Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 50
FYRIRTÆKI
Ferðamannabær
„Við reynum að byggja Ólafsfjörð upp sem ferðamannabæ. Þetta er bær sem
hefur upp á margt að bjóða; frábæra aðstöðu til skíða- og snjósleðaiðkunar,
golfvöll, íþróttahús, sundlaug, siglingar um fjörðinn - og brátt verður hægt
að fara í siglingu um vatnið og veiða í því. En í tengslum við hótelið er verið
að byggja átta bjálkabústaði við vatnið og sem leigðir verða út.“
því.“ Hún hlær þegar hún nefnir þetta enda
þekkt fyrir að vera hörð í viðskiptum síðan
hún vatt sínu kvæði í kross og snéri sér að
útgerðinni.
Meðan Sæunn var heima með strákana
vann Asgeir, eiginmaður hennar, sem
framkvæmdastjóri við hraðfrystihúsið í
Olafslirði, síðar varð hann bæjarritari í 19
ár en þá hafði hann stofnað útgerðarfýrir-
tækið Sæberg ásamt félögum sínum og fór
að vinna við það. Það var 1993 sem hann
færði sig yfir í fjölskyldufyrirtækið Sæunni
Axels, sem þá hafði verið starfandi um
skeið og haldið úti af Sæunni.
Engar Skýjaborgir Sæunn og Ásgeir eru
af sjómönnum komin. Fjölskyldan haiði
fyrr á árum trillu tíl umráða og langaði
alltaf til að eignast sína eigin og af því varð
1980 þegar Sæunn lagði til peninga sem
hún hafði nurlað saman með pijónaskapn-
um, eins og hún segir, og strákarnir týnt til
hluta af fermingarpeningunum sínum.
„Oft höfðum við horft út á fjörðinn og látíð
okkur dreyma,“ segir Sæ-
unn þegar hún riíjar upp
upphafið að útgerðarfyrir-
tækinu. „Þetta var áhugamál
hjá okkur, til að hafa eitthvað
við að vera, en við fórum að
róa og fiska, þetta vafði upp á
sig og varð sumarvinna fyrir
okkur öll í nokkur ár meðan
strákarnir voru í námi. Við
keyptum okkur síðan annan
og stærri bát 1983, sem skirður
var Sæunn, og rérum á báðum
bátunum tíl að borga upp þann
stærri."
Dugnaður Sæunnar og son-
anna varð til þess að þau stóðu
allt í einu hörðustu trillukörlunum á sporði
í veiðunum. Á þessum árum var ekkert fyr-
irtæki á bak við bátana og þessa sumar-
vinnu þeirra og Ásgeir, eiginmaður Sæ-
unnar, sá um bókhaldið fyrir þau, en það
rúmaðist í einni lftilli vasabók. Það gekk þó
ekki þegar veiðarnar og vinnslan undu upp
á sig og árið 1989 var fyrirtækið Sæunn Ax-
els stolhað formlega af Sæunni, Ásgeiri og
sonum þeirra. „Það er gaman að hugsa til
þessa þótt ég geri það sjaldan, vegna þess
að maður er upptekinn af því að bjarga sér
frá degi til dags. Við íjölskyldan erum lítið
fyrir að gera áætlanir eða byggja skýja-
borgir. Hlutirnir koma upp á borðið og við
reynum að afgreiða þá eins og okkur sýn-
ist skynsamlegast hveiju sinni. Þannig hef-
ur þetta hlaðið utan á sig og maður er mest
hissa á því sjálfur þegar aðrir fara að benda
manni á hversu viðamikið fyrirtækið sé
orðið. Eg er ekki að hugsa um það hve
húsin eru mörg eða bílarnir. Það eru aðrir
sem telja þetta fyrir mig og ég kemst að því
þannig.“ Það er alvara í rómi Sæunnar þeg-
ar hún talar um þetta.
