Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 55
 FJÁRMÁL má hagrænar tekjur. í annan stað skipta sjónarmið um peningastreymi talsverðu máii við ákvörðun tekna hjá einstakling- um, og í þriðja lagi byggist rökstuðningur- inn á jaínræðissjónarmiði, þ.e. að sam- kvæmni verði að vera í skattlagningu hlunninda og óþolandi sé að sum hlunn- indi teljist skattskyld á meðan önnur séu látin viðgangast án skattlagningar. Meginregla Það er meginregla í reikn- ingshaldi að tekjur eru ekki skráðar fyrr en þær eru innleystar. I því felst að tekjur eru ekki skráðar fyrr en sala hefur farið fram og seljandi hefur þegið peninga eða ígildi þeirra fyrir hið selda. Á grundvelli þessarar reglu er verðhækkun eigna ekki talin til tekna fyrr en við sölu eignanna. Þó að landskiki sem kaupandi festi kaup á fyr- ir nokkrum árum hafi hækkað í verði og fyrir þá sök sé kaupandinn sannanlega bet- ur settur í hagrænum skilningi eför þá hækkun en áður, þá eru engar tekjur skráðar fyrr en landskikinn er seldur; eng- inn ágóði er viðurkenndur fyrr en þá. Þessi regla reikningshalds gildir einnig um þá sem kaupa eign á hagstæðu verði. Eignir eru sum sé skráðar á kostnaðar- verði samkvæmt reglum reikningshalds og skattalaga. Þeim sem auðnast að kaupa eign á verði sem svarar ekki til markaðs- verðs og er lægra en það, er óheimilt að skrá eignina á markaðsverði og færa sér tíl tekna ávinninginn af hinum hagfelldu inn- kaupum. Ástæðan er sú að tekjur í reikn- ingshaldslegum skilningi verða aðeins tíl við sölu eigna en ekki við kaup þeirra, jafn- vel þótt í hagrænum skilningi enginn efist um að kaupandinn hafi grætt. Þessar reglur reikningshalds eru alveg skýrar og þær gilda einnig í skattalegu tíl- liti hjá rekstraraðilum. Spurning er hins vegar hvort þær taka í sama mæli til ein- staklinga. Ég tel að færa megi rök fyrir því. Hins vegar verður að koma fram að ýmsar tegundir tekna, þar sem frekar reynir á hlunnindi heyra fremur til einstaklinga en rekstraraðila, svo sem fæðis- og fatahlunn- indi o.fl. Því má halda fram, að með því að hætta skattlagningu eigin húsaleigu á sín- um tíma hafi að nokkru leytí a.m.k. verið horfið frá því að skattleggja hagrænar tekj- ur. Þá virðist einnig með reglugerðar- breytingum hafa verið horfið frá skattlagn- ingu ýmissa hlunninda sem starfsmenn fyrirtækja njóta og varða heilbrigðisþjón- ustu. Greiði fyrirtæki áskrift að heilsurækt- arstöðvum þá mun víst fást frádráttur fyrir Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoð- andi og dósent við HÍ, skrifar reglulega um endurskoðun í Frjálsa verslun. Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því opinberlega að skattayfirvöld hefðu í hyggju að refsa þeim starfsmönnum Landsbankans og Búnaðarbankans er nýttu sér kaupréttinn en töldu ekki fram hin meintu hlunnindi - og verður það gert með sérstöku álagi á skattgreiðslur; jafnvel þótt þeir hafi farið að ráðleggingum bankanna við framtalið. Það er meginregla í reikningshaldi að tekjur séu ekki skráðar fyrr en þær séu innleystar. í því felst að tekjur eru ekki skráðar fyrr en sala hefur farið fram og seljandi hefur þegið peninga eða ígildi þeirra fyrir hið selda. Tekjur í reikningshaldslegum skilningi verða aðeins til við sölu eigna en ekki við kaup þeirra - jafnvel þótt enginn efist um að eignin var keypt á hagstæðu verði Starfsmenn Flugleiða - eða þeir sem fljúga oft með félaginu - frá frímiða eftir ákveðnum regium; sem í raun þýðir að þeir kaupa farmiða undir venjulegu verði. Ættu þetta ekki að vera skattskyldar tekjur svo samræmis sé gætt?! það, án þess að greiðslan sé gefin upp sem laun á starfsmenn. Af því má ráða að það sem einu sinni þótíi sjálfsagt að væru per- sónuleg útgjöld starfsmanna þykir nú mega líta á sem rekstrarkostnað fyrir- tækja. Loks má benda á, að mér skilst að tilraunir skattembætta til þess að skatt- leggja hlunnindi eins og að hafa eigin kart- öflugarð og eigin berjasultugerð hafi ekki borið tílætlaðan árangur. Þessi dæmi og fleiri mættí tína tíl að styðja að hagrænar tekjur séu a.m.k. á verulegu undanhaldi sem skattstofn. Önnur röksemdin gegn skattíagningu hlunninda af hlutabréfakaupum laut að sjónarmiði um peningastreymi við ákvörð- un skattstofna hjá einstaklingum. Megin- regla er þó, bæði hjá fyrirtækjum og ein- staklingum, að tekjur eru skattskyldar þegar til þeirra er unnið. Frávik frá þessari reglu má þó finna í ýmsum tilvikum hjá einstaklingum en ekki hjá fyrirtækjum sem rekin eru í félagaformi. Til að mynda er einstaklingi sem selur eigin vinnu heim- ilt að miða tekjuuppgjör við innheimtu á út- sendum reikningum fremur en þegar tíl teknanna er unnið. Þá er ljóst að vegna eft- irlaunaréttinda eru launatekjur einstak- linga í raun hærri en útborguð laun segja til um. Sá hluti heildarkjaranna sem kemur tíl greiðslu síðar, þ.e. áunninn eftírlauna- réttur, verður þó ekki skattskyldur fyrr en við móttóku eftirlaunanna. Frímiðar Flugleiða Ef sú niðurstaða skattayfirvalda að skattíeggja hagfelld inn- kaup á hlutabréfum þykir vera á rökum reist, þá vakna einnig spurningar um sam- kvæmni. Er þá ekki um skattskyldar tekjur að ræða í eftirfarandi tílvikum: a) Maður kaupir bíl fyrir 2 milljónir króna en bifreið- in var í raun 3 milljón króna virði en selj- andinn gerði sér ekki grein fyrir því og seldi bifreiðina fyrir of lágt verð. b) Starfs- maður fyrirtækis kaupir varning þess á ári hveiju á afsláttarkjörum fyrir um 300 þús. krónur en þessar sömu vörur kosta 450 þús. krónur út úr búð. c) Þeir sem fljúga mikið á vegum Flugleiða fá frímiða eftir ákveðnum reglum sem í raun þýðir að þessir aðilar kaupa farmiða undir venju- legu verði. d) Starfsmenn embættís ríkis- skattstjóra kaupa mat í hádeginu á verði sem er undir eðlilegu viðskiptaverði en starfsmenn háskólans, sem líka eru ríkis- starfsmenn, fá fæðisstyrk sem dugar til þess að kaupa eina máltíð á mánuði. Þessi dæmi gætu verið miklu fleiri og það er að 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.