Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 32
IIluti starfsmanna Mímis-Tómstundaskólans. í fremri röð frá vinstri eru Ásthildur Guðlaugsdóttír þjónustufulltrúi,
Snorri S. Konráðsson, framkvæmdastjóri MFA, Andrés Guðmundsson skólastjóri og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttír,
verkefnastjóri og kennari. Og í aftari röð: Sigríður Einarsdóttír þjónustufulltrúi, Bergþóra Ingólfsdóttír, verkefnastjóri
og kennari, Hjördís Kristínsdóttír bókari og Rósa S. Jónsdóttír gjaldkeri. FV-myndir: Geir Olafsson.
Bukin áhersla er lögð á símenntun starfsfólks í fyrirtækjum hér á
landi. Starfsmenn eru stöðugt að læra eitthvað nýtt eða rifja
upp það gamla en fyrirtækin vilja ekki síður tryggja að þeir séu
ávallt í þjálfun sem námsmenn og þar með reiðubúnir að bregðast við
fyrir ákveðin fyrirtæki eða stofnanir. Þarfirnar eru kannaðar í samvinnu
við stjórnendurna á hverjum stað og námskeiðin skipulögð í samræmi við
þær. Þannig hefur Mímir-Tómstundaskólinn verið með stór, tíu vikna
námskeið fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar þar sem settir eru saman
„KLÆÐSKERASAUMUÐ" NÁMSKEH)
þegar nýjungar eiga sér stað. Fyrirtækin eru því mörg hver að verða nokk-
urs konar námsmiðstöðvar fyrir símenntun," segja þeir Andrés Guð-
mundsson, skólastjóri Mímis-Tómstundaskólans, og Snorri S. Konráðs-
son, framkvæmdastjóri MFA.
Mímir-Tómstundaskólinn er „ævinlega til þjónustu reiðubúinn" eins
og þeir orða það - tilbúinn að bjóða fyrirtækjum „klæðskerasaumuð"
námskeið sem uppfylla þarfir og kröfur þeirra og starfsfólksins auk þess
sem skólinn býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir allan almenning. Á
námskeiðaskrá eru hátt í 200 námskeið og kennarar eru liðlega 200.
„Þarfir fyrirtækja og stofnana eru mismunandi," segir Andrés. „Sum-
ir senda starfsmenn til okkar á tungumálanámskeið og þá jafnt á almenn
námskeið skólans, sérsniðin námskeið eða jafnvel einkatíma. Einnig eru
dæmi um að starfsmannahópar taki sig saman og sæki slík námskeið."
SKIPULEGGUR STARFSMENNTUN
Mímir-Tómstundaskólinn tekur að sér að skipuleggja starfsmenntun
ýmsir þættir, til dæmis tungumál, samskipti og sjálfsstyrking, svo úr
verður endurmenntunar- og starfsmenntunarpakki. „Námskeiðin eru
„klæðskerasaumuð" eftir þörfum stofnunarinnar. Okkur eru gefin „mál-
in", ef við höldum okkur við líkingamálið, og við sniðum eftir þeim. Við
veljum hugsanlega efnið lika sem við „saumum" úr."
Mímir-Tómstundaskólinn hefur komið að innri markaðssetningu fyrir-
tækja með því að skipuleggja námskeið fyrir einstakar deildir með það
fyrir augum að kenna starfsmönnum hvernig deildirnar geti best náð
markmiðum sínum i samstarfi við aðrar deildir fyrirtækisins.
ÓTVÍRÆÐUR ÁVINNNGUR
Sumir spyrja kannski: Hver er ávinningurinn af því að leita til skólans?
Hann er ótvíræður, segja forsvarsmennirnir. Skólinn hefur yfir að ráða
húsnæði, tækjum, námsgögnum, þekkingu og reynslu sem yrði kostnað-
arsamt fyrir fyrirtækin sjálf að safna saman ætluðu þau sér að standa
sjálf fyrir námskeiðunum. Þurfi meira til en skólinn hefur yfir að ráða leit-
fcvmflUmVIMIIK'I
32