Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 53
frá Macalester College í St. Paul í
Minnesota árið 1987.
Gamall kennari Hreggviðs úr Sam-
vinnuskólanum segist muna eftir honum
sem líflegum og spurulum nemanda sem
hafði lifandi áhuga á námsefninu og var
námsmaður í góðu meðallagi. Hreggvið-
ur tók virkan þátt í félagslífi skólans og
var vinsæll meðal skólafélaga sinna þar
sem hann þótti glaðvær og gamansamur.
Hann var um tíma formaður Nemendafé-
lagsins.
STARFSFERILLINN
Árið 1987-1988 starfaði Hreggviður
sem sölufulltrúi hjá Cargill Incorporated
í Jacksonville í Flórída. Cargill er einn
stærsta einkafyrirtæki í heiminum og
stærsti framleiðandi landbúnaðarafurða í
Bandaríkjunum en hlutverk Hreggviðs
var að selja afurðirnar til Austurlanda
nær og ijær.
Hann kom heim til Islands og starfaði
sem markaðsstjóri hjá bílaumboðinu
Brimborg árin 1988 til 1991. Þá hélt hann
enn í víking vestur og nú settist hann á
skólabekk í Harvard háskólanum og
lauk þaðan MBA prófi árið 1993.
Harvard er ótvírætt meðal virtustu skóla
á sviði viðskipta og ijármála. Örfáir ís-
lendingar hafa sótt nám þangað en
Hreggviður er sá eini sem er með MBA í
rekstrarhagffæði írá Harvard.
Eftir að náminu í Harvard lauk fór
Hreggviður að vinna hjá McKinsey-
&Company í Stokkhólmi. McKinsey
bauð honum fyrst sumarvinnu og síðan
fast starf. Þetta er eitt af virtustu ráð-
gjafaríyrirtækjum heims og gríðarlega
eftirsótt að komast í starf hjá því. Með
próf úr Harvard og meðmæli frá McK-
insey hefði Hreggviður eflaust getað val-
ið úr störfum í Bandaríkjunum. Þangað
vildi hann fara eftir starfið í Stokkhólmi
því hann kunni aldrei eins vel við sig í
Svíþjóð eins og vestan hafsins. Hreggvið
langaði til þess að nýta hæfileika sína í
landi tækifæranna, Ameríku, en þannig
sá hann það samfélag fyrir sér.
Þetta var að mörgu leyti erfið ákvörð-
un og afdrifarík. Eflaust hefði Hreggvið-
ur átt kost á ýmsum störfum í Ameríku
en valið stóð einnig um það hvort ijöl-
skyldan ætti að setjast að erlendis eða
snúa heim aftur til ættjarðarinnar.
Ymis fyrirtæki höfðu áhuga á að fá
Hreggvið i vinnu þegar það fréttist að
hann væri á heimleið og Islenska út-
Ilreggviður Jónsson er sjötti sjónvarpsstjóri Stöðvar tvö á ellefu árum. Hann
er m.a. menntaður í Samvinnuskólanum og Harvard.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
varpsfélagið var eitt þeirra. Margir vina
hans undruðust val hans á sínum tíma.
Þá stóð félagið á töluverðum tímamótum
þar sem Chase Manhattan bankinn var
að fjármagna kaup hluthafa á meirihluta-
eign í félaginu. Hreggviður mun hafa
FYRSTU LAUNIN12 ÁRA
Fyrsta launaða starfið, sem Hreggviður
gegndi, var við byggingu frystihússins á
Þórshöfn þegar hann var 12 ára gamall.
Síðar var hann í vegavinnu og fiskvinnslu
og stundaði sjómennsku.
metið það sem kost að þessi umskipti
væru að verða og var tilbúinn til þess að
taka áhættu og sá jafnframt ýmsa mögu-
leika í starfinu sem honum féllu vel.
FJÖLSKYLDAN
Hreggviður er giftur Hlín Sverrisdótt-
ur, f. 27. ágúst 1965 á Selfossi. Foreldrar
hennar eru Sverrir Siguijónsson, húsa-
smiður í Þorlákshöfn, og Álfhildur Stein-
björnsdóttir. Hlín er menntaður skipu-
lagsfræðingur og landslagsarkitekt frá
Macalester College og Cornell Uni-
versity í Bandaríkjunum og starfar hjá
53