Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.11.1997, Blaðsíða 22
Þeir feðgar þykja harðir samningamenn en það er Jón Ás- geir sem annast samninga við alla birgja og heildsala. segir að lykillinn að því hvað kerfið sé gott sé að þeir vissu ná- kvæmlega hvað þeir vildu. „Við höfum séð keppinautana gera þarfagreiningar á 400 blað- síðna skýrslum sem eru orðnar úreltar um leið og þær eru tilbún- ar. Okkar þarfagreining hefur yfirleitt rúmast á einu A4 blaði.“ VORU KOMNIR MEÐ FIMM BÚÐIR ÞEGAR SAMKEPPNIN VAKNAÐI Helstu keppinautar Bónus fyrstu árin voru Hagkaup, sem þá var nýflutt í Kringluna, Mikligarður, sem barðist í bökkum og endaði í risastóru gjaldþroti, Nóatún, sem var gamalgróin keðja og Grundarkjör en þessum árum reis veldi þess afar hratt en féll í miklu gjaldþroti skömmu síðar. Það er mat feðganna að keppi- nautarnir hafi ekki áttað sig fýrr en of seint að þeir voru komnir til að vera. „Þetta átti sinn þátt í að koma undir okkur fótunum. Ef við hefðum mætt harðari samkeppni er ekki víst að við hefðum haft þetta af. Við vorum komnir með fimm búðir þegar þeir áttuðu sig.“ HAFA ALDREITEKIÐ BANKALÁN OG ALDREI HAFT YFIRDRÁTTARHEIMILD Þeir Bónusfeðgar komu með breytta viðskiptahætti inn í mat- vöruverslunina hvað varðaði samskiptin við heildsalana. Heildsöl- um var boðið upp á þá kosti að i hvert sinn sem þeir kæmu með vörur fengju þeir greitt fyrir næstu sendingu á undan. Aður hafði tíðkast að gera upp hvern úttektarmánuð með 45 daga víxli og í raun voru vörurnar lánaðar í sex til átta vikur. „Þetta hafði tíðkast í mörg ár og auðvitað var þetta orðið inn- byggt í verðið," segir Jón Asgeir. „Þessu vildum við breyta og það tókst. Langflestir tóku þessu vel og lækkuðu verðið i samræmi við þessar örari greiðslur. Við höfum aldrei tekið bankalán og aldrei haft yfir- dráttarheimild í okkar rekstri. Við vildum ekki steypa okkur í skuldir til að kaupa inn- réttingar, kæliborð og mublur. Við vildum frekar fjárfesta í tölvubúnaði svo við gætum alltaf séð eftir daginn hvernig staðan væri.“ Til þessa dags hefúr Jó- UR 7.0001800 V0RUTEGUNDIR „Þegar við fórum af stað með Bónus vorum við með um 800 vöruteg- undir. Þeim hefur smátt og smátt fjölgað upp í það að vera um 1.250 í dag. Okkar fyrirmyndir erlendis, Aldi keðjan í Þýskalandi og Netto í Danmörku eru með 600-700 tegundir. Þegar veldi Sláturfélagsins reis sem hæst hafa trúlega verið til um 7000 vörutegundir í Austurveri." IVI E N N ARS INS hannesi og Jóni Ásgeiri tekist að reka Bónusveldið þannig að upphaflega stefnan að taka engin bankalán og nýta aldrei yfir- drátt stendur óhögguð þó að veltan sé að nálgast sex milljarða en það er markmið yfirstandandi árs. Á síðasta ári velti Bón- us 4,7 milljörðum. Aðeins þremur mánuðum eftir að fyrsta verslunin var opnuð í Skútuvogi var opnuð ný Bónusverslun í Faxafeni, rétt við nefið á Hagkaup, aðalkeppinautnum. Þar voru mót- tökurnar svipaðar, fullt út úr dyrum á hveijum degi sem opið var og ekkert lát á vinsældunum. ,Á þessum fýrstu árum vorum við í hvað mestri sam- keppni við Miklagarð. Það var dálítið ójafh leikur því þar var borg- að að minnsta kosti 10% með öllum vörum. Mikligarður var svo látinn rúlla með 1.800 milljóna króna gjaldþroti." Bónus hefur ekki breytt miklu í sínu rekstraríýrirkomulagi þótt búðunum hafi fjölgað. Opnunartíminn hefur verið lengdur svolítið með því að bæta við opnun í þrjá tíma á laugardögum. „Erlendir kollegar okkar öfúnda okkur mikið af þessu fyrir- komulagi en reynslan segir að ef þú lengir opnunartímann þá get- ur þú ekki stytt hann aftur. Við höfum haldið fast í þetta en við þykjumst sjá þess skýr merki að sunnudagurinn verður stöðugt meiri verslunardagur hjá fólki. Eg held að það hafi allar matvöru- verslanir nema Bónus opið á sunnudögum. Við gætum þurft að breyta þessu.“ Á öðru sviði sker Bónus sig frá öðrum verslunum en þar hef- ur aldrei verið tekið við kreditkortum sem þó eru einn útbreidd- asti og vinsælasti greiðslumáti á Islandi. „Það stendur ekki til að breyta þessu. Forstjóri annars aðal- kortafyrirtækisins sagði skömmu eftir að við opnuðum að við ætt- um eftir að koma skríðandi til hans og biðja um viðskipti. Við erum ekki farnir á hnén ennþá. Við höfum ekki verið beðnir að taka þátt í fríðindakortum eða sérkortum eins og nú eru í tísku. Menn vita sem er að fjölskyld- an getur hæglega sparað sér fyrir sólarlandaferð á hverju ári með því að versla í Bónus. Það þarf ekki fríkort til.“ Má draga þá ályktun af auknu vöruvali í Bónus að mjög eftir- sótt sé að koma vörum í sölu þar: „Það er gífurlega mikil ásókn,“ segir Jón Ásgeir. „I þessum efh- um, eins og öðrum, notum við Skútuvoginn sem mælistiku. Þeg- ar menn eru farnir að kvarta þar undan of mörgum tegundum er óhætt að draga saman. Þetta er í stöðugri endurskoðun og við höfum hreyfingarlista fyrir hveija einustu búð á hveijum degi.“ HOF KAUPIR HELMINGINN Árið 1992 var gerð sú breyting á eignarhaldi í Bónus að Hof hf. eignaðist helminginn í fyrirtækinu. Það var reyndar gert með þeim hætti að Hof, fyrirtæki Hagkaupsfjölskyldunnar, stofnaði eignarhaldsfélag, Þor hf., sem keypti helminginn í Bónus sf. Hinn helminginn á Gaumur, fyrirtæki í eigu Jóhannesar og Jóns Ás- geirs. Saman eiga síðan Bónusfeðgar og Hofsmenn fýrirtækið Þyrpingu sem á og rekur fasteignir sem hýsa nokkrar Bónusbúðir og Hagkaupsverslanir. Tók langan tíma að koma þessum samning- um á? „Við vorum búnir að 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.