Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 50
EFNAHAGSMÁL
óðæri hefur ríkt í íslenskum
þjóðarbúskap á líðandi ári og
horfur eru á að svo verði áffam
á komandi ári. Rætur góðærisins ná aft-
ur til ársins 1994 en frá þeim tima hefur
hagvöxtur hér á landi verið töluvert
meiri en í helstu viðskiptalöndum. Þótt
reiknað sé með nokkru hægari hagvexti
á árunum 1998 og 1999 en verið hefur
að undanförnu eru horfurnar, þegar á
allt er litið, uppörvandi.
Þetta kemur fram á mynd 1 sem fylg-
ir hér. Hún sýnir hagvöxt á Islandi á
VERSNANDIAFKOMA
Hvers vegna er afkoma fyrirtækja aö
versna í góöærinu? Það stafar
einfaldlega af launa- og kostn-
aðarhækkunum og hagsveiflunni, þ.e.
afkoman er ævinlega best í upptakti
hagsveiflna.
tímabilinu 1994-1999 í samanburði við
hagvöxt í iðnríkjunum í heild annars
vegar og ESB hins vegar. Eins og mynd-
in sýnir er þessi samanburður hagstæð-
ur fyrir landsmenn. Þannig er hagvöxt-
urinn frá því að uppsveiflan hófst á árinu
1994 að meðaltali 3,6% hér á landi, 2,7% í
iðnríkjunum og 2,5% í ESB. Einnig hefur
gengið vel á flesta aðra mælikvarða. Til
marks um það má nefna að verðbólga
hefur verið lítil, atvinnuleysi hefur
minnkað og kaupmáttur hefur farið vax-
andi.
Eins og gefur að skilja má greina
mismunandi stig hagsveiflunnar eftir
því sem liðið hefur á vaxtarskeiðið.
Framan af voru framleiðsluþættirnir
vannýttir en að undanförnu hafa birst
þenslumerki sem benda til að efnahags-
starfsemin sé nálægt fullum afköstum
um þessar mundir. Þetta má einnig sjá í
afkomuþróun fyrirtækja. Eins og
endranær hefur afkoman verið góð í
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: „íslenskt atvinnulíf - afkoma, arðsemi
og önnur einkenni - er að fá á sig alþjóðlegan svip.” FV-mynd: Geir Ólafsson.
GOTT ÁR KVEÐUR!
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segirgott
ár á enda runnið. A nýju ári sé reiknað með að aðeins
hægist á hagvextinum - en horfurnar séu uppörvandi!
Hagnadur atvinnugreina
Hagnaöur ai reglulegri starfsemi, sem hlutfall af heildarrekstrartekjum
■ 1995 11996 i «1
■ 1 1 jl-
■l.ll y ■Ifcll ÍEI
1 Þ— =
Fltt- Slív - Iðn- Stór- Orku- Bygg - '
•Idl utv. aður lð|a bú iðn.
S Sam- Innlín. Trygg- Þ|6n- Sam
Ardsemi eigin fjár
Arðsemi eiginfjár 1988-1996
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Mynd 1. Spáð er meiri hagvexti á íslandi
en í iðnríkjunum á næstu tveimur árum.
Mynd 2. Hagnaður hefur aukist mest i
orkubúskapnum og hjá fjármálafyrir-
tækjum.
Mynd 3: Arðsemi eigin fjár var um 8,5% á
síðasta ári.
TEXTI: ÞORÐUR FRIÐJONSSON
50