Hún segir að sér hafi aldrei fundist fyr-
irtækið vinda hratt upp á sig, frekar hafi
það gerst örugglega. Strákarnir hafi sinnt
sínu námi yfir veturinn og hún þá séð um
fyrirtækið, keypt fisk og verkað til að
greiða af bátunum. Þetta hafi hún gert m.a.
með hjálp móður sinnar meðan Ásgeir hafi
verið í fullri vinnu hjá Sæbergi.
Bjálkakofarnir
sem
Ólamrðarvatn-Þeir eru
umferðamannabœ. ^ ^
lögðum hart að strákunum að mennta sig
vel og gera það sem þá langaði til. Það var
miklu frekar spornað við því en hitt að þeir
kæmu nálægt fyrirtækinu. En svo gaman
sem það nú er komum við öll að þessu í
dag og það dásamlega er að strákarnir vilja
þetta sjálfir." í upphafi voru það Sæunn og
Ásgeir sem ráku Sæunni Axels en í dag
hefur staðan snúist við og synirnir eru í
meira mæli teknir við. „Við hjónin erum
orðin það fullorðin að við erum farin að
styðja þá í dag eins og þeir studdu okkur
hér áður. Þetta er komið hringinn."
Samkeppni Við SÍF Synir Sæunnar og
Ásgeirs komu fyrst að fyrirtækinu fyrir al-
vöru á ákveðnum vendipunkti hjá Sæunni
Axels: Þegar hún gekk út úr SIF, Sam-
bandi íslenskra fiskframleiðenda. Hún
hafði verið mjög ósátt innan SIF, en á þess-
um tíma hafði sambandið einkasölurétt á
saltfiskafurðum og ekki var unnt fyrir fisk-
framleiðendur að fara aðrar leiðir til að
selja sínar afurðir. „Eg taldi mig ekki geta
búið við þær aðstæður lengur og fór úr SIF
1992. Það var talinn minn banabiti og ég
sögð búin að kokgleypa eitthvað sem ég
réði ekki við, en þá komu þessir elskulegu
strákar allir, þjöppuðu sér saman og börð-
ustvið að markaðssetja mína vöru. Það var
miklu meira átak en nokkurn grunar að
komast út úr SIF og geta selt á mörkuðum
sem þeir höfðu drottnað yfir. Reynt var að
gera okkur tortryggileg og vara við okkur
þannig að átakið var meira fyrir vikið.“
Að sögn Sæunnar á hún það Jóni Bald-
vin Hannibalssyni, þáverandi utanríkisráð-
herra, að miklu leyti að þakka að hún
komst úr SIF og gat farið að flytja út sjálf.
„Það eru ekki allir sem vilja trúa því en
hann á lífið í mér í dag. Oft hefúr verið sagt
við mig að ég hljóti að hafa lagt í
kosningasjóð hjá Jóni á þessum
tíma, en þeir sem mig þekkja vita að
svo er ekki þvf ég er mjög hörð sjálf-
stæðismanneskja, þótt þeir vilji ekki
allir kannast við mig í sínum röð-
um. Það má Jón eiga að hann
reyndi að sætta mál mín innan SIF
en þegar hann sá að það gekk ekki
þá greiddi hann mína götu og
nefndi aldrei nokkurn tímann póli-
tík í því sambandi. Mér er minnis-
stætt að hann sagði við mig að
það væri nú einu sinni þannig að
sumir menn þyldu ekki duglegar
konur.“
Sem utanríkisráðherra veitti
Jón Baldvin Sæunni Axels leyfi til útflutn-
ings eins og eins gáms með sjávarafurðum
en Sæunn varð að sækja um leyfi til þess í
utanríkisráðuneytið. „Ef ég hefði ekki
fengið þetta leyfi þá hefði ég hætt. Eg
treysti mér ekki til að vinna við þær að-
stæður að sofna með hnút í maganum á
kvöldin og vakna með hann enn stærri á
morgnanna vegna almennrar óánægju
með sölumálin hjá SIF. Það gekk ekki að
reka fyrirtæki, vinna vel sína vöru til að
koma henni á markað á meðan sölusam-
50