Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 45
MARKAÐSMAL Annað mál er ef kúnninn hefur slíkt frumkvæði sem þá væntanlega bendir til óánægju. Það kann að vera að þessir hlutir séu að breytast með breyttum tíðaranda en ég tel að kúnnarnir taki svona ágengni mjög misjafnlega. Það getur vel verið að það þyki gamaldags viðhorf en ég tel að þetta sé hluti af ákveðinni siðsemi. Menn eiga ekki að keppa með þessum hætti heldur sýna þau tilþrif í sinni vinnu að það laði að viðskipti. Láta verkin tala.“ Stór framleiðandi hefur lýst því yfir að hann vildi gjarnan stunda útboð í vinnslu á auglýsingum í meiri mæli en nú tíðkast. Hann segist hafa mætt mikilli andstöðu við slík vinnubrögð meðal aug- lýsingastofa. Hveijar eru ástæður þess og hvað er athugavert við að bjóða út verk eins og gerð auglýsinga? „Það, sem sem trúlega vakir fyrir þessum framleiðanda, er að fá auglýsing- ar unnar á sem lægstu verði. Verð og gæði verða hins vegar ekki sundur skilin í þessum efiium frekar en mörgum öðr- um. Þú færð ekki Benz iýrir andvirði Skoda. Kannski eru þarfir þessa fram- leiðanda þannig að mjög ódýrir hlutir virki fyrir hann. Þetta hefur alltaf þekkst í einhveijum mæli. Það hafa lengi tíðkast í faginu nokkurs konar hugmyndaútboð. Þá eru nokkrar stofur fengnar til að skila inn hugmyndum eða tillögum að því hvernig best væri að auglýsa tiltekið fyrirtæki eða vöru. Oft er þetta gert þegar við- skiptavinir eru að færa sig milli stofa eða íhuga það. Það er mjög misjafnt hvað stofur ganga langt í að vinna slíkar hugmyndir, enda vantar oft forsendur til þess. Al- mennt er stofum illa við þetta því eðli málsins samkvæmt fer stór hluti slíkrar vinnu í ruslið og tímanum væri betur var- ið í annað.“ Rannsóknir Fijálsrar verslunar leiddu í ljós að vinnubrögð af þessu tagi, þ.e. út- boð og fleira, fara mjög í vöxt og er hægt að rekja nýleg dæmi um það. FRAMLEIÐANDIÁ VILLIGÖTUM Þessi sami framleiðandi sagðist hafa áhuga á því að ráða inn til sín auglýsinga- teiknara og kaupa tölvur og spara þannig tíma og vinnu fyrir fyrirtæki. Er þetta eitthvað sem stór fyrirtæki tíðka í vax- andi mæli? „Þessi framleiðandi er á villigötum. Menn eiga að halda sig við það sem þeir kunna. Einn maður afkastar engu af viti í alvöru auglýsingagerð. Styrkur stofanna liggur í hópvinnu og fjölþættum viðhorf- um. Góður auglýsingateiknari getur haft margt til að bera á sínu sviði en hann vantar e.t.v. markaðsþekkingu, hug- myndaauðgi, íslenskukunnáttu og margt fleira sem þarf að koma til. I þessu viðhorfi felst Ifka ofurtrú á tölvunum. Þær út af fyrir sig breyta engu. Menn verða ekki góðir rithöfundar við að eignast tölvu og það sama gildir um auglýsingatækni. Þar fyrir utan er næst- um nauðsynlegt að sá, sem býr til auglýs- ingar fyrir vörur eða fyrirtæki, hafi ákveðna fjarlægð og sjái viðfangsefnið þannig með augum markaðarins." Söfnun upplýsinga um kaupvenjur Rúna, Guðrún Þórisdóttír, er auglýs- ingateiknari sem vinnur bara fyrir bílaumboðið Heklu, einn stærsta auglýsanda á Islandi, og sér um allar auglýsingar fyrir þá. FV-myndir: Kristín Bogadóttír C/ öryggi Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. </) —---- Bedco & Mathiesen Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.