Frjáls verslun - 01.11.1997, Síða 73
•................
fram allt hinn al-
menni leikhús-
gestur, á heimt-
ingu á, að fái að
spreyta sig við
bestu aðstæður.
Eg hef t.d. sagt
það oftar en einu
sinni, og mun
segja það jafn
lengi og þörf
krefur, að mér er
fullkomlega
óskiljanlegt, að
jafn fær maður
og Halldór E.
Laxness hafi
ekki enn fengið inni í Þjóðleikhúsinu.
Þó að Halldór hafi ekki heldur hlotið náð fyrir augum Þórhild-
ar, eftir að hún tók við í Borgarleikhússinu, hefur hún með nýjum
áherslum í leikstjóravali að nokkru náð að bæta fyrir slælega
frammistöðu starfsbróður síns í Þjóðleikhúsinu (sbr. grein mína
um Borgarleikhúsið í 2. tbl. Fjölnis). En nú þarf að taka mun bet-
ur á, því að með örfáum undantekningum hafa fæstir hinna nýju
leikstjóra gert garðinn frægan á þessu ári. Baltasar Kormákur
hefur þannig haft nóg að gera við að reka eigið leikhús og fylla
upp i vinnuskyldu sína sem leikari við Þjóðleikhúsið - þó að ég sé
hræddur um, að hann verði leikhúsinu seint jafii nýtur þegn sem
leikari og leikstjóri - en vissulega er hann nú á kafi í Hamlet, svo
að við þurfum vonandi ekki að hafa áhyggjur
af honum í bili.
Þjóðleikhússfjóri boðar glæsilegt
leikár
Það var óvenju mikill völlur á Stefáni
Baldurssyni, þegar hann kynnti verkefna-
skrá Þjóðleikhússins í haustbyriun. Áferðarfagur kynningar-
bæklingur var gefinn út og því hampað óspart í fjölmiðlum,
hversu glæsilegt úrval verkefna væri í boði. Að sönnu munu fæst-
ir sæmilega sjóaðir leikhúsmenn hafa trúað því, að honum tækist
að framkvæma þessa áætlun út í ystu æsar, enda hefur það kom-
ið á daginn; ekki bólar enn á tveimur leikritum sem boðuð voru í
nóvember, Ijölskylduleik á stóra sviðinu og frönskum gamanleik
á litla sviðinu. Að sjálfsögðu má alltaf búast við því, að áætlanir í
leikhúsi gangi úr skorðum, t.d. vegna óvenju mikillar eða lítill-
ar aðsóknar. I þessum tilvikum verður þó ekki séð, að neitt
slíkt hafi átt sér stað, sem bendir til, að leikhúsið hafi hér
orðið uppvíst að full mikilli auglýsingamennsku - og satt
best að segja kæmi mér einnig mjög á óvart, ef stórveldin
Shakespeare, Olafur Haukur, Bertolt Brecht og Birgir Sig-
urðsson rúmuðust öll á stóra sviðinu í vor. Það er slæmt,
ef Þjóðleikhúsið stendur ekki við fyrirheit sín gagnvart
áhorfendum; auðvitað verður fullur trúnaður að ríkja
milli þjóðarinnar og helsta leikhúss hennar.
Eg hef ítrekað gagnrýnt Stefán Baldursson fyrir
að leggja litla rækt við klassíkina, og skal því verða
fyrstur manna til að fagna þeirri yfirbótarviðleitni
.............-•
sem hann sýn-
ist nú ætla að
hafa í frammi.
Mér finnst hún
að vísu helst til
síðbúin í leik-
hússtjóratíð
sem er brátt á
enda. Það hefur
verið afar tilvilj-
anakennt, hvað
af eldri leikbók-
menntum hefur
ratað upp á svið
Þjóðleikhúss-
ins undir hans
stjórn; grísku
leikskáldin hafa t.d. ekki hlotið náð fyrir augum hans og ekki
heldur Moliére, meistari meistaranna í gamanleiknum (ég tel
ekki með hina stórskringilegu uppfærslu Rimas Tuminas á Don
Juan) eða Strindberg. Aðeins tvö verka Shakespeares hafa verið
flutt og bæði lögð í hendurnar á Guðjóni Pedersen, sem hefur
margsinnis sýnt og sannað, að hið eina sem hann getur gert við
Svaninn frá Avon er að reyta af honum ijaðrirnar. Villiöndin hef-
ur eitt verka Ibsens komist inn í leikhúsið og þá bretti Stefán
Baldursson sjálfur upp ermarnar og reytti fuglinn.
Einnig hefur mjög lítið verið gert að þvi að taka fram eldri
skáldverk eftír aðra en heimsmeistarana; verk sem geta þó enn
átt til okkar margvíslegt erindi og skipta miklu máli fyrir hið al-
menna menntunar- og fræðsluhlutverk, sem
leikhúsinu er skylt að rækja. Skækja John
Fords var einkar gott dæmi um þetta; annað,
að vissu leyti ekki ósvipað, var Fáviti
Dostojevskís, þar sem Hilmir Snær lagði okk-
ur að fótum sér. Bæði fengu verk þessi af-
bragðs undirtektir áhorfenda, þó að margir
heföu tæpast spáð þeim miklu gengi fyrirfram.
Dirfska sú og frumleiki, sem þessar sýningar báru vitni um,
hafa verið of sjaldséð í tíð Stefáns Baldurssonar. En þá er skylt að
muna, að forveri hans í stóli leikhússtjóra, Gísli Alfreðsson, var
afar veikur stjórnandi og lengst af sáttur við að láta alla listræna
áhættu eiga sig. Stefán hefur sannariega hrist upp í leikhúsinu,
rekið á braut þá lognmollu sem þar ríkti fyrir. Hann hefur glöggt
leikhúsauga og honum hefur yfirleitt tekist að sneiða hjá verkum
sem henta ekki kröftum hússins. Engum dylst, að bæði
leikendur og leikstjórar leggja sig alla fram undir forystu
hans; að menn komast ekki upp með það sleifarlag,
sem fyrrum var algengt í leikhúsinu. Gallinn er aðeins
sá, að fagmennskan fer allt of sjaldan í alvöru leikskáld-
skap og fæðir af sér list sem snertir mann í raun og
veru. Til hvers í ósköpunum að flytja verk eins og
M Butterfly, Sannan karlmann, Kiabbasvalirnar -
svo ég nefni fáein verk af handahófi - eða ís-
lensku leikritin, sem ég drap á í síðasta tölublaði
Fijálsrar verslunar? A sama tíma hafa sum af
fremstu og áhugaverðustu leikskáldum sam-
tíðarinnar ekki sést á sviðinu: Havel, Pinter,
Úr leiksýningu ársins: Að eilífu í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
73