Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 35
ARAMOTAVIÐTOL
hraðar en í öðrum atvinnugreinum. Sam-
einingar fyrirtækja í greininni voru einnig
nokkuð áberandi.
Mikilvægt átak var gert í þeim efnum
að framfylgja lögum um ólöglega afritun
hugbúnaðar. Athygli var vakin á vandamál-
inu sem fylgir því að sum tölvukerfi ráða
ekki við árið 2000. Menntakerfið er greini-
lega langt frá því að anna þörfum fyrir-
tækja í þessari grein.”
ÞRJÁR NÝJAR SPURNINGAR
„Allt bendir til þess að það verði enn
meira að gera í greininni á næsta ári. Mik-
ilvægi Internetsins fer áfram vaxandi og
fyrirtækin, sem þegar hafa nóg með önnur
verkefni, munu þuría mikla aðstoð við að
koma sér fyrir á þessum nýja viðskiptavett-
vangi. Auk þess munu stjórnendur fyrir-
tækja þurfa að svara þremur nýjum spurn-
ingum á stjórnarfundum: Hvaða áform séu
í gangi varðandi árið 2000, hvernig höfund-
arrétti sé framfylgt, hvernig öryggismál-
um sé háttað? Svörin þurfa að vera skýr.
Skynsamlegt gæti verið fyrir okkur að
gera átak í að fá til Islands vel menntað fólk
á upplýsingasviðinu, t.d. frá fyrrverandi
austantjaldslöndum. Islendingar eru fram-
arlega í upplýsingatækni og góðir mögu-
leikar á því að efla útflutning á þessu sviði
enn frekar en það þarf að umbylta kennslu
í þessum greinum án tafar ef þjóðin á ekki
að heltast úr lestinni." ffl
Frosti Sigurjónsson, forstjóri Ný-
herja: „Mikilvægi Internetsins eykst
álram á árinu 1998.“
FV-mynd: Bragi Þ. Jósefsson.
Bogi Pálsson, framkvœmdastjóri Toyota:
AUKINN BÍLAINNFLUTNINGUR
æst bar áframhaldandi
jákvæð þróun bílainn-
flutnings á árinu 1997
sem þó er enn undir nauðsyn-
legri endurnýjunarþörf markað-
arins. Traust efnahagsumhverfi
og sterk staða íslensku krónunn-
ar hefur almennt styrkt stöðu
greinarinnar sem búið hefur við
miklar sveiflur undanfarna ára-
tugi. Þá hefur verið lagður góður
grunnur að öruggari og traustari
þjónustu við bíleigendur í land-
inu, m.a. með nýjum lögum og
reglugerð um kaup og sölu not-
aðra ökutækja sem tryggir rétt
kaupandans betur.
Bílgreinin hefur látið gæða-
og menntamál til sín taka í sí-
auknum mæli til að mæta sífellt
auknum hátæknibúnaði bíla svo og auknum kröfum þjóðfélagsins á sviði umhverfis- og
menntamála. Misferli við innflutning notaðra bíla hefur sett neikvæðan blett á umræðu
um bílainnflutning en framganga yfirvalda til skýrari leikreglna á markaðnum hefur nú
þegar skilað nokkrum árangri.”
SKÝRAR LEIKREGLUR MIKILVÆGAR
„Eg geri ráð fyrir áframhaldandi aukningu bílainnflutnings og því að stjórnvöld haldi
áfram að laga rekstrarumhverfi greinarinnar til jöfnunar samkeppnisstöðu allra aðila á
markaðnum. Mikilvægt er að leikreglur séu skýrar og gegnsæjar. Búast má við stöðug-
leika í efnahags- og gengismálum sem skapar bílgreininni það umhverfi sem nauðsynlegt
er til að styðja við eðlilega endurnýjun bílaflotans í landinu. Eg geri ennfremur ráð fyrir
því að smám saman breytist hugur fyrirtækja og jafnvel einstaklinga til eignarformsins,
en helsta nýjungin í bílasölu eru nokkrir valkostir kaupleigu og rekstrarleigu.
Eg tel líklegt að árið 1998 heíji fyrirtæki almennt að kaupa aðgang að tækjum í formi
leigu í stað þess að fjárfesta sjálf í tækjunum. Bílgreinin er nú þegar orðin gífurlega tækni-
vædd grein sem krefst í síauknum mæli vel menntaðs og þjálfaðs starfsfólks og mjög vel
tækjum búinna verkstæða. Því er nauðsynlegt að greinin laði að sér hæft starfsfólk.” 33
Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri P. Sam-
úelssonar: „Tel að fyrirtæki og einstaklingar
nýtí sér enn frekar kaup- og rekstrarleigu
bíla á árinu 1998.“
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar:
AUKIN EFTIRSPURN EN VERRIAFK0MA
lmennt ástand í þjóðfélaginu hef-
ur verið hagstætt iðnaði á árinu
sem er að líða. Stöðugleiki hefur
ríkt og eftirspurn aukist. Á hinn bóginn
hefur iðnaður, sem og aðrar atvinnugrein-
ar, þurft að taka á sig nokkuð miklar kostn-
aðarhækkanir í kjölfar kjarasamninga
snemma á árinu. Mér kæmi ekki á óvart
þótt hækkanirnar næmu þetta 8-10% í iðn-
aði. Ég tel að almennt hafi fyrirtækin að-
eins að litlu leyti velt þessum hækkunum
út í verðlagið og ein afleiðingin sé þá sú að
afkoman hafi versnað sé miðað við síðustu
tvö árin á undan.”
ÁSTÆÐA TIL AÐ FARA GÆTILEGA
„Efnahagssveiílan er enn upp á við og
aukinn kaupmáttur skilar sér í auknum
35