Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 64
STJÓRNUN
á mánuði fyrir fyrirtæki að leigja, eða eiga,
og reka 2ja milljóna króna bíl. Um 50 þús-
und króna launahækkun hjá millistjórn-
anda, t.d. úr 350 þúsund krónum í 400 þús-
und krónur á mánuði, er um 14% hækkun
og nemur með launatengdum gjöld-
um hátt i 60 þúsund krónur á mán-
uði. En fleira kemur til en krónur
og aurar. I bílastefnu fyrirtækja
hlýtur viðhorf forstjórans og
stjórnar fyrirtækisins til stéttaskipt-
ingar að koma fram. Þeir hljóta að spyija
sig að því hvort stór bílafloti yfirmanna geti
skapað óþarflega mikla spennu og stétta-
skiptingu innan fyrirtækisins og kynnt
bókstaflega undir öfund og kröfum ann-
arra starfsmanna - sem eiga auðvitað jafn
auðvelt með að setja verðmiða á notagildi
bíls, líkt og yfirmennirnir.
Kröfur um lífeyrisgreiðslur Að undan-
förnu hefur borið meira á kröfum milli-
stjórnenda um að fyrirtæki greiði viðbótar-
lífeyrisgreiðslur í séreignasjóði þeirra, jafn-
vel allt að 4 til 6% utan við hin hefðbundnu
6%. Fyrirtæki greiða þá um 12% í lífeyris-
sjóði þeirra. Iðgjöld fyrirtækja í lífeyris-
Dæmigerðir bílar fyrir
millistjórnendur, bílar
á bilinu 1,5 til 2 millj-
ónir króna.
Volkswagen
sjóði, hversu há sem þau eru, eru starfs-
mönnum ævinlega skattfrjáls að fullu. Þess
má geta að rikið og bankakerfið greiða til
dæmis verulega umfram hin heðfbundnu
6% í lífeyrisiðgjöld vegna starfsmanna
sinna. Eftir því sem kröfurnar um viðbótar-
lífeyrisgreiðslur aukast - og þar með
launatengdu gjöldin - er hagstæðara fyrir
fyrirtæki að bjóða millistjórnendum bíl í
stað launahækkana.
í frítímanum Eitt af því sem ýtt hefur
undir kröfur millistjórnenda um bíla er
rekstur bílsins í fritíma þeirra, hvort held-
ur á kvöldin, um helgar eða í sumarfríinu.
Þannig geta þeir ferðast um
landið þvert og endilagt í frí-
tíma sínum og fyrirtækið greið-
ir allan rekstur bílsins. Það mun-
ar um minna. Þó er líklegt að bjöllur
hringi ef akstur þeirrra fer yfir 20 þúsund
kílómetra á ári. Það er t.d. ekki nokkur vafi
á því að jeppar urðu ekki hvað síst for-
stjórabílar vegna notagildis þeirra. Þeir
henta forstjórum vel í frítímanum; þegar
farið er í sumarbústaðinn, í veiðina, upp á
hálendið, í golfið eða á skíðin. Forstjórar
hugsa sem svo, að fyrst þeir eru á annað
borð að greiða 35 til 40 þúsund krónur í
hlunnindaskatt á mánuði vegna afnota af 5
milljóna króna bíl fyrirtækisins, sé eins
gott að bíllinn nýtist þeim til fulls, bæði í
vinnu og í frítíma.
Það er málið. Eða öllu heldur; bíll er
málið! [II
Bílasamningur
fyrir 5 mkr. forstjórajeppa
yrirtækið kaupir 5 milljóna króna forstjórajeppa með
bílasamningi. Fyrirtækið greiðir 1 milljóna (20%) út
við kaupin. Af 4 milljóna króna láni til þriggja ára
greiðir það 622 þúsund í vexti og lántökukostnað á þremur
árum. Eftir þijú ár á fyrirtækið bílinn og má ætla að markaðs-
verð hans sé þá um 3,1 milljón. Bíllinn er strax seldur. Kostnað-
ur fyrirtækisins við það að eiga bílinn í þessi þrjú ár var 622 þús-
und plús þær 1,9 milljónir sem hann rýrnaði í verði; eða samtals
um 2,5 milljónir króna.
Rekstur bilsins í þrjú ár; bensín, tryggingar, bifreiðagjöld, ol-
íuskipti, nýir hjólbarðar og viðgerðarkostnaður, nemur um 1,5
milljónum króna á þremur árum. Við þetta bætist fórnar-
kostnaður af 1,0 mkr. útborgun bílsins - en miðað við 7% ávöxt-
unarkröfu nemur hann rúmum 200 þúsund krónum. Samtals
kostnaður við að kaupa bílinn og reka hann í þijú ár er því 4,2
milljónir króna á þremur árum. Það er sama upphæðin og
hefði bíllinn verið tekinn á rekstrarleigu.
Skattalegt hagræði af rekstri bílsins, 1,5 milljón króna, nem-
ur um 450 þúsund á þremur árum, en tekjuskattur fyrirtækja
er um 30%. Skattalegt hagræði af afskriftum 1,5 milljónum, en
hlutafélög mega afskrifa bíla um allt að 10% á ári, og 600 þús. kr.
fjármagnskostnaði nemur samtals um 650 þúsund krónum.
Alls kostaði bíllinn því fyrirtækið um 3,1 milljón króna á
þessum þremur árum.
Rekstur bílsins, bensín, viðhald og tryggingar, má aldrei
fara yfir reiknaðar hlunnindatekjur forstjórans. Inni í rekstr-
inum eru ekki afskriftir og fjármagnskostnaður vegna kaupa á
bílnum.
5 mkr. jeppi keyptur með bílasamningi. Til þriggja ára
Bíll keyptur 1,0 mkr. útborgun (20%)
Lán til 3ja ára 4,0 mkr.
Fjámagnskostn. af láni 600 þús.
Samtals: 5,6 mkr.
Bíll seldur 3,1 mkr.
2,5 mkr.
Reiknaður fórnarkostn. útb. (m.v. 7 % ávöxt.kröfu) + 200 þús.
Rekstur bíls í þrjú ár +1,5 mkr.
Kaup og rekstur bils: 4,2 mkr. (116 þús. á mán.)
Skattalegt hagræði af rekstri bíls - 450 þúsund áþremurárum.
Skattalegt hagræði af afskriftum, 1,5 mkr.
(10% á ári) og 600 þús. fjármagnsk. samt.eða 2,1 mkr. - 650 þús. áþremurárum.
Alls kostaði bíllinn tyrirtækið 3,1 mkr.
Hlunnindatekjur forstjórans 1,0 mkr. áári
Skattur 450 þús. á ári
eða 37 þús. a mánuði
64