Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 71
LMr<3>mennin? S)á da?ar koma Ahugaleysi eða getuleysi Ríkisútvarpsins tvarpshúsið í Efstaleiti er glæsileg bygging á tignarlegum stað sem hæfir virðulegri menningarstofnun. Þegar inn er komið kemur á óvart að húsið er dauflegt og minnir meira á „steríla” sjúkrastofnun en flölmiðil. Þetta slær mann af því að það er í þversögn við lifandi og síbreytilega starfsemina sem húsið er byggt utan um. Starfsmenn Ríkisútvarpsins sakna eflaust ekki gamla út- varpshússins við Skúlagötu sem var langt frá því að vera tæknilega vel búið, snyrtilegt eða fallegt. Þar var þó ágætt tónlistarstúdíó, sem ég kom oft í, og þangað lá leið ungra söngvara og annarra tónlistar- manna þegar þeir komu heim frá námi eða stöldruðu við í námsleyf- um. Þjóðin fékk að hlýða á námsárangurinn og fýlgjast með þroska- ferli listamanna. Þættirnir „Einsöngur í útvarpssal” voru vinsælir og geyma mikilvæg verðmæti. Þessir þættir eru því miður ekki á dag- skrá lengur. Astæðan er sú að það er ekki upptökuaðstaða í Utvarps- húsinu við Efstaleitið til að taka upp tónlist í útvarpssal. Enda þótt stór hluti glæsibyggingarinnar standi enn auður og hluti hennar sé jafnvel leigður út er ekki hægt að taka upp eitt einasta sönglag í söl- um hennar. Tækin eru til staðar og tækniþekkingin við hljóðupptök- ur er til staðar. Ahugaleysi eða getuleysi, þeirra sem þarna ráða ríkj- um, hlýtur því að vera ástæðan. Þar til Ríkisútvarpið hefur aftur feng- ið tónlistarstúdíó er ekki hægt að taka undir það að stofnunin sinni sínu menningarlega hlutverki. Af þessari ástæðu hafa tónlistarunnendur ekki heyrt til eða haft spurnir af fjölmörgum óperusöngvurum sem starfa erlendis. Alls eru starfandi á flórða tug íslenskra óperusöngvara erlendis. Einn af þeim er Kolbeinn Jón Ketilsson sem ég ætla að fjalla aðeins um. Enrico Caruso Konungur tenóranna, Enrico Caruso, var ekki efnilegur nem- andi. Atján ára sóttist hann eftir að komast í söngnám hjá þekktum söngkennara í Napólí sem hét Guglielmo Vergine. Vergine leist hins vegar ekkert á þennan unga, óframfærna og sárafátæka söngnem- anda. Hann neitaði honum í fyrstu um söngtima og líkti rödd Caruso við vindgnauð í glugga. Einhvern neista hefur samt söngkennarinn séð sem marka má af því að hann gaf Caruso tækifæri til þess að hlusta á aðra nema sönglistina. Að ári liðnu sagði Vergine við Caruso: „Þú hefur enga rödd en þú ert greindur og hefur eitthvað lært hér.“ Einn nemandi Vergine bar af. Hann hét Punzo og gladdi það Vergine þegar Punzo gekk að eiga dóttur hans, enda taldi þessi virti maestro að Punzo biði glæst framtíð á óperusviðinu. Allt fór þetta á annan veg. Mörgum árum síð- ar bankaði Punzo á dyrnar hjá Caruso í New York og sá ten- órinn aumur á atvinnulausum samlanda sínum og bauð honurn að vinna við þjónustustörf á heimili sínu. Þessi saga segir okkur einfaldlega að það er ekki hægt að svara með neinu öryggi spurning- unni: ,Á þessi söngnemi ffamtíð fýrir sér sem söngvari?'1 Það er hægt að segja hvort rödd sé góð eða ekki og hvort viðkomandi sé tónviss. Miklu lengra er ekki hægt að komast nema mað- ur vilji fullnægja ósk- hyggju spyrjandans. Þetta er bara staðreynd. Baríton eða tenór Fyrir allmörgum árum fór ég á nemenda- tónleika hjá Söngskólan- um í Reykjavík. Mér eru enn ýmsir minnisstæðir frá þessum tónleikum og þar á meðal var einn ungur baríton sem söng aríu Georg Germonts úr óperunni La Traviata eftir Giuseppe Verdi. Rödd- in var góð en langt frá því að hafa náð nægilegum þroska til að syn- gja Verdi. Það gerði ekkert til, enda algengt og æskilegt að söngnem- ar spreyti sig á verkefnum sem teygja þá að og út fyrir þau mörk sem þeir ráða við. Þessi nemandi var Kolbeinn Jón Ketilsson. Skilin á milli barítons og tenórs geta verið óskýr. Sumir þekktir tenórar byijuðu söngferil sinn sem barítonar. Má þar ffæga nelha Italann Carlo Bergonzi og hinn danska Lauritz Melchior. Sá síðar- nefndi var vinur Péturs Á. Jónssonar tenórs sem var fyrstur Islend- inga til að geta sér frægðar á sviði óperusöngs. En ég er ekki að líkja Kolbeini Jóni við Caruso. Mér datt sagan af Caruso í hug í þessu samhengi vegna þess að það var ekki hægt að heyra á nemendatón- leikum-Söngskólans í Reykjavík hér um árið að þar væri í mótun glæsilegur tenór. Einstaklega fallegur geisladiskur En þessi fyrrverandi baríton og núverandi tenór, Kolbeinn Jón Ketilsson, hefur ávaxtað sínar talentur af kostgæfni. Nú stígur hann, ásamt Hjálmari Sighvatssyni píanóleikara, fram á sviðið með nýjan geisladisk þar sem er að finna helstu söngperlur okkar íslendinga, 27 talsins. Geisladiskurinn heitir Sjá dagar koma. Það leynir sér ekki að karlmannlegur litur raddarinnar sækir uppruna sinn í baríton. En það eru þessi karlmennska og kraftur sem gefa mörg- um af okkar þekktustu sönglögum nýtt líf og túlkunardýpt sem ekki hefur heyrst áður. Vil ég þar nefna lög eins Betlikerlinguna og Svanurinn minn syngur eftir Sigvalda Kaldalóns, Kveðju eftir Þórarinn Guðmundsson og Bikarinn eftir Markús Kristjánsson. Eg hefði þó kosið að hafa hraðara tempó á nokkrum lögum eins og t.d Sjá dagar koma eftír Sigurð Þórarinsson. Sum laganna á geisladisknum eru svo vel flutt af þeim félögum að mér finnst aðrir ekki hafa gert betur. Það er shmdurn erfitt fyrir óperusöngvara, sem fyrst og ffemst miða þjálfun raddarinnar við stór óperuhús og stórar hljómsveitir, að ná viðkvæmri kyrrð lítilla laga. Þannig finn- ur Kolbeinn Jón sig ekki alveg í lögum eins og Sofhar lóan eftir Sigfús Einarsson og Sáuð þið hana systur mína eftir Pál Isólfsson. Hins vegar finnur hann algjör- lega andann í vögguvísunni alkunnu Sofðu unga ástin mín, sem er þjóðlag í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, og skilar henni í samræmi við það. Yndislega gert! Þetta er geilsadiskur sem verður að vera í safninu. S!i Geisladiskurinn Sjá dagar koma með Kolbeini Jóni Ketilssyni tenór 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.