Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 64
STJÓRNUN á mánuði fyrir fyrirtæki að leigja, eða eiga, og reka 2ja milljóna króna bíl. Um 50 þús- und króna launahækkun hjá millistjórn- anda, t.d. úr 350 þúsund krónum í 400 þús- und krónur á mánuði, er um 14% hækkun og nemur með launatengdum gjöld- um hátt i 60 þúsund krónur á mán- uði. En fleira kemur til en krónur og aurar. I bílastefnu fyrirtækja hlýtur viðhorf forstjórans og stjórnar fyrirtækisins til stéttaskipt- ingar að koma fram. Þeir hljóta að spyija sig að því hvort stór bílafloti yfirmanna geti skapað óþarflega mikla spennu og stétta- skiptingu innan fyrirtækisins og kynnt bókstaflega undir öfund og kröfum ann- arra starfsmanna - sem eiga auðvitað jafn auðvelt með að setja verðmiða á notagildi bíls, líkt og yfirmennirnir. Kröfur um lífeyrisgreiðslur Að undan- förnu hefur borið meira á kröfum milli- stjórnenda um að fyrirtæki greiði viðbótar- lífeyrisgreiðslur í séreignasjóði þeirra, jafn- vel allt að 4 til 6% utan við hin hefðbundnu 6%. Fyrirtæki greiða þá um 12% í lífeyris- sjóði þeirra. Iðgjöld fyrirtækja í lífeyris- Dæmigerðir bílar fyrir millistjórnendur, bílar á bilinu 1,5 til 2 millj- ónir króna. Volkswagen sjóði, hversu há sem þau eru, eru starfs- mönnum ævinlega skattfrjáls að fullu. Þess má geta að rikið og bankakerfið greiða til dæmis verulega umfram hin heðfbundnu 6% í lífeyrisiðgjöld vegna starfsmanna sinna. Eftir því sem kröfurnar um viðbótar- lífeyrisgreiðslur aukast - og þar með launatengdu gjöldin - er hagstæðara fyrir fyrirtæki að bjóða millistjórnendum bíl í stað launahækkana. í frítímanum Eitt af því sem ýtt hefur undir kröfur millistjórnenda um bíla er rekstur bílsins í fritíma þeirra, hvort held- ur á kvöldin, um helgar eða í sumarfríinu. Þannig geta þeir ferðast um landið þvert og endilagt í frí- tíma sínum og fyrirtækið greið- ir allan rekstur bílsins. Það mun- ar um minna. Þó er líklegt að bjöllur hringi ef akstur þeirrra fer yfir 20 þúsund kílómetra á ári. Það er t.d. ekki nokkur vafi á því að jeppar urðu ekki hvað síst for- stjórabílar vegna notagildis þeirra. Þeir henta forstjórum vel í frítímanum; þegar farið er í sumarbústaðinn, í veiðina, upp á hálendið, í golfið eða á skíðin. Forstjórar hugsa sem svo, að fyrst þeir eru á annað borð að greiða 35 til 40 þúsund krónur í hlunnindaskatt á mánuði vegna afnota af 5 milljóna króna bíl fyrirtækisins, sé eins gott að bíllinn nýtist þeim til fulls, bæði í vinnu og í frítíma. Það er málið. Eða öllu heldur; bíll er málið! [II Bílasamningur fyrir 5 mkr. forstjórajeppa yrirtækið kaupir 5 milljóna króna forstjórajeppa með bílasamningi. Fyrirtækið greiðir 1 milljóna (20%) út við kaupin. Af 4 milljóna króna láni til þriggja ára greiðir það 622 þúsund í vexti og lántökukostnað á þremur árum. Eftir þijú ár á fyrirtækið bílinn og má ætla að markaðs- verð hans sé þá um 3,1 milljón. Bíllinn er strax seldur. Kostnað- ur fyrirtækisins við það að eiga bílinn í þessi þrjú ár var 622 þús- und plús þær 1,9 milljónir sem hann rýrnaði í verði; eða samtals um 2,5 milljónir króna. Rekstur bilsins í þrjú ár; bensín, tryggingar, bifreiðagjöld, ol- íuskipti, nýir hjólbarðar og viðgerðarkostnaður, nemur um 1,5 milljónum króna á þremur árum. Við þetta bætist fórnar- kostnaður af 1,0 mkr. útborgun bílsins - en miðað við 7% ávöxt- unarkröfu nemur hann rúmum 200 þúsund krónum. Samtals kostnaður við að kaupa bílinn og reka hann í þijú ár er því 4,2 milljónir króna á þremur árum. Það er sama upphæðin og hefði bíllinn verið tekinn á rekstrarleigu. Skattalegt hagræði af rekstri bílsins, 1,5 milljón króna, nem- ur um 450 þúsund á þremur árum, en tekjuskattur fyrirtækja er um 30%. Skattalegt hagræði af afskriftum 1,5 milljónum, en hlutafélög mega afskrifa bíla um allt að 10% á ári, og 600 þús. kr. fjármagnskostnaði nemur samtals um 650 þúsund krónum. Alls kostaði bíllinn því fyrirtækið um 3,1 milljón króna á þessum þremur árum. Rekstur bílsins, bensín, viðhald og tryggingar, má aldrei fara yfir reiknaðar hlunnindatekjur forstjórans. Inni í rekstr- inum eru ekki afskriftir og fjármagnskostnaður vegna kaupa á bílnum. 5 mkr. jeppi keyptur með bílasamningi. Til þriggja ára Bíll keyptur 1,0 mkr. útborgun (20%) Lán til 3ja ára 4,0 mkr. Fjámagnskostn. af láni 600 þús. Samtals: 5,6 mkr. Bíll seldur 3,1 mkr. 2,5 mkr. Reiknaður fórnarkostn. útb. (m.v. 7 % ávöxt.kröfu) + 200 þús. Rekstur bíls í þrjú ár +1,5 mkr. Kaup og rekstur bils: 4,2 mkr. (116 þús. á mán.) Skattalegt hagræði af rekstri bíls - 450 þúsund áþremurárum. Skattalegt hagræði af afskriftum, 1,5 mkr. (10% á ári) og 600 þús. fjármagnsk. samt.eða 2,1 mkr. - 650 þús. áþremurárum. Alls kostaði bíllinn tyrirtækið 3,1 mkr. Hlunnindatekjur forstjórans 1,0 mkr. áári Skattur 450 þús. á ári eða 37 þús. a mánuði 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.