Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 58

Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 58
Þórhildur Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsráð- gjafar Kaupþings, er í gönguhópi, saumaklúbbi og leshring. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. um að áhugi einstaklinga á að festa fé i hlutabréfum sé að verða svo útbreiddur að fermingarbörnin mæti með fermingarpeningana niður í Kaupþing til þess að kaupa hlutabréf. „Þetta er auðvitað undan- tekning en það eru nokkur dæmi um þetta og sýnir vel breiddina í okkar viðskipta- vinahópi. I vor komu þó- nokkrir unglingar með 80 - 100 þúsund krónur og keyptu bréf í 2-3 fyrirtækj- um. Þeir voru greinilega búnir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Þórhildur hefur unnið í Kaupþingi frá 1993 og segir að það sé afskaplega skemmtilegt verkefni að vinna á verðbréfamarkaði þegar vel gengur. Aukin ásókn hefur verið í hlutabréfakaupum, sérstak- lega í sjávarútvegsfyrirtækj- um sem taka þátt í veiðum á uppsjávarfiski en Þórhildur segir að þau leiði markaðinn. Umræða um það hvort fyrirtæki á verðbréfamark- aði séu ef til vill ofmetin hef- ur verið tíð og Þórhildur seg- til Austin í Texas í Banda- rikjunum þar sem hún lærði í þrjú ár við University of Texas og útskrifaðist þaðan 1992. „Eg kunni vel við Austin. Þetta er 50 þúsund manna skóli í 500 þúsund manna bæ og þarna er mikil náttúrufeg- urð og fjölbreytt og skemmtilegt mannlíf. Það er stundum sagt að allt sé stærst í Texas og þeir leggja töluvert upp úr því. Eg neita því ekki að mér fannst Island svolítið litið þegar ég kom heim, sérstaklega að bera saman verðbréfamarkaðina í þessum tveimur löndum en ég hef fylgst með eða unnið á verðbréfamarkaði frá 1988.“ Þórhildur segist vinna mikið en gefa sér samt tíma til þess að lifa lífinu utan vinnunnar og leggja stund á ýmis áhugamál utan vinn- unnar. Hún er ógift og barn- laus en segist eiga kærasta. „Eg gef mér auðvitað tíma til að fara í leikfimi seinni- hluta dagsins en kem svo aft- ur til vinnu. Ég er félagi í gönguhóp, saumaklúbbi og ÞÓRHILDUR EINARSDÓTTIR, KAUPÞINGI ingað til okkar koma einstaklingar sem vilja kaupa eða selja hlutabréf. Við veitum ráð- gjöf, önnumst fjárvörslu og sjáum um bókstaflega allt sem lýtur að ijárfestingum fyrir einstaklinga," sagði Þórhildur Einarsdóttir, for- stöðumaður einstaklingsráð- gjafar Kaupþings í samtali við Frjálsa verslun. „Veltan á hlutabréfamark- aðnum hefur aukist alveg gíf- urlega og var um 6 milljarðar í heild á síðasta ári. Það vilja allir græða á hlutabréfum og vera með í þeirri uppsveiflu TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSS0N sem er í gangi um þessar mundir. Við erum með fjóra ráðgjafa í starfi sem sinna einstaklingsráðgjöf og erum að bæta einum við. Hér eru umsvifin stöðugt að aukast og við höfum alls bætt við 10 nýjum starfsmönnum eftir áramót. Við sjáum gríðarlega aukningu í því að fólk kemur hingað og leitar eftir þjón- ustu og ráðgjöf. Það koma hér föstudagar sem líkjast helst áramótum að þessu leyti sem eru þó jafnan mesti annatími ársins.“ Stundum heyrast sögur ir að hún sé ekki síður í gangi innan fyrirtækisins en spár um hækkun hlutabréfa hafa að undanförnu reynst of varkárar. „Þessi uppsveifla hefur staðið síðan 1995. Það verð- ur fróðlegt að sjá hvort árið í ár verður jafn gott og í fyrra. Við sjáum ekki fram á neina lækkun á markaðnum. Þetta er frekar spurning um hve hratt hann hækkar.“ Þórhildur varð stúdent frá Verslunarskóla Islands 1986 og fór eftir árshlé í Há- skólann og lærði viðskipta- fræði þar í tvö ár en hélt þá leshring. Á veturna fer ég töluvert á skíði sem mín íþrótt ef svo má segja.“ Leshringurinn starfar allt árið og starfsemi hans bygg- ir á því að meðlimir ákveða að lesa tilteknar bækur og ræða saman efiii þeirra. „Þetta er skemmtilegt við- fangsefni og hvetur til lest- urs annars en fræðibóka. Á síðasta ári er mér minnis- stæðust bók Súsönnu Tamaró, Lát hjartað ráða för. Næsta verkefni leshringsins er að taka fyrir bók Guð- mundar Andra Thorssonar, Islandsförina." 53 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.