Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 47
verið notuð. Þannig blasti Grolsch merkið lengi við á strætisvögnum og biðskýlum án þess að nokkuð væri minnst á bjór heldur léttöl sem varð að lagfæra þegar í ljós kom að Grolsch léttöl er ekki til. Það, sem sett var á odd- inn, var áfastur smellutappi sem ein- kennir flöskurnar og sumir segja reynd- ar að sé ein ástæðan íyrir vinsældum bjórsins því það henti vel fyrir drykkju utandyra að hægt sé að loka flöskunni aftur. Margir fullyrða reyndar að auglýs- ingar undir rós eins og hér er lýst hafi ekki mikil áhrif og því minni sem skila- boðin séu óljósari. Svo virðist sem innflytjendur og framleiðendur reyni helst að berjast á veitingahúsamarkaði og ná þannig til neytenda sem ekki má beina auglýsing- um að. Það virðist stundum takast og stundum ekki. Þannig eru dæmi um mjög vinsæla bjóra, t.d. Prince Christian sem er ekki seldur á veitingastöðum heldur aðeins í flöskum í ATVR og hef- ur náð 3.1% markaðshlutdeild á skömm- um tíma. Dæmi um hið gagnstæða er t.d. Pripps sem er nær eingöngu seldur í kútum þótt hann sé til í ÁTVR. Um 85% af því sem er selt af Pripps er selt á veit- ingahúsum úr krana. Sama má segja t.d. um mexíkóska Corona bjórinn sem er eingöngu seldur í flöskum á veitinga- húsum. Fulltrúi stórs framleiðanda sagði að þrátt fýrir miklar rannsóknir rynnu framleiðendur og innflytjendur mjög blint í sjóinn með það hvað réði vali við- skiptavinarins á bjórtegund. Svo virtist sem þrenns konar hegðun væri i gangi eftir því hvar verið væri að versla. í verslunum ÁTVR virtust flestir gefa sér góðan tíma til þess að velja en verð- ið hafði ekki mikil áhrif. Tryggð við einstök vörumerki virtist vera fremur llffl. Á veitingahúsum sýnast flestir kaupa það sem er á krananum og sjaldgæft er að fólk spyiji hvað sé í könnunni. í stór- mörkuðum, þar sem léttöl er selt, sýna viðskiptavinir mikla tryggð við vöru- merki, virðast kaupa inn eftir verði og velja fremur íslenskt en innflutt. Kaffi Reykjavík selur mestan bjór allra veitingastaða og þar er Víking bjór á krana. Aðrir stórir sölustaðir í hópi veitingahúsa eru Kringlukráin, Feiti dvergurinn, Astró, og Sólon íslandus en ýmsar litlar krár í miðbæ Reykjavíkur, Kaffi Reykjavík selur allra veitingastaða mest af bjór og þar er Víking bjór á krönunum. þar sem stórneytendur dvelja löngum, eru mjög drjúgar í bjórsölu. HVAÐ ERU „LYKLAGJÖLD"? Það er hægt að líta á þessar svipting- ar á markaðnum frá ýmsum hliðum en ljóst er að þetta er markaður þar sem er barist af mikilli hörku þótt baráttan fari ekki fram í auglýsingadálkum nema að litlu leyti. Svigrúm til verðbreytinga í ÁTVR er lítið og strangar reglur um þær en milli veitingahúsa er keppt um hylli gesta og þar er hugsanlega svigrúm til samkeppni. Það sýnist því augljóst að samkeppnin fer einkum fram um hylli veitingamanna og þar með hylli veit- ingahúsagesta. Þetta er ekki frábrugðið þeirri bar- áttu sem gosdrykkjafyrirtækin heyja sín á milli um hug og hjörtu kaup- manna í stórmörkuðum og verslunum og snýst um hillupláss, uppstillingar og útstillingar. Ekki er fráleitt að ætla að svipað við- gangist þegar verið er að semja við ein- staka veitingamenn um það hvaða bjór renni úr krönum þeirra ofan í þyrsta bargesti. Okeypis eða ódýr glös, glasamottur og fylgihlutir, kranar, kútar, viðhald, þjónusta og flest, sem getur greitt fýrir viðskiptunum, þykir sjálf- sagður hlutur. Reynt er að gera samning til langs tíma og í seinni tíð tíðkast að binda samninginn við magn fremur en tíma. Ekki munu vera þess dæmi að ffam- leiðendur eða innflytjendur séu beinlín- is hluthafar eða eigendur skemmti- staða. Hinsvegar taka þeir oft verulegan þátt í að koma krám á laggirnar með því að leggja þeim til barborð, stóla, kælikistur, innréttingar og greiða jafn- vel húsaleigu og auglýsingakostnað. Sumir innflytjendur geta fengið veru- legan styrk ffá erlendu framleiðendun- um til hluta af þessu tagi. Einu nafni eru slíkir peningar kallaðir „lyklagjöld" og vísast til þess að með tilstyrk þeirra komist menn inn. Bjór er verðlagður eftir alkóhólinni- haldi en kostar víðast hvar það sama yfir barborðið. Það þýðir að vertinum er kappsmál að fá sem ódýrastan bjór þ.e. sem veikastan. Þarna er komin skýring á miklum vinsældum Pripps sem er veikari en almennt gerist. Víking selur sinn vinsælasta bjór með 5% styrkleika til veitíngahúsa en 5.6% í ÁTVR. Þumal- fingursreglan er þessi: Því veikari bjór, því lægra verð og því meiri hagnaður veitingamannsins. Af dæmigerðu bjórglasi, sem rúmar 30 cl., fær framleiðandinn 18-20 krónur, 80-100 krónur eftir styrkleika renna í ríkissjóð í áfengisgjaldi og virðisauka- skatti en afgangurinn er álagning veit- ingamannsins og virðisaukaskattur. Af þessu má ljóst vera að markaðsað- stæður og markaðssetning bjórfram- leiðenda og innflytjenda á Islandi minn- ir um margt á mann sem fálmar í myrkri. Bjórinn er til sölu en það er bannað að auglýsa og erfitt að selja hann eins og aðra neysluvöru. BS 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.