Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 63
STJÓRNUN Launatengdu gjöldin Munurinn liggur ekki hvað síst í launatengdu gjöldunum; 50 þúsund króna launahækkun á mánuði þýðir í reynd 60 þúsund króna hækkun séu launatengdu gjöldin reiknuð með. 2ja milljóna króna bíll í rekstrarleigu til þriggja ára kostar fyrirtækið um 33 þúsund krónur á mánuði að við- bættum um 22 þúsund krónum á mánuði til að reka hann; alls um 55 þúsund krónur á mánuði! Það er minna en 60 þúsund króna launahækkun - ekki satt? Leiga eða kaup í útreikningum okkar hér á eftir sýnum við fram á að rekstrarleiga á bíl handa millistjórnendum kostar fyrirtækið mjög svipað og að kaupa bíl handa honum. Munurinn felst í því að það eru minni snúningar við rekstrarleiguna, viðhaldið er innifalið og engin óvissa er um endursöluverð bílsins að þremur árum liðnum. Fyrirtækið skilar einfaldlega bíl millistjórnandans og gerir vænt- anlega samning um leigu á nýjum bíl. Bílaumboðin eða eignaleig- urnar, eftir þvi við hvern er skipt, taka á sig áhættuna um endursölu- verðið þegar í upphafi samningsins. Bílaumboðin eru raunar í við- skiptum við ij ár m iign u n arle i gu r n ar, Glitni, Lýsingu og SP-fjármögn- un. Þeir baksamningar eru hins vegar eingöngu á milli bílamboð- anna og eignaleiganna og koma aldrei fýrir sjónir þess lýrirtækis sem leigir bílinn handa millistjórnanda sínum - enda ekki þess mál. Mörg fyrirtæki fara auðvitað beint tíl eignaleiganna og gera við þau samninga um Jjármögnun bílsins eða annarra atvinnutækja. Auk rekstrarleigu, bílsamninga og bílalána bjóða eignaleigurnar upp á kaupleigu. Með henni eignast fýrirtækið bílinn við lokagreiðsluna en getur engu að síður dregið afskriftir og fjármögnunarkostnað frá skattí - auk reksturs bílsins. Bakdyramegin Einhver kynni að telja að ríkið væri að tapa á því að millistjórnendur, eða aðrir starfsmenn, fái bíl frá týrirtækinu; að hlunnindaskattarnir sem stjórnendur greiða vegna afnota af bílun- um séu lægri en sá 40% tekjuskattur sem þeir greiddu til Geirs Haarde fengju þeir beinar launahækkanir. Þarna er ekki allt sem sýnist. Ætla má nefnilega að innilutningur bíla aukist þegar fýrirtæki leigja eða kaupa bíla fýrir stjórnendur sína - en bæði fýrirtækin og stjórnandinn hagnast á því fýrirkomulagi. Aukin bílasala leiðir tíl aukinna óbeinna skatta tíl ríkissjóðs í formi tolla, virðisaukaskatts og bensíngjalds. Ríkið tekur því mismuninn á þeim tekjuskattí sem starfsmaðurinn myndi greiða af beinni launahækkun og hlunninda- skattí hans inn bakdyramegin í óbeinum sköttum - og lfklegast gott betur. Ríkssjóður hagnast verulega á bílgreininni sem atvinnugrein. Áætlað er að hún greiði yfir 30 milljarða króna á þessu ári f ríkissjóð vegna tolla og óbeinna skatta. Það er mikil upphæð! Bílastefna fyrirtækja Auknar kröfur millistjórnenda um bíl tíl af- nota kalla á nýja hugsun hjá fýrirtækjum; að forstjórar og stjórnar- menn marki íyrirtækjum sínum ákveðna bílastefnu - líkt og þeir setja fyrirtækjum sínum markmið á öðrum sviðum. Hvaða starfs- menn eiga að fá bíla og hveijir ekki? A að miða eingöngu við tvö efstu þrepin í fyrirtækjum, forstjórann og hans beinu undirmenn? Eða á að færa sig í næstu þrep fýrir neðan, tíl annarra millistjórn- enda, eins og t.d. deildarstjóra og vaktstjóra - eða hver títíllinn kann annars að vera? Hvar á að setja mörkin? Ætía má að eftír því sem laun stjórnenda eru hærri þeim mun meiri líkur séu á að þeir fá bíl til afnota í stað launahækkunar. Það kostar jú um 50 þúsund krónur SONAX fæst á öllum bensínstöðvum 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.