Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Page 41

Frjáls verslun - 01.05.1997, Page 41
VEITINGAHUS heppnist verða tónarnir að falla vel saman. Hann raðar saman ýmsum bragðtegundum svo að úr verður spennandi bragðsinfónía. Annað séreinkenni veitingastaðar- ins Við Tjörnina er að eiginlega er ekki til neinn fastur matseðill. Hann breytist stöðugt, fer eftir hvað er til og hvað er best á markaðnum hveiju sinni. Við Tjörnina er fiskveitingahús. Helstu kostir staðarins eru spennandi og óvenjulegir réttir, matseðill sem er í stöðugri endurnýjun og ferskt og gott hráefni. Sjálfar veitingastofurnar minna á reykvískt yfirstéttarheimili á fyrstu árum aldarinnar. Sigríður, eiginkona Rúnars, er framkvæmdastjóri staðar- ins og vakir yfir öllu haukfránum aug- um, en stjórnar þó liði sínu mildri og móðurlegri hendi. Sigríður er höfund- ur þess hlýlega andrúmslofts sem ein- kennir Við Tjörnina. Eins og gefur að skilja eru Rúnar og menn hans góðir í fiskinum en einnig í allri villibráð. Þá er það mikill kostur við þetta ágæta fiskveitingahús að þar er hægt að fá ljúffenga græn- metisrétti. Verðlag er frekar sann- gjarnt og mjög gott ef miðað er við Rúnar Marvinsson hefur algjöra sérstöðu á meðal íslenskra matreiðslu- manna. Hann er meistarakokkur, en nam kúnstina ekki í Hótel- og veitinga- skólanum heldur í skóla lífsins. FV-myndir: Geir Ólafsson. bikkju, fyllta með rækjum og Brie kemur jafnan aftur til baka endur- osti, eða þá hunangsristaðan steinbít nærður og með nýjar hugmyndir í EINS OG TONSKALD Staðurinn er þekktur fyrir Rúnar Marvinsson - og hans óvenjulegu fiskrétti. gæði matarins. Sex rétta sælkeramat- seðill er aðeins á kr. 3.950, en á seðlin- um er boðið upp á humarragú, gull- laxasúpu, svartfuglssalat með balsam- iksósu, krapís, eyfirska eldislúðu með rækjum og púrtvínssósu og að lokum blandaða eftirrétti. Það verður nú að segjast eins og er að þetta er ekki amalegur seðill. Einn af vinsælustu og þekktustu réttunum á matseðli „Tjarnarinnar” eru kryddlegnar gellur eftir kenjum kokksins. Þessi réttur bregst aldrei. Og hvað segið þið um eldsteikta tinda- með rauðlauk og kantarellusveppum? Já, það er enginn veitingastaður í Reykjavík eins og „Við 'fjörnina”, jafn- vel þótt víðar væri leitað. Það hafa stundum heyrst þær gagnrýnisraddir að meistarinn sjálfur, Rúnar Marvinsson, sé oft flarstaddur. Náttúra meistarans er nú þannig að það er honum lífsnauðsyn að skreppa af og til og renna fyrir silung. Þá kem- ur það fyrir að Rúnar er beðinn að kynna erlendis íslenska sjávarrétta- eldhúsið. Persónulega held ég að þetta komi ekki að sök. Meistarinn höfðinu. Þá er rétt að geta þess að matreiðslumenn staðarins eru einkar hæfir og ég held að ég halli ekki á neinn þó að ég nefni Gylfa Hvannberg sérstaklega í því sambandi, en hann hefur starfað með Rúnari nú í nokkurn tíma. Við Tjörnina er í einu orði sagt frábær veitingastaður sem stöðugt kemur ánægjulega á óvart. S3 Við Tjörnina, Templarasundi 3, sími: 551 8666.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.