Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Page 50

Frjáls verslun - 01.05.1997, Page 50
Bjarni Bjarnason hefur slýrt Kísiliðjunni við Mývatn í rúm tvö ár en sest nú í stól forsljóra Jámblendiverksmiðjunnar. HANDLAGINN GULLGRAFARI Þaö vakti umtalsverða athygli í viöskiþtalífinu þeg- ar nýr forstjóri var ráöinn til Islenska járnblendifé- lagsins á dögunum. Jón Sigurösson, sem stýrt hefur fyrirtækinu um árabil, lætur nú afstörfum fyrir aldurs sakir. Valiö á eftirmanni hans kom á óvart vegna þess aö viökomandi er ekki viöskiptafræöing- ur eöa hagfrœöingur heldur kemur úr hóþi vísindamanna. MYNDIR: GUNNAR SVERRISSON 50 etta er Bjarni Bjarnason sem um rúmlega tveggja ára skeið hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar. Kísiliðjan velti 765 milljónum sl. ár og hefur ein- hverja sterkustu eiginfjárstöðu ís- lenskra fyrirtækja en eiginfjárhlutfall hennar er 86%. Islenska járnblendifélag- ið velti 3,839 milljónum á síðasta ári. Þar vinna um 160 manns á mótí 52 í Kísiliðj- unni. Þannig er þetta nýja verkefni Bjarna að sumu leyti líkt því fyrra en allt mun stærra í sniðum. TVÍBURINN ERTVEIR MENN Bjarni Bjarnason er fæddur 4. júní árið 1956 og það staðsetur hann í merki Tvíburans. Alþýðuspeki segir að Tví- burar séu tveir menn. Annar er glað- lyndur og ör en hinn er dulur og við- kvæmur. Tvíburinn vill gjarnan vinna uppbyggingarstarf og hikar ekki við að fórna sér í þágu þess sem hann trúir á og er talinn gríðarlega vinnusamur. Um ættir Bjarna má það segja að föð- urætt hans er af Suðurnesjum. Faðir hans er Bjarni Júlíusson, vaktmaður í Reykjavík, fæddur 15.11. 1925 ættaður frá Eysteinseyri og úr Fjósakoti á Mið- nesi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.