Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 67
MARKAÐSMÁL
geisladiska, hlutabréf og slíka hluti en
minna er um verslun með gosdrykki eða
ferskar matvörur og vafamál er að slíkur
varningur verði nokkru sinni seldur gegn-
um netið.
E-bay er mjög vel þekkt uppboðsfyrir-
tæki í Ameríku, aðeins örfárra ára gamalt.
Það var stofnað á Netinu og þar er stafrænt
markaðstorg í gangi allan sólarhringin. All-
ur heimurinn býður í hvaðeina sem þar er
selt en E-bay er að mörgu leyti helðbundið
uppboðsfyrirtæki í líkingu við Sotheby’s
nema hvað það er hvergi til nema á Netinu.
Þetta fyrirtæki veltir milljörðum dollara;
hlutabréf í því eru í háu verði og upphafleg-
ir stofnendur löngu orðnir steinríkir.
Netið útrýmir öllum landamærum.
Amazon.com selur 20% af bókum sínum til
erlendra viðskiptavina en þeir eru allir jafn
langt í burtu, hvort sem þeir eru í Súdan
eða Grímsnesinu. Þetta landamæraleysi
segja spámenn að muni einnig smátt og
smátt gera allan heiminn að einu verð-
svæði, sé á annað borð selt á Netinu.
Verslun með hlutabréf gegnum Netið
eykst hröðum skrefum í Bandaríkjunum
og er talað um að verðabréfasalar í þeirri
mynd sem þeir þekkjast nú séu tegund í út-
rýmingarhættu.
Flugleiðir i fremstu röð Á þessu eru auð-
vitað takmörk enn um sinn því ólíklegt
verður að telja að öll viðskipti geti farið
fram á Netinu. Rannsókn sem Ernst &
Young gerði meðal 850 neytenda í Amer-
íku 1998 leiddi í ljós að 64% þeirra sem nota
Netið rannsaka tilboð í ólíkar vörutegund-
ir þar áður en farið er að versla í raunveru-
leikanum. Framsýn fyrirtæki kappkosta
því að bjóða vörur sínar bæði í netheimum
og kjötheimum.
Á Islandi færast viðskipti á Netinu í
vöxt eins og annars staðar í heiminum.
Flugleiðir eru meðal þeirra fyrirtækja
sem hafa verið fljót að tileinka sér þessa
viðskiptahætti. Margir þekkja Netklúbb
Flugleiða sem sendir tölvupóst til 30 þús-
und viðskiptavina í viku hverri með gylli-
boðum um lág fargjöld sem venjulega eru
háð tveimur skilyrðum. Að keypt sé gegn-
um Netið og staðgreitt með engum fyrír-
vara.
Steinn Logi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sagði í
samtali við Frjálsa verslun að Flugleiðir
sæju gríðarlega möguleika í viðskiptum á
Netinu og unnið væri hörðum höndum að
því að gera þau enn aðgengilegri en þau
eru í dag.
Helga Margrét Ferdinandsdóttir hjá Máli og menningu segir undirtektir við bókabúð M&M á
Netinu hafa verið nægilega góðar til þess að nú hafi verið opnuð ný og endurbœtt útgáfa af
henni.
mmi
Þorsteinn Ólafsson, starfsmaður Landsbréfa, segir undirtektir viðskiþtavina hafa verið góðar
og telur að Netið eigi eftir að breyta viðskiptaháttum með hlutabréf
„Enn sem komið er fer hluti af viðskipt-
unum fram í tölvupóstformi og á það við
um allra lægstu tilboðsfargjöld og pakka-
ferðir. 011 önnur sala fer fram beint í gegn-
um fúllkomið bókunarkerfi Flugleiða þar
sem ganga má frá pöntun á flugi, bílaleigu-
bíl og hótelgistingu.”
Steinn sagði að á fyrsta Ijórðungi þessa
árs hefðu Flugleiðir selt 6% af öllum sínum
farmiðum í heiminum gegnum Netið en á
Bandaríkjamarkaði hefði þetta hlutfall farið
upp í 8% af seldum miðum. Þetta er fjórfalt
meira en selt var á fyrsta fjórðungi ársins
1998.
„Eg er í ljósi þessarar reynslu tilbúinn
til þess að trúa öllum þeim sem spá tíföld-
un netviðskipta á næstu örfáu árum.“
Á ráðstefnu í Brussel nýlega fengu
Flugleiðir viðurkenningu fyrir að vera það
flugfélag sem hefur tekið forystu í þvi að
nýta sér Netið í viðskiptum sínum og
skutu þeir þar grónum og framsæknum
flugfélögum eins og Lufthansa ref fyrir
rass.
67