Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 77
Mi&menninv Hinir mör?u o? rmáu Einar Már Guðmundsson: Fótspor á himnum. Mál og menning 1997. eir, sem lesið hafa Engla alheimsins, sem út kom árið 1993, setja sig vart úr færi að kynna sér hina nýju skáldsögu Einars Más Guðmundssonar sem nú nýverið kom á markaðinn. Englar alheimsins var raunar svo merkileg bók og eftir- minnileg að hún var ekki einu sinni tilnefnd til Islensku bókmennta- verðlaunanna er hún kom út og geta menn af því tilefni lengi velt fyr- ir sér því fyrirbæri sem stundum er kallað íslenska bókmenntastofn- unin. Englar alheimsins sóttu sigurlaun sín til útlanda er Einar Már fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið. Síðan hefur hún farið sigurför mikla víða um veröldina. Englar alheimsins tjallar um meinleg örlög geðsjúkra á íslandi. Þar kemur lítillega, en eftirminnilega, við sögu Ragnar, föðurbróðir hins geðsjúka Páls. Hann er rekinn úr stöðu sinni sem gæslumaður á Kleppi eftir að hann vann sér það til óhelgi að gefa svöngum sjúkl- ingi jólaköku. I hinni nýju bók beinist athyglin að Ragnari þessum þótt varla sé hægt að kalla hann aðalpersónu, enda vandséð að um eina aðalper- sónu sé að ræða í sögunni. Nærtækara er að líta svo á að Einar Már dragi upp í bók sinni sögu, sem mætti kalla ljöskyldu- eða jafnvel ætt- arsögu, breiða mynd íslensks þjóðfélags á fýrstu áratugum 20. aldar- innar. Hvernig er slíkt hægt á rúmum 200 síðum? Svarið er að þessu kemur höfundur til leiðar með miklu og fjölbreyttu safni persóna, sem bókina prýða, og örlögum þeirra. Meginslyrkur sögunnar ligg- ur einmitt í því hversu höfundi tekst að marka persónur sínar skýr- um einstaklingseinkennum svo að þær standa lesendum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Sá, sem sögu þessa segir, mælir í 1. persónu og skiptir ekki máli hver sú persóna er. „Eg” er einungis að segja sögu af ætt sinni og frændfólki. Sögumaður leynir því lítt að hann er sögumaður af gamla skólanum og gamalkunnugt orðfæri slíks sögumanns kemur við sögu: „Þarna bjuggu Haraldur langafi minn og Sigrún langamma mín, synirnir Olafur og Magnús og dæturnar Jóhanna og Þórdís, sem hér er getið þó lítið komi þær við þessa sögu” (bls. 17). Saga þessarar fjölskyldu er ekki alltaf sögð í réttri tímaröð; sögu- maðurinn færir sig stundum nær nútfmanum eða skyggnist um slund um á ofanverðri 19. öld en heldur síðan áfram þar sem frá var horfið. Þessi aðferð hentar sögunni vel, undirbýr það sem koma skal og vekur spennu. I Englum alheimsins undirbjó höfundur ýmislegt af því, sem átti eftir að koma á daginn, með fyrirboð- um margs konar, t.d. draumum. Þetta er ekki eins mikið ein- kenni hér en samt sem áður bregður því fyrir, t.d. er merki- legt lífshlaup Ragnars undirbúið með draumi móður hans. Höfundur hefur að einkunnarorðum bókarinnar tvö erindi ljóðs eftir Jóhannes úr Kötlum. Hið fyrra hefst svo: „I dag hef ég kannað hin sannfróðu svið / og séð hina stóru og fáu. / En hvar eru hinir, sem lögðu þeim lið? / Hvar leynast þeir mörgu og smáu. / [...]” Bókmenntir: Þóróur llel?ðíon Þeir, sem leita þemans eða megin- hugmyndar höfund- ar, geta staldrað við þessar línur. Fót- spor á himnum svarar spurning- ur.ni: Hvað varð um hina mörgu og smáu sem sagan gleymir svooft? Hvern- ig lífi lifðu þeir sem minna máttu sín? S u m i r komust vel af, greindu tækifærin og nýttu sér. Aðrir urðu undir, bognuðu undir lífsfarginu, misstu kjarkinn og trúna á lífið, leituðu á náðir óminnishegrans eða drógu sig í hlé frá skarkalanum. Enn aðrir studdust við guðstrú og sáu ævinlega einhverja glætu í stritinu þótt allt sýndist mótdrægt. Nokkrir eignuðust nýja trú, þá fullvissu að alþýðan gæti með sam- stöðu sinni öðlast hlutdeild í gæðum lífsins. Þar ber Ragnar hæst, föðurbróður sögumannsins okkar, þennan risavaxna, nautsterka og róttæka mann sem lætur sér fátt eða ekkert fyrir bijósti brenna, strýkur úr hverri vistinni á fætur annarri eða er rekinn, hýðir hús- bónda sinn, gengur háheiðar til að komast frá kvölurum sínum, espar verkamenn til mótmæla og leggur loks leið sína til Spánar til að berja á fasistum, særist m.a.s. þar og týnist um skeið en birtist svo allt í einu heima. Lýsingar allra þeirra persóna, sem við sögu koma, og örlaganna, sem bíða þeirra, mynda smám saman stórkostlegan vef, sem spegl- ar þróun nokkurra áratuga þegar þjóðfélagið er í upplausn, framtíð- in hulin þoku, fortíðin horfin eða farið að birta yfir henni í minningu fólksins sem flutti á mölina í leit að fegurra lífi en endaði í saggakjöll- urum. Þannig er sagan örlagasaga þess fjölda sem stundum er kall- að „venjulegt fólk” til aðgreiningar frá höfðingjunum sem heimurinn hossar. I ljós kemur að hið venjulega fólk er harla óvenjulegt. Allt frá því að fyrsta skáldsaga Einars Más leit dagsins ljós, Ridd- arar hringstigans (1982), hefur það blasað við að hann leggur flest- um höfundum meira í stíl sinn. Svo er einnig hér. Málið er einkar auðugt af alls kyns líkingamáli og sterkum myndum: „Börnin voru föl. Þau stóðu við kálgarðinn og horfðu á Jón í undarlegu tómi. Tár- in sem þau höíðu grátið mynduðu gufuhvolf í kringum þau. Ömmu varð súindum hugsað til niðursetninganna sem einn hrímaðan dag birtust í Reykárhreppi þegar hún stóð lítil og kát stúlka við túngarðinn, en hugsaði svo: Maðurinn minn er líka á sjó og veltist um hafið í fjarska; í tunglbjarma „ nætur, bak við snarbrattar öldur, í brotsjó og byl. Og börnin fæðast eitt af öðru” (bls. 49-50). Fótspor á himnum er verðugur arftaki Engla alheims- ■ ins. Sagan er spennandi, áhrifamikil og rituð af list. Eng- in saga býður upp á meira - og svo erum við kætt með því að Einar Már hafi ekki sagt skilið við þennan sagnaheim; enn sé von á einum. 33 Bókin Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.