Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 18
*
!
!
!
I
Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, feðgar, sem saman hafa byggt upp veldið sem kennt er við Bónus, eru
Menn ársins í viðskiptalífinu að matí Fn'álsrar verslunar. FV-myndir: Geir Ólafsson.
VANTAÐIVINNU •
Qeðgarnir Jóhannes Jónsson, 57 ára, og Jón Ásgeir Jó-
hannesson, 29 ára, kaupmenn í Bónus, eru Menn ársins
í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt útnefningu Fijálsrar
verslunar. Þeir hljóta þennan heiður fyrir góðan árangur, athafna-
semi og einskæran dugnað í rekstri Bónus - en á þessu ári jók fyr-
irtækið veltu sína um 1.200 milljónir króna og lætur nærri að hún
hafi numið alls um 6 milljörðum. Á aðeins níu árum hefur Bónus
vaxið úr engu í það að vera 26. stærsta fyrirtæki landsins. Og fyr-
ir rúmum níu árum var Jóhannes Jónsson atvinnulaus maður sem
fékk lánað fé hjá móður sinni til að stofna lítið fyrirtæki með syni
sínum. Það hlaut nafnið Bónus.
Bónus hefur lagt mikið af mörkum á matvörumarkaðnum -
hann hefur lækkað vöruverð og gert fólki kleift að auka kaupmátt
sitt. Fyrirtækið hefúr skilað hagnaði frá fyrsta degi. Hann fæst
ekki gefinn upp opinberlega. „Við gætum þess að sýna ekki
græðgi,” hefur Jóhannes margoft sagt í viðtölum og vísar þá til
i
18