjavík og á Islandi. Hin veitingahúsin, Drekinn og Mandarín, sem voru fyrir, voru ekki alveg 100 prósent kínversk,” segir Gilbert og játar að á þessum tíma haíi ekki verið auðvelt íyrir mann af er- lendum uppruna að nálgast nauðsyn- legt ijármagn til að byija í veitinga- rekstri. I bönkum hafi gilt reglan: Maður sem þekkir mann. Þetta hafi þó tekist og reksturinn hafi gengið vel strax frá upphafi. Um 1980 voru allir að reyna að gera eitthvað nýtt í veitingarekstrin- um því að Islendingar voru orðnir leiðir á hefðbundnu steikinni. Fólk hafði prófað kínverskan og asískan mat í útlöndum og vildi fá svona mat heima. Gilbert segir að á þessum tíma hafi ekki svo margir farið út að borða en það hafi breyst mikið síðustu ár. Undanfarin fimmtán ár hafi fleiri og fleiri lært að fara út að borða, sam- keppnin hafi aukist í samræmi við það og verðið lækkað þó að hráefnið hafi hækkað lítillega í verði. TEKJURNAR ERU SVIPAÐAR „I janúar og febrúar er dauður tími og reksturinn gengur erfiðlega. Þá verður maður að gera eitthvað til að laða að fólk. Reksturinn hefur breyst mjög mikið undanfarin ijögur, fimm ár vegna þess að kaffihúsin hafa sprottið upp. Það þýðir meiri samkeppni. Þeg- ar við byrjuðum fóru fáir út að borða. Nú er meiri traffík inn en minni sala. Gestunum hefur Ijölgað en tekjurnar eru svipaðar,” segir Gilbert. Veitingareksturinn hér á landi er einfaldari en erlendis, að sögn Gilberts. „Hér fer fólk íremur sjaldan á veitingastaði. Erlendis sækir fólk veitingahús hins vegar mun meira. Þar fer það kannski ijórum sinnum á viku út að borða á veitingahúsi,” segir hann og bætir við að margir verði mjög hissa á því að það gangi vel að reka veitingahús i jafn lítilli borg og Reykjavík. - En hversu mikil er samkeppnin milli veitingastaða? Gilbert Yok Peck Khoo, eigandi Sjanghæ: GESTUM HEFUR FJOLGAÐ Sjanghæ er fyrsti ekta kínverski veitingastað- urinn á íslandi - Drek- inn og Mandarfn náðu því ekki alveg. Veit- ingahúsum hefur fjöig- að, gæðin hafa aukist og tilboð eru fjöl- breyttari. - ýMent 'Kfoð' 34

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.