Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 57
Bg gegni stöðu starfs-
mannastjóra um
þessar mundir en ég
tók af rúmum í morgun og
kom við í þvottahúsinu. Hér
er enginn of góður til að
bretta upp ermarnar og
ganga í þau verk sem gera
þarf,“ sagði Þorvaldur Skúla-
son, sem annast starfs-
manna- og markaðsmál á
Hótel Holti, í samtali við
Fijálsa verslun.
Þorvaldur er nýlega kom-
inn til starfa á Hótel Holti eft-
ir rúmlega átta ár dvöl er-
lendis við nám og störf.
„Ég legg mjög mikla
áherslu á samstarfið við
starfsfólkið. Við veljum okk-
ar starfsfólk af kostgæfni,
gefúm okkur tíma til að þjálfa
það og láta því líða vel. í
hveiju fyrirtæki er ákveðin
menning og við viljum kynna
hana fyrir fólkinu okkar svo
það nái að falla inn í hana.
Það eru öll störf á hóteli jafn
mikilvæg og starfsfólkinu
þarf að líða vel, ekki síður en
gestunum. Ef starfsfólkið
brosir ekki fær það gestina
ekki til þess.“
Heimsókn nr. 24
Hótel Holt var tekið í
notkun 1965. Það er lítið hót-
el með um 42 herbergi en al-
geng stærð á hóteli í Evrópu
er 300 herbergi. Hótelið
leggur mikla áherslu á
Þorvaldur Skúlason á Hótel Holti dáir óperur, finnst
gaman að ferðast og er alinn upp á hóteli.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
er MGM Grand í Las Vegas
en þar eru ríflega 5.000 her-
bergi.
„Við erum aðallega að fá
til okkar fólk í viðskiptaerind-
um og erum þess vegna ekki
mikið með hópa. Til þess er
hótelið of lítið og við viljum
frekar einbeita okkur að hin-
um hópnum. Gæði, hreinlæti
og alúð við smáatriðin eru
okkar aðalsmerki. Natni við
smáhluti á herbergjum verð-
ur til þess að gestinum líður
vel og hann er ánægður.
Þetta skilar sér í því að hann
kemur aftur. Við minnum á
til alinn upp á hótelinu því fað-
ir hans, Skúli Þorvaldsson, er
hótelstjóri þar. Þorvaldur
varð stúdent frá MH 1988 og
fór síðan til náms í Sevilla á
Spáni þar sem hann lagði
stund á spænsku og spænsk-
ar bókmenntir. Þaðan lá leið-
in til Þýskalands þar sem
hann starfaði m.a. á hóteli í
eitt ár. Það var hótel sem er
aðili að Steigenberger bókun-
arkeðjunni eins og Hótel
Holt. En Holt er einnig í al-
þjóðasamtökum lítilla hótela
sem heita Relais & Chateaux.
Eftir Þýskalandsdvölina lá
íhaldssamar hefðir, glæsi-
leika og þjónustu meðan
Bandaríkjamenn kenna þér
allt um hina viðskiptalegu
hlið hótelreksturs og stjórn-
un. Þetta voru afskaplega
ólíkir skólar en í báðum lærði
ég margt. Nám á að þroska
þig og auka þér öryggi í
starfi en gagnvart faginu þá
verða menn að einhverju
leyti að hafa þetta í sér.“
Eftir dvölina í Vegas bjó
Þorvaldur í New York í rúm
tvö ár og starfaði í heimi
verðbréfa og viðskipta hjá
verðbréfafyrirtækinu Burn-
ham Securities. Hann segist
ekki hafa kunnað alveg við
sig handan við skrifborð og
pappírshlaða. Hann vill fyrst
og fremst hafa samskipti við
fólk.
Þannig má segja að með
því að koma heim og heíja
störf á Hótel Holti séu ákveð-
in þáttaskil á starfsferli Þor-
valdar sem segir að á hóteli
sé brýnt að hafa fjölþætta
reynslu og geta gripið inn í
sem víðast.
Þorvaldur er einhleypur
og vinnur mikið en þegar
tómstundir gefast finnst
honum gott að vera á hreyf-
ingu.
„Ég hef mikla hreyfiþörf
og vil gjarnan skrattast um á
reiðhjólinu mínu, fara á skíði
eða láta öllum illum látum á
tennisvellinum. Ég vinn yfir-
Þ0RVALDUR SKÚLAS0N, HÓTEL H0LTI
persónulega þjónustu og að-
búnað í efsta klassa og sú
staðreynd að 93% gestanna
eru útlendingar og 80% eru
að koma í annað sinn eða oft-
ar segir meira en margt ann-
að um það hvernig til hefúr
tekist.
Til samanburðar má geta
þess að stærsta hótel í heimi
það með smágjöf þegar gest-
ur kemur t.d. í fimmta sinn
eða oftar og það vekur
ánægju. Einn af okkar fasta-
gestum hefur komið til okkar
24 sinnum,“ sagði Þorvaldur.
Spánn, Sviss og Ameríka
Þorvaldur er fæddur 1967
í Reykjavík. Hann er að hluta
leiðin til Sviss á hótelskóla í
Le Bouveret rétt hjá
Montraux en þarlendir skól-
ar eru taldir meðal þeirra
bestu í heiminum. Eftir tvö ár
þar flutti Þorvaldur til Amer-
íku og lærði hótelstjórn í tvö
ár við University of Nevada,
Las Vegas.
„I Sviss er lögð áhersla á
leitt á laugardagskvöldum en
eftir vinnu er gott að slaka og
hitta kunningjana.
Svo hef ég áhuga á ferða-
lögum og ferðast töluverl
mikið. Ég dái óperur og sæki
sýningar rnikið á ferðalögum
í ýmsum löndum. Mitt eftir-
læti er La Bohéme eftir
Puccini." 33
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSS0N
57