Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Ráð mömmu! Fyrir skömmu birtist lítil en athyglisverð grein í bandaríska tímaritínu Fortune um hina hagsýnu húsmóður og hve heilræði hennar um uppeldi barna og stjórnun heimila væru í raun góð lexía við stjórnun efnahagsmála. Nú á tímum er það að vísu svo að hin hagsýna húsmóðir er í flestum tilvikum komin út á vinnumarkaðinn og uppeldi barna hvílir meira á báðum foreldrum en áður - eðlilega. I greininni er haft á orði að hagfræðingar og húsmæður séu sammála í fremur fáum mál- um - en mikilvægum! Hér koma nokkur þeirra: Sparaðu eitthvað til rigningardaganna; taktu ekki of mikið af lánum; mundu að heið- arieiki er öðrum kostum æðri, gerðu áætlanir og settu þér markmið; komdu alltaf vel fram við aðra; lánaðu ekki óheiðarlegu fólki; sé dýrt að ráða fólk í vinnu og segja því upp þá dregur úr atvinnu (innskot FV: Svona tala mæður ekki); dreifðu áhættunni; hvatning og hrós eru mikilvæg við uppeldi barna og líka úti á vinnumarkaðinum og skilar sér í duglegri einstaklingum og auknum afköstum. Þá segir að þrátt fyrir að nú séu tímar alþjóðavæðingar og eilífrar umræðu um hversu upplýsingar og upplýsingatækni séu mikilvægir póstar í við- skiptalífinu, þá stafi efnahagsvandræði flestra þjóða og einstak- linga ekki af nýjum og framandi öflum - heldur af því að hafa ekki fýlgt „ráðum mömmu“! Svo mörg voru þau orð! Undraland Fróðlegt er að taka púlsinn á íslensku efnahagslífi í ljósi ofangreindra heilræða húsmæðra og hagfræðinga - ekki síst þegar góðæri er yfirskriftin á efhahagslífi okkar íslendinga. Með góðærinu er átt við að lúðrar hljómsveitarinnar hljómi allir í takt í einu ljúfu lagi, hagvöxtur er mikill, kaupmáttur eykst stöðugt, atvinnuleysi er ekkert, verðbólga nánast engin, hagn- aður fýrirtækja er með ágætum og verð hlutabréfa hátt. Og tvö- þúsund-vandinn á íslandi er ekki meiri en svo að árið 2000 er talið geta orðið fimmta árið í röð með um 5% hagvöxt. Einhveijir kynnu að segja að þetta væri lýsing á Undralandi. Vandi flestra þjóða í kringum okkur er viðvarandi atvinnuleysi, þeim tekst ekki að halda verðbólgunni niðri án atvinnuleysis. Fyrir nokkrum árum var vandi margra ríkja sá að hvort tveggja fór saman í senn, verðbólga og atvinnuleysi. Húsmæður og hagfræðingar ræða um rigningardaga i efiiahagsmálum, að það skiptist á skin og skúrir. Það sem einu sinni sveiflistupp sveiflist niður aftur. Mitt í góðærinu á íslandi er mesta hræðslan núna við verðbólgu. Og ekki að ástæðulausu; hún er komin af stað! Það er eitt- hvað sem enginn vill. Ekki þarf að horfa lengra aftur en til ársins 1983 að það þóttu stórtíðindi í íslensku atvinnulífi - og var slegið upp á forsiðum dagblaða - þegar til- kynnt var að verðbólgan væri að lækka úr 120% niður fyrir 50%! Skllldlig heimili Fólk er hrætt við verðbólgu vegna þess að heimilin eru skuldug og lánin hækka hratt fari hún af stað fýrir alvöru. Þar með hyrfi öll kjarabót síðustu ára eins og hendi væri veifað. Skuldir heimila og margra fýrirtækja gera það að verk- um að stórfelldar launahækkanir upp á 30 til 40% - eins og nú er farið að viðra í góðærinu - fara beint út í verðlagið og leiða ekki aðeins til óðaverðbólgu heldur kjararýrnunar og missi eigna hjá mörgum vegna mikilla lána. Hér verður líka að senda alþingismönnum og fyrirtækjum sömu viðvaranir; stórfelldar verðhækkanir á vöru og þjónustu, eins og hafa orðið að undan- förnu, kynda undir óstöðugleika, launahækkanir og aðrar hækkanir, og eru eins og bensín á verbólguneista. Þótt enn sé ekki farið að rigna í Undralandi eru blikur verð- bólgu á lofti. „Ráð mömmu“ eru þá heil þegar allt kemur til alls: Sparaðu til rigningardaganna og taktu ekki of mikið af lánum! Jón G. Hauksson WHBBKBBE&SBUUBUUIi wuuuuuuuuu Stofhuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár Sjöfn Páll Ásgeir Geir Ólajsson Kristin Ágústa Ragnars- Sigurgeirsdóttir Ásgeirsson tjósmyndari Bogadóttir dóttir grafiskur auglýsingastjóri blaðamaður Ijósmyndari hönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfh Sigurgeirsdóttír BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttír ÓTGEFANDI: Talnakönnun hf. RITSTIÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti IAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttíndi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 5617575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.