Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 25
MENN ÁRSINS gegnum Ferskan Bónus en það fyrirtæki stofnuðum við á síð- asta ári. Við vorum þeir fyrstu sem voguðu sér að flytja inn merkjavöru framhjá grónum heildsölum. Það átti sinn þátt í að lækka verð í landinu en þar vorum við að draga vagninn fyrir alla hina. KAUPMENN HEYJA DAGLEGA BARÁTTU „Kaupmenn heyja daglega baráttu fyrir tilveru sinni. Stjórn- málamenn fara í kosningar á nokkurra ára fresti. Við göngum til kosninga á hverjum degi og verðum alltaf að ná kosningu. Þetta heldur okkur stöðugt á tánum.“ Afleiðingar þess að Bónus fluttí inn sína eigin merkjavöru voru þær að heildsalarnir lækkuðu verðið á alla línuna en í leið- inni fengu Bónusfeðgar vandaðar skammir. Það hefur mátt heita árlegur viðburður að Bónus sé skammaður fyrir að selja eitthvað sem aðrir hafa fram til þess talið sig eiga. Bækur og lyf eru vöru- flokkar sem hafa komist inn í umræðuna með þessum hætti. Verður framhald á skömmunum? „Það er búið að skamma okkur svo mikið að okkur er farið að finnast það gott,“ segir Jóhannes. „Bóksalar töluðu mikið um að það þyrfti fagmennsku til að selja bækur og vildu ekki að ég gerði það. Ég gat þó alltaf svarað því til að ég væri eini lærði bókagerðarmaðurinn sem væri að selja bækur. Það verður ekkert lát á því. Bækur eru orðnar fastir liðir í okkar sölu.“ Þið standið í baráttu við bóksala, heildsala, aðra kaupmenn, landbúnaðarráðuneytið og fleiri. Er þetta skemmtileg barátta? „Ef okkar viðskiptavinir hagnast á því er hún skemmtileg. Við höíum fengið óskaplega jákvæð viðbrögð frá þakklátum við- skiptavinum sem hlýtur að verða okkur feðgum hvatning til að Jón Ásgeir hefur yfirumsjón með öllum daglegum rekstri Bónusveldisins. Hann segist hafa svo gott starfsfólk að hann geti alveg brugðið sér frá í nokkra daga. gera enn betur. 37-38 þúsund viðskiptavinir á viku eru okkur stöðug hvatning." MEÐ HAGKAUP í SMÁRANN Bónus fer inn í nýja verslanamiðstöð á Smáratorgi í Kópavogi á nýju ári en þar er fyrirhuguð bygging annarrar miðstöðvar og því útlit fyrir mikla uppbyggingu í verslun á næstunni. Verður þetta svipuð bylting og þegar Kringlan kom til sögunnar? „Okkar verslun verður um margt svipuð og IKEA húsið við Holtagarða, svipað viðmót og aðkoma. Við erum fullir bjartsýni hvað það varðar en hin verslanasamstæðan mun keppa við Kringluna og önnur hvor þeirra mun deyja. Það tel ég augljóst,“ segir Jón Asgeir. „Kringlan gengur ekki á fullum snúningi nema um 10 tíma í viku og hún þolir ekki að missa nein viðskipti. Þannig metum við það.“ MINOLTA LJÓSRITUNARVÉLARNAR - STÓRAR ÞEGAR Á ÞARF AÐ HALDA Nýju Ijósritunarvélarnar fró Minolta, CS-Pro eru hannaðar til að verða dugmestu starfskraftarnir á skrifstofunni. MINOLTA smmmsmHmsm KJARAN KWIBUNAÐUR SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 FAX 510 5509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.