Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 74
Franskt
og Ijúffengt
Til hamingju, Jóel Karl!
dYÍ yncÖ meiru.
vínsmakk-
SigmarB. Hauksson
fiölmiðlamaður
°S matgœðingur.
1 hrókasamræðum.
Charente-Maritime er sjálft koníakshéraðið í Frakklandi. Það er líka þekkt fyrir
ostrur og baðstrendur - enda afar vinsœlt afferðamönnum.
ulltrúar nokkurra fýrirtæja frá franska hér-
aðinu Charente-Maritime, sem er við suð-
vesturströnd Frakklands og er best þekkt
sem sjálft koníakshéraðið, voru í heimsókn á Islandi
á dögunum. Charente-Maritime nýtur mikilla vin-
sælda hjá ferðamönnum vegna klassískrar bygging-
arlistar, baðstranda og matargerðar. Héraðið er
stærsti ostruffamleiðandi í Evrópu. I tileihi komu
Frakkanna var haldið boð í verslunardeild Franska
sendiráðsins og auðvitað kom ekkert annað til
greina en bjóða upp á ostrur og koníak. S3
□ rjáls verslun óskar Jóel Karli
Friðrikssyni til hamingju með
þann einstæða árangur að
hljóta 9,88 í meðaleinkunn á stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík.
Þetta er hæsta meðaleinkunn í 153 ára
sögu skólans og met sem vart verður
slegið; betur verður tæplega gert! Jóel
bætti árangur Gylfa Zoéga frá árinu
1983 um 0,2 en hann hlaut meðalein-
kunnina 9,68. Jóel Karl var lægstur í
leikfimi og íslenskum stíl, fékk 9,5 i
prófs- og kennaraeinkunn í þeim fög-
um. Við áréttum: Til hamingu! ffij
Frá útskrift MR í Háskólabíói 3. júní sl. Jóel Karl Friðriksson, nýbúinn að setja uþþ
hvíta kollinn. FV-mynd: Geir Ólafsson.
74