Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 57
 Arni Jakob Viðskiptafrétt ársins, að mati Frjálsrar verslunar, er frétt- in um kaup Landsbankans á helmingshlut Eignarhaldsfé- Iags Brunabótafélagsins í VÍS og OFÍS. Grunnurinn að kaupunum var lagður í afar leynilegum viðræðum þeirra Arna Tómassonar, löggilts endurskoðanda Landsbank- ans, Hilmars Pálssonar, forstjóra Brunabótar, Tryggva Gunnarssonar lögfræðings og Jakobs Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Hamla. Sjá Frjálsa verslun (3. tbl.) sum^Síí-— ÍS,ands '' «nan- landsflug reið á vaðið á Jog/ brennidepli. ís. sr *-“■ f Sja Frjálsa verslun (7. tbl.). \ » v NOKKRAR VIDSKIPTAFRÉTTIR sem vöktu mikla athygli á árinu / bótafélagsins á helmingshlut sínum í VIS og svo öflugur var skjálftinn sem fylgdi fréttinni. Þegar fyrir lá flötur á málinu var í skyndi kallað á Árna Tómasson, löggiltan endurskoðanda Landsbankans. Asamt þeim Tryggva og Jakob tók Árni þátt í æsispenn- andi viðræðum við Hilmar Pálsson um málið helgina 8. til 10. mars. Þær fóru fram á skrifstofu Tryggva í Borgartúni 24. Ekki var nægilegt að ræða verð pakkans heldur ekki síður um aðferðafræðina - finna út hvernig að kaupunum skyldi staðið vegna strangra BlS-reglna banka um eigin- fjárhlutfall. Þegar upp var staðið náðist samkomulag; um- fangsmestu viðskipti með hlutabréf hérlendis voru stað- reynd. Kaup Landsbankans á helmingnum í VÍS voru ekki einu stóru kaupin á árinu. í raun byrjaði árið á óvæntri yf- irtöku Stöðvar 2 á Stöð 3. Um óvænt endalok var að ræða fyrir Stöð 3 sem nokkrum vikum áður hafði keypt fimm lykilmenn frá Stöð 2, meðal annars Magnús E. Kristjáns- son markaðsstjóra - en hann var ráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. Fimmmenningarnir áttu að rífa stöðina upp og 1. Viðskiptafrétt ársins: Kaup Landsbankans á helmingshiut Brunabóta- félags íslands í VÍS og LfFÍS. Fréttin sögð á blaðamannafundi 14. ■ mars. Allt nötraði. Dúndursala fyrir Brunabót. Sjá Frjálsa verslun. (3. tbl.) 2. Kaup Stöðvar 2 á Stöð 3 í byrjun ársins. Sjá Frjálsa verslun. (1..tbl.) 3. Kaup Marels á Carnitech í Danmörku. Sjá Frjálsa verslun. (5. tbl.) 4. Samningur Flugleiða um kaup á flugvélum fyrir 15 milljarða. Tilkynnt í júní. Mesta fjárfesting íslensks einkafyrirtækis. Sjá Frjálsa versl- un (10. tbl.) 5. Kaup íslenskra sjávarafurða á franska fyrirtækinu Gelmer um miðjan október - eftir að keppinauturinn, SH, taldi sig vera búinn að kaupa fyrirtækið. 6. Slagur íslandsflugs og Flugfélags íslands í innanlandsflugi sl. sumar. Verð á fargjöldum var snarlækkað! Sjá Frjálsa verslun. (7. tbl.) 7. Samningur við Norðurál snemma árs um byggingu álvers á Grundar- f tanga - eftir að m.a. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri tók undir mótmæli gegn álverinu. 8. Ráðning Bjarna Ármannssonar, 29 ára forstjóra Kaupþings, sem bankastjóra Fjárfestingabanka Islands í endaðan september. Sjá Frjálsa verslun. (8. tbl.) 9. Kaup Háuhlíðar, fjárfestingarfélags Péturs Björnssonar og Vífilfells, á Víking hf. á Akureyri sem síðar keypti Sól hf. eftir mikið kapphlaup við Pál Kr. Pálsson, forstjóra Sólar, ( endaðan maí. Sjá Frjálsa verslun. (5. tbl.) 10. í byrjun október urðu miklar umræður í þjóðfélaginu eftir útreikninga Frjálsrar verslunar um að fjórir stærstu kvótakóngar íslands ættu kvóta fyrir samtals um ellefu milljarða. Sjá Frjálsa verslun. (8.tbl.) 11. Á árinu hefur fátt vakið jafn mikla athygli í viðskiptalífinu og miklar v fjárfestingar Opinna kerfa, undir forystu Frosta Bergssonar, í öðrum fyrirtækjum. Nefna ma kaupin í Aco, Skýrr og Hans Petersen. Sjá v Frjálsa verslun. (7. tbl.) 12. Óvenjulega góður gangur í stórframkvæmdum. Stækkun álversins í v Straumsvík var á undan áætlun og langt undir kostnaðaráætlun. Sömuleiðis eru jarðgöngin undir Hvalfjörð vel á undan áætlun. Sjá Frjálsa verslun. (9. tbl.) ..■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.