Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 81
I Erla Hólmsteinsdóttir vinnur hjá Kaupþingi Norðurlands. Hún er lærður tækniteiknari og þreföld amma. FV-mynd: Gunnar Sverrisson. ERLA HÓLMSTEINSDÓTTIR, KAUPÞINGINORÐURLANDS ér hefur fundist af- skaplega gaman að fylgjast með fyrir- tækinu vaxa og dafna síðast- liðin tíu ár. I byijun voru að- eins tveir starfsmenn og fyr- irtækið í tveimur herbergj- um en síðan höfum við flutt tvisvar sinnum. I dag eru starfsmenn 10 talsins og í desember flytjum við í nýtt og glæsilegt húsnæði að Skipagötu 9,“ sagði Erla Hólmsteinsdóttir starfsmað- ur Kaupþings Norðurlands hf. á Akureyri. Kaupþing Norðurlands velti 20 milljörðum á síðasta ári og var rekið með 26 milljón króna hagnaði. Fyrir- tækið veitir einstaklingum og lögaðilum alls staðar á land- inu alhliða þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta. Má þar nefna verðbréfamiðlun, fyár- vörslu og ráðgjöf. Að auki rekur Kaupþing Norðurlands tvo hlutabréfasjóði, Hluta- bréfasjóð Norðurlands sem starfað hefur í sex ár og Sjáv- arútvegssjóð Islands sem stofnaður var fyrir einu ári. Erla starfar við einstakl- ingsráðgjöf sem felur í sér ijölbreytt starfssvið. Hún að- stoðar viðskiptavini sem vilja ávaxta fé sitt til lengri eða skemmri tíma m.a. í Eininga- eða Skammtímabréfum, ein- nig um kaup á hlutabréfum þar sem einstaklingar eru t.d. að nýta sér skattaafslátt. „Þátttaka almennings í verðbréfaviðskiptum hefur aukist með hverju árinu. Hingað koma líka skólakrakkar og kaupa sér Skammtímabréf fyrir sumar- hýruna og innleysa svo eftir þörfum yfir veturinn. Einnig kemur fólk og kaupir verð- bréf til skírnar-, ferminga- og afmælisgjafa." Erla er fædd 1943 og lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar 1960 og fór þá að vinna í banka. Hún er gift Svani Eiríkssyni arkitekt á Akureyri en þau hjón bjuggu í Þýskalandi meðan Svanur var við nám og störf. Hún vann í fimm ár í Stadtspar- kasse í Múnchen og hefur því fjölbreytta reynslu af banka- störfum í tveimur löndum. „Þetta var mjög lærdóms- ríkur og skemmtilegur tími. Bankinn var tölvuvæddur 1969 meðan ég var að vinna þar og það veitti mér innsýn í tækni sem var algjör nýung á þeim tíma.“ Þegar heim kom frá Þýskalandi settist Erla á skólabekk og lærði tækni- teiknun og vann á teiknistofu hjá eiginmanni sínum næstu árin eða allt til 1987. Erla hefur verið félagi í Soroptomistaklúbbi Akur- eyrar í 15 ár eða allt frá stofn- un hans. Þetta eru heims- samtök kvenna í hinum ýmsu starfsstéttum sem hitt- ast reglulega og starfa að líknarmálum. „Þarna kynnast konur úr mismunandi starfsstéttum og fá innsýn í reynsluheim hverrar annarrar. Við fáum m.a. fyrirlesara um hin ýmsu málefni á fundi og reynum þannig að víkka sjóndeildar- hringinn. Um þessar mundir erum við önnum kafnar við undirbúning norræns vina- móts Soroptomista hér á Ak- ureyri í júní 1998. Við eigum von á allt að 300 konum í heimsókn, annars staðar af Norðurlöndunum og víðs- vegar af landinu. Svo finnst mér nauðsyn- legt að hreyfa mig reglu- lega, ég er þátttakandi í gönguhóp sem hittist þrisv- ar í viku. Við göngum rösk- lega í klukkutima og svo tökum við góðar æfingar á eftir. Þetta er fín hreyfing eftir innisetu í vinnunni. A veturna fer ég líka á göngu- skíði en öll aðstaða til þess er mjög góð hér.“ Erla og Svanur eiga þijú börn, Hólmar 32 ára, Sunnu 23 ára og Eirík 20 ára. „Svo á ég þrjú yndisleg barnabörn sem ég reyni að hafa rnikið samband við og hef gaman af að fara með þau í Kjarnaskóg, perlu okkar Akureyringa." 33 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.