Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 82
Sigrún Helgadóttir deildarstjóri Verðbréfaþings Islands vinn- ur mikið en gefur sér þó tíma til að skreppa á hestbak. FV mynd: Kristín Bogadóttir. og uppgjör þeirra verða mun hraðvirkari og örugg- ari. „Þetta teljum við mikið framfaraskref enda er nú- verandi tilhögun eitt þeirra atriða sem erlendir ijárfest- ar hafa fundið mest að á ís- lenskum verðbréfamark- aði.“ Verðbréfaþing er núna til húsa á fyrstu hæð Seðla- bankahússins, en stefnt er að því að flytja í eigið hús- næði á næsta ári. Hjá þing- inu starfa 10 manns í átta stöðugildum og fjölgun starfsfólks er fyrirhuguð. Verðbréfaþing Islands er ung stofnun en fyrsti starfs- maðurinn sem ráðinn var eingöngu til þingsins kom til starfa 1991. Sigrún var starfsmaður númer tvö en hún var ráðin sumarið 1993, þá nýútskrif- uð úr viðskiptafræði í Há- skóla Islands en þar settist hún á skólabekk eftir stúd- entspróf úr MR Auk þess að vera sviðsstjóri er hún Qyrirtæki skráð á Verðbréfaþingi ís- lands verða um 50 um áramót en voru 32 fyrir ári síðan. Þetta sýnir einna best vaxandi umsvif á þess- um markaði,“ segir Sigrún Helgadóttir forstöðumaður skráningar og aðildarsviðs Verðbréfaþings. „Þingaðilar eru nú 18, skráð félög 49 og aðrir út- gefendur bréfa um 35 og þessi hópur viðskiptavina stækkar jafnt og þétt.“ Verðbréfaþingið hefur að undanförnu verið að endurskoða reglur þings- ins. I kjölfar samþykktar EES samningsins varð Verðbréfaþingið sjálfstæð stofnun sem ber að setja reglur í samræmi við þær tilskipanir sem Islendingar gangast undir með undir- skrift samningsins og gilda skulu um verðbréfamark- aðinn. „Þetta var gert 1993 en síðan hefur markaðurinn SIGRÚN HELGADÓTTIR, VERDBRÉFAÞINGI breyst mikið. Við höfum m.a. kynnt okkur hvernig aðrar evrópskar kauphallir hafa tekið á þessum tilskip- unum og túlkað þær. Þátt- taka okkar í erlendu sam- starfi hefur því verið vax- andi þáttur í starfi Verð- bréfaþings, sérstaklega þetta síðasta ár.“ Nú þegar hafa tekið gildi nýjar reglur um þingaðild og skráningu verðbréfa og um áramót er gert ráð fyrir að nýjar reglur um við- skipta og upplýsingakerfi þingsins og um viðvarandi upplýsingaskyldu útgef- enda taki gildi. Upplýsingaskylda útgef- enda hefur verið talsvert í sviðsljósinu undanfarið ár TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON svo eflaust má telja tíma- bært að setja nýjar reglur um þau mál. „Okkar reglur hafa ef til vill ekki verið nógu skýrar um upplýs- ingaskylduna en nú verður vonandi bætt úr því, m.a. til samræmis við auknar kröf- ur markaðarins. Megintil- gangurinn með endurskoð- un reglnanna er að gera þær skýrari.“ Sigrún telur að meðal þess sem breytt hefur við- horfi manna til upplýsinga- gjafar er sú verðlækkun hlutabréfa sem orðið hefur undanfarna mánuði. Hún telur að ýmis merki sjáist um það að ungur íslenskur markaður sé að laga sig að breyttum aðstæðum. Margt er á döfinni hjá Verðbréfaþingi og í um- hverfi þess. Að undanförnu hefur Alþingi fjallað um tvo frumvörp sem snerta verð- bréfamarkaðinn, annars vegar um starfsemi kaup- halla og skipulegra tilboðs- markaða og hins vegar um verðbréfamiðstöð og raf- ræna skráningu eignar- halds markaðsverðbréfa. I því fyrrnefnda er m.a. gert ráð fyrir því að núverandi einkaleyfi þingsins á verð- bréfaþingsstarfsemi verði afnumið og að þinginu verði breytt í hlutafélag. Þegar verðbréfamiðstöð tekur til starfa verða öll markaðsverðbréf skráð á einum stað og öll viðskipti staðgengill framkvæmda- stjóra og fulltrúi Verðbréfa- þings í erlendu samstarfi. Sigrún er gift Jóni Braga Bergmann lækni og þau eiga saman tvö börn 7 og 5 ára. Sigrún segist ekki gefa sér mikinn tíma til að sinna sérstökum áhugamálum utan vinnunnar. Þegar tíma- freku starfi sleppir vill hún helga íjölskyldu og vinum tíma sinn. „Við eigum reyndar sex hesta en það er aðallega eiginmaðurinn sem sinnir þeim. Ég fer á hestbak þeg- ar færi gefst. Þetta er frá- bært tómstundagaman og nú fara börnin að verða nógugömul til að taka virk- an þátt í því.“ Sll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.