Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 28
MENN ÁRSINS Jón Ásgeir Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni, Lindu Margréti Stefánsdóttur ljósmóður, og börnum þeirra tveimur. Þau heita Asa Karen og Anton Felix. Það þriðja var á leiðinni þegar myndin var tekin en meðan á vinnslu greinarinnar stóð íjölgaði um einn í ijölskyldunni þegar sonur fæddist þann 11. desember. ef þeir sáu eitthvað gott. Það var greinilega ákvörðun sem borg- aði sig.“ GAUMUR í HÓTEL- OG VEITINGAREKSTRI Bónusfeðgar eru þátttakendur í veitingarekstri en þeir eiga þriðjungshlut í Hard Rock Café og Grillhúsinu sem Helga Bjarna- dóttir og Kristbjörg Kristinsdóttir annast rekstur á. Jón Asgeir og Jóhannes eru sammála um að sú tilraun gangi vel og lofi góðu. „Það er allt í lagi að taka þátt í öðrum atvinnurekstri en versl- un með fólki sem kann til verka. Það er nauðsynlegt að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni. Við höfum hinsvegar engan áhuga á að verða að einhverju Sambandi. Bónus er barnið okkar og það er okkar aðalstarf að gæta þess.“ Þá gerðist Gaumur hf. aðili að endurreisn Hótel Oðinsvéa sem nýlega var lýst gjaldþrota. Það var Bjarni Árnason, oft kenndur við Brauðbæ, sem stóð fyrir þeim rekstri en Þóra, dóttir hans, verður hótelstjóri nýs hótels. Jóhannes og Bjarni hafa þekkst í um 40 ár og mikill vinskapur er milli ijölskyldnanna. Að sögn þeirra feðga er stjórnun fyrirtækisins einföld. Jón As- geir stjórnar öllum daglegum rekstri, sér um samninga við birg- ja og er þannig framkvæmdastjóri yfir öllu veldinu með bæki- stöðvar í Skútuvogi meðan Jóhannes er á meira ferðinni milli staða og samanlagt fylgjast þeir feðgar mjög grannt með öllurn rekstri. „Við höfum komið okkur upp kraftmiklum millistjórnendum og þeim treystum við. A skrifstofunni erum við með einvalalið sem hefur sýnt okkur mikla hollustu. Við vitum að þar eru verk- in í góðum höndum. I verslununum er her vinnuglaðra starfs- manna sem kunna að láta hendur standa fram úr ermum. Mörg- um finnst erfitt að sleppa tökum á stjórnartaumunum en með þennan mannskap þuríúm við ekki að vera að stressa okkur og getum alveg brugðið okkur frá í nokkra daga ef með þarf. En okkur kemur vel saman og það eru engin átök um stjórn- ina. Þetta er svona okkar útgáfa af lýðræði." VINNAN, SUNDIÐ 0G TÆKJASALURINN Bónus er á margan hátt dæmigert fjölskyldufyrirtæki þrátt fyrir stærðina. Auk feðganna vinna við það Ása, kona Jóhannesar, og dóttir þeirra, Kristín. Hún er búsett í Danmörku og vinnur að ýmsum sérverkefnum fyrir Bónus þar og á meginlandinu, ásamt manni sínum. Þeir feðgar hafa áður lýst vinnudegi frá sex á morgnana til miðnættis fyrstu árin og viðurkenna að enn sé oft langur vinnu- dagur, enda sé það eðlilegt þegar vinnan og áhugamálið séu eitt og hið sama. Þeir segjast þó slaka á og halda sér í formi utan vinnunnar. Jón Ásgeir fer í World Class á morgnana og tekur stundum vel á. Jó- hannes segist oft byrja daginn með því að fara í Sundlaug Seltjarn- arness og synda svolítið. Hann segir reyndar að það sé dagamun- ur á því hvort synt sé rösklega eða lífsgátan leyst í heita pottinum. Sumarbústaður við Meðalfellsvatn er afdrep fjölskyldunnar þegar hvíldar er þörf. „Fyrst og fremst hefur þetta verið óskaplega skemmtileg bar- átta og sá, sem vinnur fyrir sjálfan sig og gengur vel, er ekkert að horfa á klukkuna. Við höfum aldrei haft peningaáhyggjur allan þennan tíma, sem betur fer.“ SU EKKI LESA ÞENNAN TEXTA! Exton hljóð ehf. sem stofnað var fyrir ári síðan, leigir út stór og smá hljóðkerfi fyrir uppákomur af öllu tagi, svo sem ræður, ráðstefnur, böll og allt upp í stórtónleika í Laugardalshöll, allt eftir óskum viðskiptavina okkar. Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu starfsmanna í hljóðbransanum. Okkar mestu afrek hingað til hafa meðal annars verið samvinna okkar við David Bowie, Sting, Benny Hinn Heimskórinn og marga fleiri. Einnig seljum við hljóðkerfi og nýtum okkar reynslu til að leiðbeina viðskiptavinum okkar um bestu kaupin. Exton er í raun móðurfyrirtæki hljóðsins og er um þessar mundir að fagna fimm ára afmæli sínu. Við sérhæfum okkur í leigu og sölu á öllum búnaði tengdum Ijósum og sviðum, hvort sem það er fyrir kvikmyndir, óperur, leikhús eða brúðkaupsveislur. Þegar þessi tvö fyrirtæki leggjast á eitt verður ekkert verkefni okkur ofviða. CtD L J Ó S & HLJÓÐ Skipholti 11-13 (Brautarholts megin) Ljós sími 551-2555 / Hljóð sími 552-8083 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.