Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 82
Sigríður Olgeirsdóttir verður framkvœmdastjóri Tœknivals í Danmörku. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Sigríður Olgeirs- dóttir, Tæknivali ð flytja tíl Danmerkur með alla fjölskylduna er stórt skref og ákvörðun sem öll (jölskyldan þurftí að taka saman og vinna að í sameiningu," segir Sigrið- ur Olgeirsdóttír, framkvæmda- stjóri hugbúnaðarsviðs Tækni- vals. Sigríður flytur tíl Kaup- mannahafhar með manni sín- um og tveimur dætrum, 7 og 9 ára. Þar mun hún stýra dóttur- fyrirtæki Tæknivals sem sett hefur verið á laggirnar. Verk- efni fyrirtækisins verður að selja og markaðssetja hugbún- að sem Tæknival framleiðir. TEXTI: PÁLL flSGEIR ÁSGEIRSSON 82 Hér er um að ræða heildar- lausnir fyrir verslanir af ýmsu tagi og byggja þær á Axapta hugbúnaði. „Landamæri í tölvuiðnaðin- um eru ekki tíl innan fagsins en með því að sækja ffarn á er- lendum markaði með sölu- menn á staðnum opnast nýir möguleikar. Við höfum mikla reynslu í þessu og sjáum þarna okkar tækifæri til að koma henni á alþjóðamarkað.“ Fyrst um sinn verða starfs- menn þrír, Sigríður og tveir danskir sölumenn. Þau bjóða verslunum á hvaða sviði sem er alhliða vörulínu og fram til þessa hafa undirtektir verið mjög góðar en á því byggist þessi innrás Tæknivals í Dan- mörku. „Við erum vel staðsett, rétt við Amager, og þaðan liggja leiðir tíl allra átta. Fyrst um sinn erum við að horfa á markaðinn í Skandinavíu en teljum að okk- ar lausnir eigi góða möguleika á heimsmarkaði. Hér innan- lands er mikil samkeppni á þessu sviði en erlendis eru víða sóknarfæri þar sem tölvufyrir- tæki eru ekki komin eins langt í sinni þróun á þessu sviði." FOLK Sigríður er ekki alveg ókunnug dönsku samfélagi þar sem hún lærði kerfisfræði við háskólann í Odense og útskrif- aðist fýrir 15 árum. Hún fór að vinna hjá Tæknivali fyrir fimm árum og var þá sett yfir Concorde hópinn í fýrirtækinu sem taldi þrjá starfsmenn með henni. Þannig má segja að Sig- ríður sé komin aftur á svipaðan punkt og hún var á nema með allt öðrum formerkjum. „Þegar ég kom fyrst til vinnu hér varð ég tíundi starfs- maðurinn í hugbúnaðardeild. Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt og í dag hefur hugbúnað- ardeildin, sem ég hef veitt for- stöðu, 70 starfsmenn. Mitt starf hér undanfarin ár hefur snúist um að byggja upp hugbúnaðardeildina og ég hef fengið mjög góð tækifæri tíl þess. Þetta hefur verið gríðar- lega skemmtílegur tími. Hing- að hefur valist gott starfsfólk, sem margt hvert er hér ennþá, og hér hefur skapast mikill og góður liðsandi. Eg hef einbeitt mér að því undanfarið að byggja upp við- skiptasambönd á Norðurlönd- um og í Evrópu og því er rök- rétt að stíga þetta skref og fylgja þannig eftir því undir- búningsstarfi.“ Sigríður er gift Sigurjóni Guðmundssyni tölvufræðingi sem starfar hjá Hug og hefúr því verið í samkeppni við eigin- konuna. Það er dæmigert fýrir starfsumhverfið í greininni að hann mun áfram starfa fyrir Hug en vera með bækistöðvar í Danmörku. Sigriður segist hafa mjög mörg áhugamál sem hún hafi reynt að sinna undanfarin ár þrátt fyrir mikið vinnuálag á köflum. „Ég vil helst eyða frítíma mínum með Ijölskyldunni. Það verður skemmtíleg reynsla fyr- ir börnin að flytja í nýtt samfé- lag. Ég hef yndi af ferðalögum og góðum mat og vildi helst spila meira golf en ég geri, en það er tímafrekt sport.“ III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.