Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 76
ér á árum áður, segjum frá 1950 til 1980, var ís- lenski myndlistarheim- urinn eins og segulsvið með ijórum eða fimm fasta- punktum — sýningarsölunum — og tveimur pólum, íhalds- pressunni og vinstri/frjáls- lyndu pressunni, sem til sam- ans brutu til mergjar þau við- horf sem birtust í myndlistinni á hverjum tíma. 1 stórum drátt- um var það sami hópurinn sem stundaði listsýningarnar, vissi hvað var efst á baugi og hafÖi skoðanir á því. En nú, þegar jafnvel vel upplýstir listamenn og listvinir eru spurðir tíðinda úr mynd- listarheiminum, er eins víst að þeir standi á gati. Fjölgun í hópi listamanna — Myndlista- og handíðaskólinn útskrifar tugi listamannsefha á hverju ári - og auk- ið framboð sýninga hefur leitt af sér aukna sérhæfingu alls staðar á þessum vettvangi, meðal myndlistarmanna, meðal ijölmiðla, meðal áhorfenda. Nú er þessi litli myndlistarheimur okkar klofinn niður flölda eininga, sérhver eining á sér eigin vettvang, eigin gagnrýn- anda, eigin „aðdáendahóp”. Listasafn Islands og Kjarvalsstaðir eru ein slík eining. Þar eru haldnar sýningar á „betri lisf’, það er á verkum helstu íslensku lista- mannanna og „þekktra” erlendra listamanna. Mætti því ætla að þang- að kæmi þorri listáhugafólks á landinu. Svo er ekki. Þar mætir nær einvörðungu fólk á miðjum aldri, helst ráðsett fólk úr stjórnsýslunni og makar þeirra, ásamt nokkrum eldri listamönnum, landslagsmál- urum, svokölluðum Septembermálurum og nokkrum gömlum SUMurum. Þetta er svokallað „boðskortagengi”, fólk sem mætir á opnanir til að sýna sig og sjá aðra, en sést aldrei á „venjulegum” sýn- ingartíma. Þetta gengi er fastheldið, fer sjaldan ótilkvatt í Norræna húsið og aldrei í Nýlistasafnið, hvað þá á minni staði. Þó vill það gjarnan láta bjóða sér á þessa staði. I dag hefur Norræna húsið raunar algjöra sérstöðu á íslenskum myndlistarvettvangi, því þangað fer hvorki „boðskortagengið” né unga kynslóðin. Hins vegar villast útlendingar þangað inn að sumar- lagi, svo og fólk sem lendir í slagviðri í Vatnsmýrinni. Það er helst ráðsettur gagnrýnandi Morgunblaðsins, rosk- inn myndlistarmaður sjálfur, sem sinnir þörfum „boðs- jM kortagengisins", gagnrýnendur í tengslum við aðra ljölmiðla ff; eða stofnanir hafa meiri áhuga á því sem er að gerast annars i-Æ staðar. Söfnin í nágrenni Reykjavíkur, Hafnarborg í Hafnar- flS firði og Gerðarsafn í Kópavogi, mynda aðra myndlist- areiningu. Þangað koma Hafníirðingar og Kópavogs- búar, en ekki „boðskortagengið” reykvíska, að minnsta kosti ekki nema þar sé verið að sýna verk verulega frægra listamanna. Þó gera þessar stofnan- ir allt hvað þær geta til að laða að áhrifamenn úr Reykjavík. Staðbundin blöð sjá um kynningu á við- ...........................-• burðum í þessum stofnunum, kannski gagnrýni líka, auk þess sem ráðsettur gagnrýn- andi Morgunblaðsins fjallar um þá, þ.e.a.s. ef hann ratar á rétt- an strætisvagn. Það verður líka að segjast að Hafnfirðingar og Kópavogsbúar eru sjaldséðir á sýningum í Reykjavík, senni- lega vegna þess að oft gleymist að bjóða þeim. Nýlistasafnið er sömuleiðis „heill heimur út af fýrir sig”, eins og segir í auglýsingunni. Þangað koma að staðaldri ein- ungis þær eitt hundrað sálir sem eru félagsmenn í safninu og nánustu ættingjar þeirra. Nýlistagengið sækir einnig ým- isleg heimagallerí, sem fram- takssamir nýlistasinnar reka, en forðast að láta sjá sig á stærri söfnunum, hvað þá á útnárum eins og Hafnarfirði og Kópavogi. Þeir gefa út fréttabréf með eigin gagnrýni eða sjá til þess að gagn- rýni um sýningar þeirra birtist í norrænum listatímaritum eins og siksi. A tímabili fékk Nýlistasafnið einnig óskipta athygli gagnrýn- anda á DV. Ráðsettur gagnrýnandi Morgunblaðsins reyndi lengi vel að sinna þeim, sem vildu vita hvað væri um að vera í Nýlistasafninu, en var dæmdur óhæfur af nýlistafólki vegna vöntunar á sérhæíðri þekkingu. Sérhæfmgin byrjar strax í listaskólunum. Þar virðist ekki til siðs að innprenta listnemum víðsýni, heldur eru þeir einungis sendir til að skoða þær sýningar og þau söfn sem hugnast kennurunum sjálf- um. Það má því alls ekki reikna með því að ungir listamenn, útskrif- aðir í skúlptúr eða einhvers konar þrívíddarlist, hafi nokkurn tímann komið á þau söfn sem hýsa verk eftir helstu þrívíddarlistamenn okk- ar, Einar Jónsson, Asmund Sveinsson og Siguijón Olafsson. Það er líka eftirtektarvert að blað allra landsmanna, Morgunblað- ið, ýtir enn ffekar undir þessa sérhæfingu/sundrungu á myndlis- tarvettvangi með ráðningu „sérhæfðra” gagnrýnenda til að þjóna mismunandi lesendahópum í stað þess að vinna gegn henni og stuðla að umræðu um það sem sameinar og styrkir myndlistarlífið í landinu. Þannig getur sá, sem einvörðungu sækir sýningar í Nýlista- safninu eða einhverri annarri myndlistarstofnun lesið skrif eftir „sinn” gagnrýnanda og sleppt því að kynna sér viðhorf annarra. Nú geta allir unað sér við eigin fordóma. í Þær sýningar, sem glöddu mig mest á árinu 1997, fóru fram K vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið: Sýning á rissmyndum og I málverkum Gunnlaugs Scheving í Listasafni íslands, sýning á L leirverkum Guðnýjar Magnúsdóttur í Gerðarsafni (sjá síð- asta tbl. af Frjálsri verslun), sýning á „landslagsmyndum” Kristjáns Steingríms í Listasafni ASI, sýning á laun- fyndnum verkum Guðjóns Ketilssonar á sama stað, mögnuð sýning á málverkum Sigtryggs B. Bald- vinssonar í Nýlistasafninu og sýning á blönduðum >verkum Rebekku Ránar Samper í Hafnarborg. Ekki heíði ég viljað missa af neinni þessara sýninga. S5 Aukin sérhæfing er á meðal myndlistarmanna, meðal áhorfenda og meðal fiölmiðla. Nú er myndlistarheimurinn klofinn niður í fiölda eininga og sérhver eining á sér eigin vettvang, eigin gangrýnanda og eigin „aðdáendahóþ . FV-mynd: Kristín. Sameinaðir ítöndum vér Hvað er að gerast í myndlistinni? Ti lllpdk IMiieiiiii Inplfwm 76 Aðalsteinn Ingólfsson gerir sérhœfingu safna og gagmýnenda að umtalsefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.