Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 44
Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill
Skallagrímsson, hefur ekki lengur samning við auglýsingastofu
heldur hefur hann ráðið tvo starfsmenn tíl fyrirtækisins sem
annast auglýsingar.
HÖFUM LOSAÐ
OKKUR VIÐ MILLIUÐ
- spörum bæði tíma ogpeninga, segir Jón Snorri
Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar.
ið höfum losað okkur við millilið og því fylgir að maður sparar
bæði tíma og peninga,“ segir Jón Snorri Snorrason, fram-
kvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf., en Öl-
gerðin hefur tekið upp ný vinnubrögð í vinnslu á auglýsingum.
Nú eru tveir starfsmenn hjá Ölgerðinni sem sjá alfarið um öll mark-
aðsmál og gerð auglýsinga. Þeir eru studdir af sérstökum vinnuhópi inn-
an fyrirtækisins sem kemur að hugmyndavinnunni.
Þetta er framhald af tilraun sem Ölgerðin gerði í þessu efni síðastliðið
haust og var fram haldið nú í vor með ráðningu þessara tveggja starfs-
manna sem báðir eru sérmenntaðir í auglýsingagerð og markaðsffæðum.
Auk þess keypti Ölgerðin nauðsynlegan tölvubúnað til þess að gera ein-
faldar auglýsingar.
„Ef við viljum gera sjónvarpsauglýsingar, útvarpsauglýsingar eða láta
prenta plaköt eða bæklinga þá förum við beint til undirverktakanna, sem
auglýsingastofurnar nýta, eins og t.d. í prentsmiðjur og kvikmyndafyrir-
tæki. Þannig spörum við tíma og milliliðakostnað. Boðleiðir eru skýrari
og hægt að vinna einfaldar auglýsingar mun hraðar en áður.
Með þessu erum við ekki að útiloka samstarf við auglýsingastofur í
framtíðinni en eins og sakir standa höfum við aðeins samstarf við auglýs-
ingastofu um birtingar."
Með þessu er Ölgerðin að feta í fótspor nokkurra stórra fyrirtækja
sem hafa sína eigin starfsmenn í auglýsingagerð. Þetta á við um Heklu,
Vífilfell og fleiri en enginn hefur enn gengið eins langt og Ölgerðin. Þessi
fyrirtæki virðast því eiga það sameiginlegt að hafa losað sig úr viðjum
auglýsingastofanna. Ekki verður séð annað en hinar grónu auglýsinga-
stofur séu þarna að missa töluverð viðskipti þvi þessi þrjú fyrirtæki, sem
hér eru nefnd, eyða um 200 milljónum árlega í auglýsingar og markaðs-
mál.
„Eg hef stundum líkt vinnubrögðum á auglýsingastofum við arkitekta-
stofúr. Mér finnst skrýtið ef auglýsingastofur eru einu fyrirtækin á mark-
aðnum sem útboð og samkeppni þeim fylgjandi ná ekki til. Það er liðin tíð
að þjónustufyrirtæki geti litið á viðskiptavinina sem sína eign en það virð-
ast sumar auglýsingastofurnar gera,“ sagði Jón Snorri að lokum.
Þarna hefur niðursveifla í efnahagslífinu haft sín
áhrif því upp úr 1990 máttu hlutir helst ekki kosta
neitt og við þurftum að laga okkur að því eins og aðr-
ir. Við óþvingaðri markaðsaðstæður hefði ávinning-
urinn ef til vill skipst í öðrum hlutföllum milli okkar
og viðskiptavinanna."
TRYGGÐ 0G LAUSLÆTI
Fá stór fyrirtæki í hverri grein hafa sett mark sitt
á umhverfi auglýsingastofanna. Hvað með tryggð
þessara stóru kúnna við sínar stofur?
„Hún er auðvitað misjöfh en ég hygg að meira sé
um tryggð en lauslæti ef svo má að orði komast.
Þessu hefur stundum verið líkt við hjónaband og til
þess að vel gangi þurfa báðir aðilar að vera ánægðir.
Það er mjög eðlilegt að viðskiptavinir séu ekki á
flakki því það tekur tíma fyrir báða aðila að finna sig
í samstarfinu svo hægt sé að spila þann borðtennis
sem þarf að vera í gangi milli auglýsingastofu og við-
skiptavinar.
Menn ijárfesta í slíkum samböndum á báða bóga
og því eðlilegt að menn séu tregir til þess að slita
slíkum samböndum."
Ef þú lítur í huganum yfir stærstu viðskiptavinina
á íslenskum markaði. Hafa þeir sýnt sinni auglýs-
ingastofu tryggð síðustu 10 ár?
,Ætli það sé ekki í kringum 60% þeirra sem eru
búnir að vera hjá sömu stofu í 10 ár eða lengur. Það
er sagt að ekki sé hollt fyrir auglýsingastofur að
byggja tilveru sína of mikið á einum stórum við-
skiptavini. Slíkt er áhættusamt en það eru samt
mörg dæmi um að menn hafi sloppið lifandi frá slíku
samstarfi.
Eg hef persónulega upplifað slíkt fyrir um 15
árum þegar Flugleiðir sögðu upp samstarfi við okk-
ar auglýsingastofu. Það varð hvorugum að fjörtjóni
því staðreyndin var sú að svona samstarfi er ekki að
ástæðulausu líkt við hjónabönd. Stundum er skilnað-
ur besta lausnin fyrir báða aðila.“
Halldór er ekki óvanur því að sjá um stóra við-
skiptavini því stofa hans hefur árum saman annast
allar auglýsingar fyrir Mjólkursamsöluna, Markaðs-
nefnd mjólkuriðnaðarins og Osta- og smjörsöluna.
EKKI UPP Á MILLI HJÓNA
I greinum, sem Fijáls verslun hefur skrifað um
einstakar auglýsingaherferðir undir heitinu „Sagan
bak við herferðina“, hafa á þessu ári komið fram
dæmi um að auglýsingastofur hafi selt stórum við-
skiptavinum, sem ekki eru í viðskiptum við þá, hug-
myndir að auglýsingum og jafnvel auglýsingaher-
ferðum. Boðar þetta ný vinnubrögð í auglýsingaiðn-
aðinum?
„Það vona ég ekki. Þetta er, að mínu viti, alger
undantekning. Stofurnar hafa fram til þessa virt þau
sambönd sem eru milli þeirra og kúnnanna og ekki
haft frumkvæði að því að komast upp á milli aðila.
Um þetta hefur verið heiðursmannasamkomulag.