Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 57

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 57
 Arni Jakob Viðskiptafrétt ársins, að mati Frjálsrar verslunar, er frétt- in um kaup Landsbankans á helmingshlut Eignarhaldsfé- Iags Brunabótafélagsins í VÍS og OFÍS. Grunnurinn að kaupunum var lagður í afar leynilegum viðræðum þeirra Arna Tómassonar, löggilts endurskoðanda Landsbank- ans, Hilmars Pálssonar, forstjóra Brunabótar, Tryggva Gunnarssonar lögfræðings og Jakobs Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Hamla. Sjá Frjálsa verslun (3. tbl.) sum^Síí-— ÍS,ands '' «nan- landsflug reið á vaðið á Jog/ brennidepli. ís. sr *-“■ f Sja Frjálsa verslun (7. tbl.). \ » v NOKKRAR VIDSKIPTAFRÉTTIR sem vöktu mikla athygli á árinu / bótafélagsins á helmingshlut sínum í VIS og svo öflugur var skjálftinn sem fylgdi fréttinni. Þegar fyrir lá flötur á málinu var í skyndi kallað á Árna Tómasson, löggiltan endurskoðanda Landsbankans. Asamt þeim Tryggva og Jakob tók Árni þátt í æsispenn- andi viðræðum við Hilmar Pálsson um málið helgina 8. til 10. mars. Þær fóru fram á skrifstofu Tryggva í Borgartúni 24. Ekki var nægilegt að ræða verð pakkans heldur ekki síður um aðferðafræðina - finna út hvernig að kaupunum skyldi staðið vegna strangra BlS-reglna banka um eigin- fjárhlutfall. Þegar upp var staðið náðist samkomulag; um- fangsmestu viðskipti með hlutabréf hérlendis voru stað- reynd. Kaup Landsbankans á helmingnum í VÍS voru ekki einu stóru kaupin á árinu. í raun byrjaði árið á óvæntri yf- irtöku Stöðvar 2 á Stöð 3. Um óvænt endalok var að ræða fyrir Stöð 3 sem nokkrum vikum áður hafði keypt fimm lykilmenn frá Stöð 2, meðal annars Magnús E. Kristjáns- son markaðsstjóra - en hann var ráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. Fimmmenningarnir áttu að rífa stöðina upp og 1. Viðskiptafrétt ársins: Kaup Landsbankans á helmingshiut Brunabóta- félags íslands í VÍS og LfFÍS. Fréttin sögð á blaðamannafundi 14. ■ mars. Allt nötraði. Dúndursala fyrir Brunabót. Sjá Frjálsa verslun. (3. tbl.) 2. Kaup Stöðvar 2 á Stöð 3 í byrjun ársins. Sjá Frjálsa verslun. (1..tbl.) 3. Kaup Marels á Carnitech í Danmörku. Sjá Frjálsa verslun. (5. tbl.) 4. Samningur Flugleiða um kaup á flugvélum fyrir 15 milljarða. Tilkynnt í júní. Mesta fjárfesting íslensks einkafyrirtækis. Sjá Frjálsa versl- un (10. tbl.) 5. Kaup íslenskra sjávarafurða á franska fyrirtækinu Gelmer um miðjan október - eftir að keppinauturinn, SH, taldi sig vera búinn að kaupa fyrirtækið. 6. Slagur íslandsflugs og Flugfélags íslands í innanlandsflugi sl. sumar. Verð á fargjöldum var snarlækkað! Sjá Frjálsa verslun. (7. tbl.) 7. Samningur við Norðurál snemma árs um byggingu álvers á Grundar- f tanga - eftir að m.a. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri tók undir mótmæli gegn álverinu. 8. Ráðning Bjarna Ármannssonar, 29 ára forstjóra Kaupþings, sem bankastjóra Fjárfestingabanka Islands í endaðan september. Sjá Frjálsa verslun. (8. tbl.) 9. Kaup Háuhlíðar, fjárfestingarfélags Péturs Björnssonar og Vífilfells, á Víking hf. á Akureyri sem síðar keypti Sól hf. eftir mikið kapphlaup við Pál Kr. Pálsson, forstjóra Sólar, ( endaðan maí. Sjá Frjálsa verslun. (5. tbl.) 10. í byrjun október urðu miklar umræður í þjóðfélaginu eftir útreikninga Frjálsrar verslunar um að fjórir stærstu kvótakóngar íslands ættu kvóta fyrir samtals um ellefu milljarða. Sjá Frjálsa verslun. (8.tbl.) 11. Á árinu hefur fátt vakið jafn mikla athygli í viðskiptalífinu og miklar v fjárfestingar Opinna kerfa, undir forystu Frosta Bergssonar, í öðrum fyrirtækjum. Nefna ma kaupin í Aco, Skýrr og Hans Petersen. Sjá v Frjálsa verslun. (7. tbl.) 12. Óvenjulega góður gangur í stórframkvæmdum. Stækkun álversins í v Straumsvík var á undan áætlun og langt undir kostnaðaráætlun. Sömuleiðis eru jarðgöngin undir Hvalfjörð vel á undan áætlun. Sjá Frjálsa verslun. (9. tbl.) ..■

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.