Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 36

Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 36
VEITINGAREKSTUR harðnandi samkeppni og stöðugt fleiri veitingastöðum, ekki bara kín- verskum. Alls kyns veitingastaðir eru við Nýbýlaveginn, sem veita sam- keppni, auk þess sem kínversku veit- ingastaðirnir eru mjög margir og samkeppnin því mest þar. VERÐH) ENN ÞAÐ SAMA Teitur segir að kinversku staðirnir hafi aðeins verið þrír til fiórir fyrir tíu árum en nú séu þeir að minnsta kosti tíu talsins fyrir utan ýmsa aðra veit- ingastaði, til dæmis með tælenskan mat. Slfldr staðir veiti mikla sam- keppni, sérstaklega þeir tælensku, Qhandrika Gunnarsson hefur rekið indverska veitingastað- inn Austur-Indíafielagið við Hverfisgötu frá 1994 að hún keypti staðinn ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Gunnarssyni. Staðurinn nefndist þá Taj Mahal og hafði verið í rekstri um nokkurt skeið, taldist vera með indverskan matseðil. Chandrika rak staðinn í nokkra mánuði, eldaði matinn og reyndi að fá viðskiptavinina til að segja sér hvað þeir vildu. Sjálf var hún ekki ánægð með staðinn og þá matargerð sem þar fór fram enda alin upp við ekta indverska matargerð á heimaslóðum sínum í Suður-Indlandi. Eftir nokkurra mánaða rekstur breyttu Chandrika og maður hennar staðnum og matseðlinum að indversk- um hætti, eins og Chandrika best þekkti til, og réðu til sín færan kokk frá Indlandi. Þau fengu strax frá upp- hafi krydd og ýmislegt hráefni beint frá Indlandi og lögðu strax áherslu á að hafa fyrsta flokks þjónustu og frá- bæran mat fyrir milliverð. Þegar rætt er við Chandriku kemur strax í ljós að hún hefur þaulhugsað reksturinn. Hún hefur ákveðnar skoðanir og stefnir hátt með reksturinn. wmmmmmmmmmmmmmmmummmm enda sé matargerðin svipuð þeirri kin- versku. „Fólk fer í steikhús og borgar 2.000 krónur fyrir eina steik. Hjá okkur fær það rétt dagsins, fiórrétta máltíð fyrir 1.250 krónur. A tíu árum hefur hráefn- ið hækkað í verði og launin líka en við erum ennþá með sama verðið,” segir hann og bætir við að samkeppnin harðni því enn eigi eftir að opna fleiri staði. -Hvernig ætlar hann að mæta því? „Við sjáum bara til hvað hinir gera. Við fylgum bara með. Eg fer ekki í stríð nema hinir fari í stríð,” svarar hann. S3 Chandrika er sú yngsta í þessum hópi veitingamanna af erlendum upp- runa, aðeins 33ja ára gömul með próf í hagfræði og alþjóðafræðum, lauk meistaraprófi í alþjóðatengslum og alþjóðavið- skiptum frá há- skóla í Banda- ríkjunum. Veit- ingastaðurinn er sameign þeirra hjóna þó að Chandrika sjái fyrst og fremst um reksturinn. Þegar þau keyptu veitinga- staðinn höfðu þau í huga að gjörbreyta hon- um. Þau héldu gamla nafninu og gamla matn- um í þijá mánuði þó að Chandrika væri alls ekki nógu ánægð með það áður en þau lögðu til atlögu. „Við reyndum að spá í það hverjir viðskiptavinir okkar væru. Eg talaði við viðskiptavinina til að vita hverju þeir væru á höttunum eftir þegar um indverskan mat væri að ræða, til að vita hveijar væntingar þeirra voru. Það kom í ljós að þeir vildu fá ind- verskan mat, sem bragðaðist eins og hann myndi bragðast á Indlandi. I október 1994 breyttum við matseðlin- um og fórum að bera fram mat eins og ég var vön frá uppvaxtarárum mín- um í Indlandi. Við fáum krydd beint frá Indlandi, beint frá foreldrum mín- um sem rækta krydd,” segir Chand- rika. VARÐ ALVÖRU STAÐUR „I janúar 1995 kom svo kokkurinn okkar frá Indlandi. Þetta varð alll til þess að þetta varð alvöru indverskur staður. Strax um sumarið fóru við- skiptin að ganga vel. Við fengum svo mikla athygli þegar við lentum í hópi fiögurra eða fimm bestu veitingastaða hjá Dagsljósi,” segir Chandrika. -Var erfitt að byija með veitinga- rekstur? ,Já, auðvitað. Það er engin spurn- ing. Það er alltaf erfitt að byija með rekstur. Eg hafði mikla trú á þessum rekstri. Eg hafði trú á því að Islending- ar þekktu til indverskrar matargerðar og létu ekki bjóða sér að fá á diskinn indverskan mat sem aðeins væri það að nafninu til því að þeir hefðu borðað ind- verskan mat er- lendis. Ég vissi að fólk vildi prófa og kynni að meta góðan indverskan veitingastað. Það bætir alltaf kryddi í þjóðfé- lagið að hafa öðruvísi eld- hús,” segir hún. Erfiðleikarn- ir fólust eink- um í tvennu. í fyrsta lagi þurfti að kveða niður það orð sem fór af staðnum frá fyrri rekstri um að þar væri lélegur matur og staðurinn alltaf tómur. í öðru lagi BHBHHHBBBBIHBBBBBB9SÍI Chandrika Gunnarsson, eigandi Austur-Indíafjelagsins: ÞAULHUGSAR REKSTURINN / janúar 1995 kom kokkurinn okkar frá Indlandi. Þá fyrst varð þetta alvöru indversk- ur veitingastaður. Þegar um sumarið fóru viðskiptin að ganga vel - við feng- um svo mikla athygli. 36

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.