Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 62
STJÓRNUN
Suzuki Grand Vitara kostar í kringum 2
milljónir og er dœmi um jeþþa sem uþþfyllir
jeþþaþörf millistjórnands — en er samt inn-
an verðmúrsins sem mörg fyrirtæki setja
varðandi bíla til millistjórnenda.
mánuði?“ Bílaumboðin mæla í æ ríkara
mæli með rekstrarleigu - en hana hafa þau
flest boðið upp á í rúmlega tvö ár. Rekstr-
arleiga á bíl er að fullu frádráttarbær frá
tekjuskatti í fyrirtækjum og gildir einu
hvort um vask-bíla er að ræða eða fólksbíla
handa stjórnendum. Munur er þó á varð-
andi frádráttarbæran virðisaukaskatt.
Rekstrarleigan er það sem bílaumboðin
kalla „kjötíð á beininu“ í bílamálum fyrir-
tækja.
Rekstrarleiga Kosturinn við rekstrar-
leiguna er að fyrirtækið leggur ekki ffarn
neitt fjármagn. Það er engin útborgun og
engar áhyggjur af því hvert'endursölu-
verð bílsins verði. Allt er ákveðið í upp-
hafi. Þetta er í raun afskaplega athyglis-
verð lausn. Fyrirtækið fær bílinn tilbúinn
og innir af hendi fyrstu greiðslu eftír mán-
uð. I reynd er fyrirtækið fyrst og fremst
að greiða niður verðrýrnun bílsins
á tímabilinu. Það
er líka kostur
að þurfa
ekki að
binda fé í
bílnum og
geta notað það í
aðrar fjárfestingar.
Fjárhæðir í rekstrarleiguni liggja sömu-
leiðis fyrir þegar í upphafi og eru bindandi
á leigutímanum. Inni í leigunni er allt við-
hald bílsins, eins og olíuskiptí, vetrardekk
og annað eðlilegt viðhald; t.d. skiptí á
bremsuborðum, hljóðkúti og öðru sem
slitnar við akstur. Bensín og tryggingar
eru það eina sem leigutakinn þarf að
hugsa um varðandi rekstur bílsins - sem
og auðvitað að greiða af rekstrarleigunni.
Þá þarf hann að gæta þess að bílnum sé
ekki útjaskað; að hann verði í sómasam-
legu ástandi þegar honum verði skilað að
tveimur eða þremur árum liðnum. Síð-
ast en ekki síst eru það
skattalegu hlunn-
indin - það er
mikill kostur
að rekstrarleig-
an sé að fullu
frádráttarbær frá
tekjuskattí.
Það er mikill akkur
fyrir bílaumboðin að vera í sem
nánustum tengslum við fyrirtækin meðan
á rekstrarleigunni stendur, t.d. lána þeim
annan bíl á meðan hinn er tekinn inn á
verkstæði til skoðunar. Séu þessi sam-
skiptí góð er afar líklegt að fyrirtæki haldi
áfram að skipta við sama bílaumboðið og
leigi nýjan bíl aí því aftur. Með þessu geta
bílaumboðin gert öflug fyrirtæki að við-
skiptavinum sínum tíl lífstíðar - ef svo má
að orði komast. Þegar umboðin taka við
bílunum aftur, eftír t.d. þrjú ár, snúa þau
sér að tekjulægri viðskiptavinum með bíl-
ana, bíla sem eru í góðu ástandi og fengið
hafa toppviðhald vegna þess að það var
innifalið í rekstrarleigunni. Þetta eru bílar
sem eru góðir í endursölu. Yfirleitt eru
leigusamningarnir tíl þriggja ára, 36 mán-
aða, og miðaðir við 20 þúsund kílómetra
akstur á ári. Þrjú ár henta vel. Það er
einmitt líklegt að millistjórnandi vilji
skipta um bíl eftir þrjú ár enda hlutí af
ímynd hans að aka um á nýjum bíl.
forstjóra.
Rekstrarleiga
á 2 mkr. bíl fyrir millistjórnanda__________________
illistjórnendur fá ekki forstjórajeppa heldur yfirleitt
bíla á bilinu 1,5 til 2,0 milljónir. I stórum fyrirtækjum
fá þeir hugsanlega dýrari bíla. Tökum dæmi af 2ja
milljóna króna bíl sem fyrirtækið tekur á rekstrarleigu tíl 36
mánaða og ekið er um 20 þúsund kílómetra á ári. Rekstrarleig-
an kostar um 33 þúsund krónur á mánuði, eða um 1,2 milljón-
ir á þremur árum. Bensín og tryggingar kosta um 255 þús-
und á ári, 22 þúsund á mánuði. Þetta gerir um 765 þúsund á
þremur árum. Samtals kostar billinn fyrirtækið því um 2,0
milljónir á þremur árum, eða um 55 þúsund á mánuði.
Standi valið á milli þess að hækka sölustjórann um 50 þús-
und á mánuði í launum, eða úr 350 þúsund á mánuði í 400 þús-
und, er hentugra fyrir fyrirtækið að bjóða honum frekar bíl til
afnota því 50 þúsund króna launahækkun þýðir í reynd um 60
þúsund með launatengdum gjöldum.
Sölustjórinn þarf hins vegar að telja 400 þúsund kr. á ári
(20% af 2 milljónum) fram tíl hlunnindatekna og af þeim greið-
ir hann um 13 þúsund kr. á mánuði í skatta eða 468 þús. á þremur árum. Það er mun minna en rekstur og kaup bílsins myndu kosta hann. Og taki menn eftír því að af 50 þúsund króna beinni launahækkun þyrftí hann að greiða um 19 þúsund krónur á mánuði í skatta! Bíllinn er betri kostur fyrir hann!
Rekstrarleiga á 2 mkr. bíl fyrir millistjórnanda. Til 3ja ára.
Rekstrarleiga 1,2 mkr. áþremurárum.
Bensín og tryggingar 0,8 mkr.
Samtals: 2,0 mkr. (55 þús. á mán.)
Skattalegt hagræði
tyrirtækisins 600 þús.
Kostn. tyrirtækis v. bíls... 1,4 mkr.
Hlunnindatekjur millistjórnandans 400 þús. á ári.
Greiðir í skatta 150 þúsáári
eða um 13 þús á mánuði.
62