Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 81
I
Erla Hólmsteinsdóttir vinnur hjá Kaupþingi Norðurlands. Hún er lærður tækniteiknari
og þreföld amma. FV-mynd: Gunnar Sverrisson.
ERLA HÓLMSTEINSDÓTTIR,
KAUPÞINGINORÐURLANDS
ér hefur fundist af-
skaplega gaman að
fylgjast með fyrir-
tækinu vaxa og dafna síðast-
liðin tíu ár. I byijun voru að-
eins tveir starfsmenn og fyr-
irtækið í tveimur herbergj-
um en síðan höfum við flutt
tvisvar sinnum. I dag eru
starfsmenn 10 talsins og í
desember flytjum við í nýtt
og glæsilegt húsnæði að
Skipagötu 9,“ sagði Erla
Hólmsteinsdóttir starfsmað-
ur Kaupþings Norðurlands
hf. á Akureyri.
Kaupþing Norðurlands
velti 20 milljörðum á síðasta
ári og var rekið með 26
milljón króna hagnaði. Fyrir-
tækið veitir einstaklingum og
lögaðilum alls staðar á land-
inu alhliða þjónustu á sviði
verðbréfaviðskipta. Má þar
nefna verðbréfamiðlun, fyár-
vörslu og ráðgjöf. Að auki
rekur Kaupþing Norðurlands
tvo hlutabréfasjóði, Hluta-
bréfasjóð Norðurlands sem
starfað hefur í sex ár og Sjáv-
arútvegssjóð Islands sem
stofnaður var fyrir einu ári.
Erla starfar við einstakl-
ingsráðgjöf sem felur í sér
ijölbreytt starfssvið. Hún að-
stoðar viðskiptavini sem vilja
ávaxta fé sitt til lengri eða
skemmri tíma m.a. í Eininga-
eða Skammtímabréfum, ein-
nig um kaup á hlutabréfum
þar sem einstaklingar eru
t.d. að nýta sér skattaafslátt.
„Þátttaka almennings í
verðbréfaviðskiptum hefur
aukist með hverju árinu.
Hingað koma líka
skólakrakkar og kaupa sér
Skammtímabréf fyrir sumar-
hýruna og innleysa svo eftir
þörfum yfir veturinn. Einnig
kemur fólk og kaupir verð-
bréf til skírnar-, ferminga- og
afmælisgjafa."
Erla er fædd 1943 og lauk
prófi frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar 1960 og fór þá að
vinna í banka. Hún er gift
Svani Eiríkssyni arkitekt á
Akureyri en þau hjón bjuggu
í Þýskalandi meðan Svanur
var við nám og störf. Hún
vann í fimm ár í Stadtspar-
kasse í Múnchen og hefur því
fjölbreytta reynslu af banka-
störfum í tveimur löndum.
„Þetta var mjög lærdóms-
ríkur og skemmtilegur tími.
Bankinn var tölvuvæddur
1969 meðan ég var að vinna
þar og það veitti mér innsýn í
tækni sem var algjör nýung á
þeim tíma.“
Þegar heim kom frá
Þýskalandi settist Erla á
skólabekk og lærði tækni-
teiknun og vann á teiknistofu
hjá eiginmanni sínum næstu
árin eða allt til 1987.
Erla hefur verið félagi í
Soroptomistaklúbbi Akur-
eyrar í 15 ár eða allt frá stofn-
un hans. Þetta eru heims-
samtök kvenna í hinum
ýmsu starfsstéttum sem hitt-
ast reglulega og starfa að
líknarmálum.
„Þarna kynnast konur úr
mismunandi starfsstéttum
og fá innsýn í reynsluheim
hverrar annarrar. Við fáum
m.a. fyrirlesara um hin ýmsu
málefni á fundi og reynum
þannig að víkka sjóndeildar-
hringinn. Um þessar mundir
erum við önnum kafnar við
undirbúning norræns vina-
móts Soroptomista hér á Ak-
ureyri í júní 1998. Við eigum
von á allt að 300 konum í
heimsókn, annars staðar af
Norðurlöndunum og víðs-
vegar af landinu.
Svo finnst mér nauðsyn-
legt að hreyfa mig reglu-
lega, ég er þátttakandi í
gönguhóp sem hittist þrisv-
ar í viku. Við göngum rösk-
lega í klukkutima og svo
tökum við góðar æfingar á
eftir. Þetta er fín hreyfing
eftir innisetu í vinnunni. A
veturna fer ég líka á göngu-
skíði en öll aðstaða til þess
er mjög góð hér.“
Erla og Svanur eiga þijú
börn, Hólmar 32 ára, Sunnu
23 ára og Eirík 20 ára.
„Svo á ég þrjú yndisleg
barnabörn sem ég reyni að
hafa rnikið samband við og
hef gaman af að fara með þau
í Kjarnaskóg, perlu okkar
Akureyringa." 33
81