Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 59
KAUP FLUGLEIÐA Á NÝJUM FLUGVÉLUM
Kaup Flugleiða á nýjum flugvélum
fýrir um 15 milljarða verða að teljast
með helstu viðskiptafréttum ársins.
Miðað við umfang kaupanna fékk
þessi frétt fremur litla umfjöllun í ijöl-
miðlum. Hér er um afar stórhuga
ákvörðun að ræða hjá Flugleiðum en
nútímalegur flugvélafloti - ásamt góð-
um starfsmönnum - er ávísun á mikl-
ar framtíðartekjur hvers flugfélags.
KAUPIN Á VÍKING OG SÓL
Kaup Háuhlíðar hf., ijárfestingar-
félags Péturs Björnssonar og Vífil-
fells, á Víking hf. á Akureyri vöktu
nokkra athygli í viðskiptalífmu. Hvað
um það, Víking á Akureyri keypti síð-
an Sól hf. í Þverholtinu eftir
æsispennandi keppni við Pál Kr. Páls-
son, þáverandi forstjóra Sólar, en
hann reyndi að koma í veg fýrir yfir-
tökuna - og virtist vera með unnið
spil um tíma. En Víking einfaldlega
yfirtrompaði. Það var fýrst og fremst
Geir Gunnar Geirsson, eggjabóndi á
Vallá á Kjalarnesi, sem var upphafs-
maðurinn að því að hluthafar í Sól
seldu hlut sinn á liðlega 200 milljónir
til Víking. Þegar á árinu 1996 vildi
hann selja hlut sinn í Sól - og hann fór
ekkert leynt með það á meðal ijár-
festa í viðskiptalífmu.
FJÁRFESTINGAR OPINNA KERFA
Fjárfestingar Opinna kerfa, undir
forystu Frosta Bergssonar, hljóta að
teljast með helstu tíðindum í við-
skiptalífinu. Opin kerfi keyptu meðal
annars í ACO, Skýrr, Hug og Hans
Petersen á árinu. Ekki verður annað
sagt en að Opin kerfi hafi þanist út og
er fýrirtækjaflóra þeirra orðin fjöl-
breytt.
RÁÐNING BJARNA
Mannaráðningar vekja ætíð at-
hygli. Sú, sem bar höfuð og herðar
yfir aðrar á árinu, var ráðning Bjarna
Ármannssonar, 29 ára forstjóra Kaup-
þings, í starf forstjóra Fjárfestinga-
banka Islands - en bankinn tekur
formlega til starfa um áramótin.
Bjarni hefur sankað til sín góðum
mönnum frá keppinautunum, meðal
annars Islandsbanka. Beðið er með
mikilli eftirvæntingu eftir útspili
bankans á næsta ári. S5
Vertu fær í flestan sjó
O Eldsneyti á skip og báta O Þurrkupappír og skammtarar
O Rafgeymar og hleðslutæki O lce clean háþrýstiþvottakerfi
O Smurolíur fyrir allar vélar O Vinnugallar, vinnuskór og vettlingar
O Hreinsiefni og sápur O Rekstrarvörur f/ útgerð og fiskvinnslu
rTiin 5100
Pantanasími: 515 1100
Pantanir í fax: 515 1110
Þjónusta viö
sjávarútveginn
léttir þér lífíð
w
SHARP
Umhverfísvænar
Ijósritunarvélar
►
K
Uppfylla alþjóSlega ISO umhverfis- og
gæðastaðla.
Framleiddar úr endurvinnan-
legum efnum.
1 Framköllunarefni innihalda
hvorki ofnæmisvaldandi
né önnur skaðleg efni.
1 Ljósrita ó endurunninn
pappír.
1 Sparneytnar og hljóðlótar.
- OMHVf/j
w
^SVANOP^
Norræni svanurinn
- tákn um umhverfisvæna framleiðslu
aru
11 922-1997
-traust Jjjónusta í sjötíu ogfimm ár
59