Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 58
STJÓRNUN
Cfi ifi 1 híH“
hE{J VI 1 Ull!
Þessi setning er ordin algeng kjá millistjórnendum.
Það færist mjög í vöxt að þeir fari fram á að fá bíl
til afnota hjá fyrirtækjum fremur en beina launa-
hækkun! En hvað kostar þetta fyrirtækin? Þetta er
ekki eins dýr kostur og œtla mœtti í fljótu bragði!
g vil bíl!“ Þessi setning er orðin al-
geng hjá millistjórnendum þegar
þeir ræða kjör sín við yfirmenn
sína. Þeir kjósa í auknum mæli bíl til af-
nota fremur en beinar launagreiðslur; bíl
sem fyrirtækið á og rekur að fullu, bæði í
vinnu- og frítíma þeirra. Þá kvað orðið
mjög erfitt að fá millistjórnendur til að
færa sig á milli íyrirtækja nema þeir fái bíl
- og hvað þá hafi þeir haft bíl til umráða
áður! En hvort er ódýrara fyrir fyrirtæki,
að láta millistjórnanda fá bíl eða t.d. 50
þúsund króna launahækkun í formi pen-
inga? Bíll gæti í fyrstu virst mun dýrari
kostur og jafnvel kallað fram ygglubrún á
forstjórum sé beðið um hann. Hvaða fyrir-
tæki liggur enda með 2 milljónir á lausu
inni á heftinu til að kaupa bíl handa starfs-
manni sínum og annast síðan rekstur bíls-
ins að fullu? En ekki er allt sem sýnist.
Þegar öllu er á botninn hvolft er bíll handa
millistjórnanda ekki eins dýr kostur og
ætla mætti í fljótu bragði. Munurinn liggur
ekki hvað síst í launatengdu gjöldunum;
50 þúsund króna launahækkun á mánuði
þýðir f reynd 60 þúsund króna hækkun
séu launatengdu gjöldin reiknuð með.
Mörg fyrirtæki leysa bílamálið með svo-
nefndri rekstrarleigu; þau leigja einfald-
lega bíl til tveggja eða þriggja ára af bíla-
umboðunum eða eignaleigunum. 2ja millj-
óna króna bíll í rekstrarleigu kostar fyrir-
tæki um 33 þúsund krónur á mánuði að
viðbættum um 20 þúsund krónum á mán-
uði að reka hann; alls um 53 þúsund krón-
ur á mánuði! Það er minna en 60 þúsund
króna launahækkun - ekki satt? Bíll til
millistjórnanda er því eitthvað sem for-
stjórar ættu jafnvel að nefna að fyrra
bragði þegar kemur að hefðbundnum við-
ræðum við millistjórnendur um kaup
þeirra og kjör. Jafnframt ættu forstjórar og
stjórnir fyrirtækja að sefja fyrirtækjum
sínum ákveðna stefnu
starfsmanna.
bílamálun
Sækjum og sendum Ýmsar ástæður liggja
að baki þeirri beiðni millistjórnenda að fá
bíl frá fyrirtækjum. Þeir losna sjálfir við að
kaupa bíl fyrir um 2 milljónir og binda
þannig fé sem þeir gætu notað til annars;
sömuleiðis losna þeir við að reka bíl.
Lífsstíll flestra ljölskyldna er orðinn
þannig að þörf er fyrir tvo bíla á heimili -
jafnvel þrjá ef margir unglingar, sem hafa
bílpróf, eru á heimilinu. Langflestir kannast
við svonefnda „sækjum og sendum“ þjón-
ustu; en hún felst í því að foreldrar
snattast með börn sín nánast
hvert sem þau fara.
Fyrir þrjátíu árum
komu börn og ung-
lingar sér sjálf á
íþróttaæfingar;
núna hafa þau
Lukkuleg
með lykil.
Lífsstíll
flestra
fjöl-
skyldna
er núna
þannig að
það er þörf
fyrir tvo bíla á
heimili. Bíll frá fyr
irtœkinu er líka
stöðutákn fyrir
stjórnendur, þeir
hafa fœrst skör-
inni hærra,
nær forstjórum
sínum — sem
undantekning-
arlítið eru á
lúxusjepþum.
einkabílstjóra - foreldrana - til að aka sér á
æfingar og sækja sig líka. Hvað sem fólki
kann að finnst um þennan lífsmáta þá er
hann stíll dagsins i dag - og hann kallar ein-
faldlega á fleiri en einn bíl á heimili. Þá má
ekki gleyma því að báðir foreldrar vinna
núna langoftast úti. Þegar einn bíll er í
heimili verður oft mikið kvabb og argaþras
þegar það hjónanna, sem fyrr er búið í
vinnu, vill láta ná í sig og skutla sér
heim. En yfirleitt er það þegar verst
stendur á hjá hinum í vinnunni. Séu
bæði á bíl verða þægindin meiri og
„litlar heimsstyrjaldir" vegna bíla-
mála verða úr sögunni. Hver kann-
ast ekki lika við það að fá hringingu
frá unglingnum á heimilinu um hvort
ekki sé í lagi að hann mæti á vinnustaði
foreldra sinna til að fá
fjölskyldubílinn
lánaðan? Allt
þetta hefur
leitt til þess
að bíll frá
fyrirtæk-
inu er orð-
inn að
verðmiða
í kjarabar-
áttu milli-
stjórnenda.