Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 19
þess að með græðgi yrði búið til gat á markaðnum sem „nýr Jóhannes” myndi hoppa í. Á því hafa þeir Bónus- feðgar ekki áhuga. Þeir Jóhannes og Jón Ásgeir byggja Bónus á mjög vel skilgreindri hug- mynd. Bónus er afsláttarverslun; eins konar lager og þess vegna er veltuhraði birgða í versluninni svo ævintýralegur - og þess vegna eru húsakynnin án íburðar. Opnunartími er stuttur og vörutegundir færri en hjá keppinautn- um. Um leið og Bónus-feðgar færu að gerast „fínir” hreyíðu þeir við hinni vel skilgreindu hugmynd Bónus. Það vita þeir manna best! Þótt þeir feðgar hafi sýnt framúrskarandi árangur í rekstri og eigi níu ára farsælan feril, séu athafnamenn - kaupmenn - fram í fingurgóma, er ímynd þeirra veikari innan viðskiptalífsins en á meðal fólksins í landinu. Ástæðan er sú að mörgum þykir þeir of harðir í samningum og nýta sér firnasterka stöðu á markaðnum út í ystu æsar. Fólkið í landinu kann hins vegar að rneta þá feðga. í byijun þessa árs var Bónus valinn vinsælasta fýrirtæki landsins í árlegri könnun Fijálsrar verslunar - og endurtók þar með leik- inn frá því fyrir tveimur árum. Þeir Bónus-feðgar koma ekki aðeins að sölu matvara; þeir koma einnig við sögu í sölu á bókum, lyfjum, bensíni, vefnaðar- vöru, búsáhöldum og svo mætti áfram telja. Bónus er hins vegar barnið þeirra. Og þeir hafa sett sér skýra stefnu og auglýst hana upp: Bónus býður betur. Sú stefna endur- speglast í því að sértilboðum keppinautanna er alltaf svarað með lægra verði, sama hvað það kostar. Þetta hefur verið í gildi frá fyrsta degi og gildir enn. Ekki hefur staðið á undirtektum neytenda. Á hveijum degi, sem er opið, koma 6-7 þúsund viðskiptavinir og kaupa inn til heimilisins í Bónus. Bónus rekur í dag átta verslanir á höf- uðborgarsvæðinu en er auk þess þátttakandi í rekstri grænmetis- og innflutningsverslunar, ur fjölskyldufyrirtækisins og heldur um alla þræði. Jón Ásgeir annast samninga við birgja og heildsala og saman móta þeir feðgar stefnuna frá degi til dags. Ftjáls verslun hitti þá feðga í kjallar- anum í Skútuvogi þar sem þetta allt saman byrjaði. Þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja heldur smekklegt en íburðarlaust vinnuhúsnæði, kaffi- stofa starfsfólks, skrifstofur og fleira. Við innganginn til gjaldkerans stendur: Greiðsludagur reikninga var í gær. Jóhannes situr handan við skriíborð undir málverki eftir Tolla en Jón Ásgeir situr við tölvu sína og svarar GSM símanum sem hringir reglulega. Tölvurnar suða lát- laust því uppi er verslunin opin og jafn og þungur straumur fólks kaupir í matinn. Þeir feðgar eru nokkuð rólegir og það liggur beinast við að spyija Jóhannes hvenær hann muni fýrst eftir sér við verslunarstörf. ÁTTA ÁRA í MATARDEILDINNI „Eg man íýrst eftir mér átta ára gömlum í sendibíl frá Matar- deild SS í Hafnarstræti við að hjálpa til við heimsendingar fyrir jól. Þar vann faðir minn og þar vann ég við hlið hans og undir hans stjórn framan af. Ég vann með skóla frá barnsaldri, með öðrum störfum og síð- an í fúllu starfi frá miðjum sjöunda áratugnum og varð verslunar- stjóri 1967. Ég get því sagt að ég sé búinn að starfa við verslun frá því skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar." Að nokkru leyti getur Jón Ásgeir skotið föður sínum ref fyrir rass að þessu leyti því hann segist muna eftir sér fýrst sex ára gömlum við að fylla á kókkælinn í Austurveri þar sem faðir hans var verslunarstjóri. Jón Ásgeir hóf verslunarferil sinn á göng- unum í Austurveri því þar var hann með lítinn vagn, seldi popp og pylsur og fleira og átti síð- ar svipaðan vagn á Eiðistorgi. • Áællaðar tölur þessa árs. Bónus hefur vaxið úr engu í 26. stærsta fyrirtæki landsins - sem og það vin- sælasta, samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar frá þvi i byrjun ársins; 1997. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson. MYNDIR: Geir Ólafsson. sérverslunar fýrir skip og mötuneyti, sjálfsafgreiðslubensín- stöðva, birgðastöðvarinnar Baugs og á hlut í Þyrpingu sem á og rekur fasteignir sem hýsa bæði verslanir Bónus og Hagkaups. HEIMSÓKN í KJALLARANN Jóhannes í Bónus er í hugum þorra fólks ímynd fyrirtækis- ins en hann stendur alls ekki einn. Jón Ásgeir, sonur hans, hef- ur verið í eldlínunni frá fyrsta degi. Hann sér um daglegan rekst- „Mér þótti þetta alltaf skemmtilegt. Þarna fékk maður svolít- inn vasapening fýrir að fylla á og hjálpa til. Mér hefur alltaf þótt gaman að versla.“ Þess má til gamans geta að Lárus Oskarsson, starfsmaður Jó- hannesar í Austurveri á þeim tfma sem um ræðir kenndi Jóni Ás- geiri að raða í kókkælinn og ýmsar reglur í starfinu en Lárus er nú nýráðinn framkvæmdastjóri hjá Baugi sem Bónusfeðgar eiga með Hagkaup. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.